Hafa ekki tapað í 130 daga með Helenu og Hildi og geta orðið meistarar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 16:00 Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru tvær bestu körfuboltakonur landsins og það er erfitt að eiga við Valsliðið þegar þær eru báðar með Val. Vísir/Bára Valur verður Íslandsmeistari í Domino's deild kvenna í körfubolta vinni liðið Hauka á heimavelli sínum í kvöld. Valsliðið hefur ekki tapað í 130 daga með tvo bestu íslensku leikmennina sína í búning. Valsliðið hefur unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu og er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. Helena Sverrisdóttir sýndi styrk sinn í leik tvö þar sem hún var einni stoðsendingu frá þrennu og endaði með 21 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar. Helena er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn og þessi frammistaða lofar ekki góðu fyrir Haukakonur sem hafa ekki ráðið við Vals síðan Helena færði sig yfir. Haukakonur voru frábærar í undanúrslitaeinvíginu á móti Keflavík en hefur enn ekki tekist að vinna Valsliðið á þessu tímabili. Valur vann alla þrjá deildarleiki liðanna og það með 10 stigum, 15 stigum og 8 stigum. Valskonur hafa síðan unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með 13 stigum og 6 stigum. Valsliðið er taplaust frá 17. mars og hefur unnið tólf leiki í röð. Liðið hefur enn fremur aðeins tapað einum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Tapleikurinn kom á móti Breiðabliki 17. mars síðastliðinn en í honum lék liðið án Hildi Björgu Kjartansdóttur. Valsliðið hefur aðeins tapað einu sinni með Hildi Björgu í liðinu og sá leikur var á móti Keflavík 23. janúar síðastliðinn. Síðan hafa Valskonur unnið fimmtán leiki í röð með Helenu og Hildi í búning. Alls hafa þær spilað saman í nítján leikjum í vetur og unnið átján þeirra. Helena Sverrisdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum vorið 2018 en skipti svo yfir í Val um haustið. Hún hefur aldrei tapað fyrir sínu uppeldisfélagi síðan en Valsliðið hefur unnið 9 leiki í röð á móti Haukum með Helenu Sverrisdóttir innanborðs. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45. Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum með Helenu í búningi: Aldrei (920 dagar frá fyrsta leik) 9 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum: 18. desember 2019 (532 dagar) 6 sigurleikir i röð Síðasta tap Valsliðsins með Helenu og Hildi Björgu í búning: 21. janúar 2021 (130 dagar) 15 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins: 17. mars 2021 (77 dagar) 12 sigurleikir í röð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ Sjá meira
Valsliðið hefur unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu og er búið að vinna alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. Helena Sverrisdóttir sýndi styrk sinn í leik tvö þar sem hún var einni stoðsendingu frá þrennu og endaði með 21 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar. Helena er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn og þessi frammistaða lofar ekki góðu fyrir Haukakonur sem hafa ekki ráðið við Vals síðan Helena færði sig yfir. Haukakonur voru frábærar í undanúrslitaeinvíginu á móti Keflavík en hefur enn ekki tekist að vinna Valsliðið á þessu tímabili. Valur vann alla þrjá deildarleiki liðanna og það með 10 stigum, 15 stigum og 8 stigum. Valskonur hafa síðan unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með 13 stigum og 6 stigum. Valsliðið er taplaust frá 17. mars og hefur unnið tólf leiki í röð. Liðið hefur enn fremur aðeins tapað einum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Tapleikurinn kom á móti Breiðabliki 17. mars síðastliðinn en í honum lék liðið án Hildi Björgu Kjartansdóttur. Valsliðið hefur aðeins tapað einu sinni með Hildi Björgu í liðinu og sá leikur var á móti Keflavík 23. janúar síðastliðinn. Síðan hafa Valskonur unnið fimmtán leiki í röð með Helenu og Hildi í búning. Alls hafa þær spilað saman í nítján leikjum í vetur og unnið átján þeirra. Helena Sverrisdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum vorið 2018 en skipti svo yfir í Val um haustið. Hún hefur aldrei tapað fyrir sínu uppeldisfélagi síðan en Valsliðið hefur unnið 9 leiki í röð á móti Haukum með Helenu Sverrisdóttir innanborðs. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45. Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum með Helenu í búningi: Aldrei (920 dagar frá fyrsta leik) 9 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum: 18. desember 2019 (532 dagar) 6 sigurleikir i röð Síðasta tap Valsliðsins með Helenu og Hildi Björgu í búning: 21. janúar 2021 (130 dagar) 15 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins: 17. mars 2021 (77 dagar) 12 sigurleikir í röð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum með Helenu í búningi: Aldrei (920 dagar frá fyrsta leik) 9 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins á móti Haukum: 18. desember 2019 (532 dagar) 6 sigurleikir i röð Síðasta tap Valsliðsins með Helenu og Hildi Björgu í búning: 21. janúar 2021 (130 dagar) 15 sigurleikir í röð Síðasta tap Valsliðsins: 17. mars 2021 (77 dagar) 12 sigurleikir í röð
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum