Segja athugasemdir gegn bróður Áslaugar ekki eiga við rök að styðjast Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. júní 2021 18:35 Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins segir Magnús Sigurbjörnsson, bróður Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, ekki hafa nýtt sér aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör sem stendur nú yfir. Reglur hafi ekki verið brotnar. Fyrr í dag var kvartað til yfirkjörstjórnar flokksins vegna prófkjörsins í Reykjavík. Sú kvörtun gekk út á að Magnús var sakaður um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsbaráttunni. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fengu allir afhenta kjörskrá gegn greiðslu sem ekki fæst endurgreidd nema þeir skili kjörskránni að loknu prófkjöri. Í dag var hins vegar lögð fram kvörtun til yfirkjörstjórnar úr herbúðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem berst um fyrsta sætið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um að Magnús Sigurbjörnsson bróðir hennar og fyrrverandi starfsmaður flokksins hafi nýtt sér aðgang að tölvukerfi og þar með félagatali flokksins til að komast yfir upplýsingar um nýskráð fólk í flokkinn. Síðan hafi verið skipulega hringt í það fólk til að bjóða það velkomið í flokkinn og það hvatt til að kjósa Áslaugu Örnu. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann sagði í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að farið hafi verið yfir málið í dag. Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við það að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug og Magnús.Vísir/Vilhelm Þar segir að farið hafið verið yfir innskráningar Magnúsar í flokkskrá og hann hafi síðast skráð sig inn þann 10. maí að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem hann vann að. Þá rann framboðsfrestur út þann 14. maí og kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Viðbót við kjörskrá, sem meðal annars hafi innihaldið nýskráningar hefi verið gerð öllum framboðum aðgengileg þann 31. maí. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Fyrr í dag var kvartað til yfirkjörstjórnar flokksins vegna prófkjörsins í Reykjavík. Sú kvörtun gekk út á að Magnús var sakaður um að hafa nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá Sjálfstæðisflokksins í prófkjörsbaráttunni. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fengu allir afhenta kjörskrá gegn greiðslu sem ekki fæst endurgreidd nema þeir skili kjörskránni að loknu prófkjöri. Í dag var hins vegar lögð fram kvörtun til yfirkjörstjórnar úr herbúðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem berst um fyrsta sætið við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um að Magnús Sigurbjörnsson bróðir hennar og fyrrverandi starfsmaður flokksins hafi nýtt sér aðgang að tölvukerfi og þar með félagatali flokksins til að komast yfir upplýsingar um nýskráð fólk í flokkinn. Síðan hafi verið skipulega hringt í það fólk til að bjóða það velkomið í flokkinn og það hvatt til að kjósa Áslaugu Örnu. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann sagði í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Í tilkynningu frá yfirkjörstjórninni segir að farið hafi verið yfir málið í dag. Magnús hafi unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn við það að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Hann hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár en aðgangi hans að flokksskrá hafi verið lokað þann 1. júní. „Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug og Magnús.Vísir/Vilhelm Þar segir að farið hafið verið yfir innskráningar Magnúsar í flokkskrá og hann hafi síðast skráð sig inn þann 10. maí að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem hann vann að. Þá rann framboðsfrestur út þann 14. maí og kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Viðbót við kjörskrá, sem meðal annars hafi innihaldið nýskráningar hefi verið gerð öllum framboðum aðgengileg þann 31. maí.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira