Verkalýðshreyfingin óttast gullgrafaraæði innan ferðaþjónustunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 06:01 Brot atvinnurekenda á launafólki hafa verið mun færri í faraldrinum enda ferðaþjónustan að mestu óstarfandi. vísir/vilhelm Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar er ekki sérlega spennt fyrir því að ferðaþjónustan fari aftur á fullt. Þau eru viss um að brotum á vinnumarkaði taki aftur að fjölga mjög á næstu mánuðum. Mikill samdráttur hefur verið í verkefnum stærstu verkalýðsfélaganna síðasta árið því flest mál sem komið hafa á borð þeirra undanfarin ár hafa verið tengd ferðaþjónustunni, sem hefur að mestu verið óstarfandi í faraldrinum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt hjá okkur undanfarið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS við Vísi. „En málunum fer að fjölga aftur núna þegar ferðaþjónustan fer á fullt.“ Og það sama er uppi á teningnum hjá Eflingu, sem er auðvitað aðildarfélag SGS. „Það voru þarna ógrynni af málum vegna ferðaþjónustunnar sem hafa dálítið dottið niður núna í faraldrinum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Flest brot á vinnumarkaði hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Verkalýðshreyfingin hefur lengi gagnrýnt ferðaþjónustuna fyrir brot á vinnumarkaði og léleg kjör starfsmanna. Mikill meirihluti mála sem Efling og SGS hafa rekið fyrir umbjóðendur sína snúast um brot ferðaþjónustufyrirtækja. Sólveig Anna nefnir mál eins og kjarasamningsbrot, launaþjófnað, óásættanlegan aðbúnað, ógreidd orlof og í verstu tilfellum nauðungarvinnu. Sjá einnig: Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Nú eru félögin hædd um að allt fari aftur í sitt gamla far – eða hreinlega verra: „Það sem við höfum miklar áhyggjur af er að ferðaþjónustan verði endurreist á verri grunni fyrir launafólk en áður var,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). „Við sjáum merki þess hér og þar nú þegar,“ heldur hún áfram og nefnir kjarasamninga Play og ÍFF sem gott dæmi um þetta. Sólveig Anna kveðst einnig hafa miklar áhyggjur af endurreisn ferðaþjónustunnar. „Við höfum haft miklar áhyggjur af því að þessi tími faraldursins hafi ekki verið notaður með skynsamlegum hætti til að taka þetta í gegn. Það er hætt við að það fari af stað hálfgert gullgrafaraæði þegar ferðaþjónustan fer aftur af stað þar sem aðalatriðið verður að græða eins mikið og hægt er og þá á kostnað launafólks.“ Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Play Tengdar fréttir Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Mikill samdráttur hefur verið í verkefnum stærstu verkalýðsfélaganna síðasta árið því flest mál sem komið hafa á borð þeirra undanfarin ár hafa verið tengd ferðaþjónustunni, sem hefur að mestu verið óstarfandi í faraldrinum. „Það hefur verið tiltölulega rólegt hjá okkur undanfarið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS við Vísi. „En málunum fer að fjölga aftur núna þegar ferðaþjónustan fer á fullt.“ Og það sama er uppi á teningnum hjá Eflingu, sem er auðvitað aðildarfélag SGS. „Það voru þarna ógrynni af málum vegna ferðaþjónustunnar sem hafa dálítið dottið niður núna í faraldrinum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Flest brot á vinnumarkaði hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Verkalýðshreyfingin hefur lengi gagnrýnt ferðaþjónustuna fyrir brot á vinnumarkaði og léleg kjör starfsmanna. Mikill meirihluti mála sem Efling og SGS hafa rekið fyrir umbjóðendur sína snúast um brot ferðaþjónustufyrirtækja. Sólveig Anna nefnir mál eins og kjarasamningsbrot, launaþjófnað, óásættanlegan aðbúnað, ógreidd orlof og í verstu tilfellum nauðungarvinnu. Sjá einnig: Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Nú eru félögin hædd um að allt fari aftur í sitt gamla far – eða hreinlega verra: „Það sem við höfum miklar áhyggjur af er að ferðaþjónustan verði endurreist á verri grunni fyrir launafólk en áður var,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). „Við sjáum merki þess hér og þar nú þegar,“ heldur hún áfram og nefnir kjarasamninga Play og ÍFF sem gott dæmi um þetta. Sólveig Anna kveðst einnig hafa miklar áhyggjur af endurreisn ferðaþjónustunnar. „Við höfum haft miklar áhyggjur af því að þessi tími faraldursins hafi ekki verið notaður með skynsamlegum hætti til að taka þetta í gegn. Það er hætt við að það fari af stað hálfgert gullgrafaraæði þegar ferðaþjónustan fer aftur af stað þar sem aðalatriðið verður að græða eins mikið og hægt er og þá á kostnað launafólks.“
Kjaramál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Play Tengdar fréttir Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Hvetja landsmenn til að sniðganga flugfélagið Play Alþýðusamband Íslands hvetur landsmenn til að sniðganga hið nýja flugfélag Play þar til það hefur „sýnt að það ætli að vera hluti af íslenskum vinnumarkaði og bjóða starfsfólki sínu kaup og kjör sem gilda hér á landi,“ eins og segir í tilkynningu. 19. maí 2021 17:37