Liðið sem æfði „aldrei“ og er komið upp í úrvalsdeild Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 17:00 Leikmenn Kríu fögnuðu úrvalsdeildarsætinu vel og innilega. vísir/svava Einstaklega góð stemning, einn kaldur í klefanum og ekkert of margar æfingar. Einhvern veginn svona var uppskriftin að því að lið Kríu komst úr 2. deild og upp í úrvalsdeild í handbolta á fyrstu tveimur árum sínum. Leikmenn Kríu fögnuðu vel í fyrrakvöld eftir að hafa unnið Víking með sannfærandi hætti í umspili og þar með tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Svava Kristín Gretarsdóttir var á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara Kríu í sigurvímunni í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Klippa: Kría flaug upp í úrvalsdeild „Þetta er bara svo ótrúlegt. Vinahópur sem að spilaði saman upp alla yngri flokka, en flosnaði upp af alls konar ástæðum, einhverjir fóru í önnur lið og aðrir hættu, skuli hafa ákveðið í afmæli fyrir tveimur árum að búa til lið. Við gerðum það, fórum upp úr 2. deild, í Grillið og svo upp. Þetta er súrrealískt,“ sagði Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu. Á meðal leikmanna sem Kría fékk fyrir tímabilið voru markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson og hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði að meðaltali tíu mörk í leik í vetur. Pikkaði upp sterka karaktera og endaði með allt of mikið egó í liðinu „Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján, ánægður með að geta notið þess að spila án þess að þurfa að sitja vídjófundi og sinna mörgum æfingum. „Við æfðum einu sinni í þessari úrslitakeppni. Ég veit ekki hvort ég á að láta þetta út úr mér. Við æfðum eftir leik eitt á móti Fjölni (í undanúrslitum), töpuðum svo næsta leik með 13 mörkum, og þá ákváðum við bara að æfa ekkert,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu. Ljóst er að í Kríu er kominn saman hópur sem nýtur þess að vera saman: „Þetta var eiginlega ógeðslega auðvelt,“ sagði Daði. „Ég eyddi sumrinu í að djamma svolítið og fór inn í hina ýmsu vinahópa. Þetta eru allt vinir mínir (í liðinu). Maður pikkaði upp sterka karaktera og einhvern veginn endaði ég með allt of mikið egó í liðinu, sem var bara skemmtilegt. Í úrslitakeppninni var það þetta sem gerði gæfumuninn – að hafa svona mikla töffara í liðinu.“ Annað og meira en pöbbalið Á meðal leikmanna Kríu eru FH-tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, og Egill Ploder Ottósson sem þekktari er fyrir störf sín í fjölmiðlum: „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef aldrei prófað það,“ sagði Egill aðspurður hvort hann væri leikmaður sem gæti spilað í Olís-deildinni. Hann var ánægður með að geta sannað að Kría væri annað og meira en eitthvert „pöbbalið“: „Tímabilið var bara geggjað. Upp og niður en alltaf stemning. Það er það sem Kría er; stemning. Hún kom okkur alla leið upp í úrvalsdeild. Við sönnuðum fyrir svo mörgum (að þetta væri hægt). Einhverjum sem kölluðu okkur pöbbalið í podcöstum, og Víkingur átti að valta yfir okkur. Við unnum 2-0 og erum komnir í úrvalsdeildina.“ Olís-deild karla Handbolti Kría Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Leikmenn Kríu fögnuðu vel í fyrrakvöld eftir að hafa unnið Víking með sannfærandi hætti í umspili og þar með tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Svava Kristín Gretarsdóttir var á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara Kríu í sigurvímunni í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Klippa: Kría flaug upp í úrvalsdeild „Þetta er bara svo ótrúlegt. Vinahópur sem að spilaði saman upp alla yngri flokka, en flosnaði upp af alls konar ástæðum, einhverjir fóru í önnur lið og aðrir hættu, skuli hafa ákveðið í afmæli fyrir tveimur árum að búa til lið. Við gerðum það, fórum upp úr 2. deild, í Grillið og svo upp. Þetta er súrrealískt,“ sagði Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu. Á meðal leikmanna sem Kría fékk fyrir tímabilið voru markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson og hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði að meðaltali tíu mörk í leik í vetur. Pikkaði upp sterka karaktera og endaði með allt of mikið egó í liðinu „Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján, ánægður með að geta notið þess að spila án þess að þurfa að sitja vídjófundi og sinna mörgum æfingum. „Við æfðum einu sinni í þessari úrslitakeppni. Ég veit ekki hvort ég á að láta þetta út úr mér. Við æfðum eftir leik eitt á móti Fjölni (í undanúrslitum), töpuðum svo næsta leik með 13 mörkum, og þá ákváðum við bara að æfa ekkert,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu. Ljóst er að í Kríu er kominn saman hópur sem nýtur þess að vera saman: „Þetta var eiginlega ógeðslega auðvelt,“ sagði Daði. „Ég eyddi sumrinu í að djamma svolítið og fór inn í hina ýmsu vinahópa. Þetta eru allt vinir mínir (í liðinu). Maður pikkaði upp sterka karaktera og einhvern veginn endaði ég með allt of mikið egó í liðinu, sem var bara skemmtilegt. Í úrslitakeppninni var það þetta sem gerði gæfumuninn – að hafa svona mikla töffara í liðinu.“ Annað og meira en pöbbalið Á meðal leikmanna Kríu eru FH-tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, og Egill Ploder Ottósson sem þekktari er fyrir störf sín í fjölmiðlum: „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef aldrei prófað það,“ sagði Egill aðspurður hvort hann væri leikmaður sem gæti spilað í Olís-deildinni. Hann var ánægður með að geta sannað að Kría væri annað og meira en eitthvert „pöbbalið“: „Tímabilið var bara geggjað. Upp og niður en alltaf stemning. Það er það sem Kría er; stemning. Hún kom okkur alla leið upp í úrvalsdeild. Við sönnuðum fyrir svo mörgum (að þetta væri hægt). Einhverjum sem kölluðu okkur pöbbalið í podcöstum, og Víkingur átti að valta yfir okkur. Við unnum 2-0 og erum komnir í úrvalsdeildina.“
Olís-deild karla Handbolti Kría Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira