„Hvert leita ég ef ég hef beitt barn kynferðisofbeldi?“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 5. júní 2021 07:01 Anna Kristín Newton hefur komið á laggirnar úrræðinu Taktu skrefið, fyrir þá einstaklinga sem glíma við barnagirnd. Vísir Hópurinn Taktu skrefið er nýtt úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn leggur hópurinn áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Forsvarsmaður hópsins vonast til þess að hópurinn geti víkkað út starfsemi sína með tímanum. Anna Kristín Newton, sálfræðingur sem sérhæfir sig í barnagirnd, sagði í viðtali við Kompás síðastliðið haust að það vantaði sárlega viðvarandi úrræði fyrir þá sem eru haldnir barnagirnd. Þá hefur komið fram í alþjóðlegum rannsóknum að um 1% manna fyndu til slíkrar hneigðar. Anna Kristín taldi að þar væri langstærsti hlutinn karlmenn og því mætti áætla að tæplega tvö þúsund karlmenn á Íslandi girnist börn á kynferðislegan hátt. Anna Kristín sagði jafnframt frá því í viðtalinu að ungir menn, niður í 18 ára aldur, hefðu þorað að hafa samband við hana eftir að hafa séð hana í fjölmiðlum - Menn sem segjast ekki hafa vitað hvert þeir gætu leitað. Heimilisfriður, meðferðarúrræði fyrir gerendur í heimilisofbeldi, hefur verið starfrækt í þó nokkur ár og vildi Anna Kristín sjá samskonar úrræði fyrir menn með barnagirnd. Að neðan má sjá umfjöllun Kompás um barnagirnd. Stefnan að bjóða upp á fræðslu og meðferðarviðtöl Nú hefur Anna Kristín komið á laggirnar hópnum Taktu skrefið, sem svar við þessari þörf. Hópurinn var stofnaður að breskri fyrirmynd. Anna Kristín segir að nú sé beðið eftir fjármagni, en hún ítrekar að einstaklingar geti samt sem áður sett sig í samband við hópinn strax. „Í augnablikinu getum við boðið þeim sem hafa samband, milligöngu um að koma þeim í viðtöl hjá fagaðila á þessu sviði,“ segir Anna Kristín, sem á þó von á því að verkefnið verði fjármagnað fljótlega. Sýnileg úrræði og opin umræða lykilatriði Anna Kristín bendir á mikilvægi þess að úrræði fyrir gerendur séu sýnileg. „Þú hefur ekkert getað slegið inn á Google „Hvert leita ég ef ég hef beitt barn kynferðisofbeldi eða ef ég hef áhyggjur af hugsunum mínum?“. Taktu skrefið er sýnilegt og við vonum að einhverjir sem hafa velt þessu fyrir sér og hafa haft áhyggjur af hugsunum sínum, vilji fá aðstoð,“ segir Anna Kristín. Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum er talið að 1% manna séu með barnagirnd.Vísir Þá sé einnig mikilvægt að halda umræðunni um gerendur á lofti í samfélaginu. Anna Kristín segist finna að „þegar það opnast gluggi fyrir umræðu um þetta málefni, gerendur almennt og að það sé hægt að gera eitthvað til þess að hjálpa gerendum að stoppa hegðun sína, að þá hefur mér alltaf fundist það skila einhverju.“ Það sé því mikilvægt að minna ítrekað á málefnið og þau úrræði sem standa til boða. Stefnan að bjóða upp á sjálfshjálparefni, fræðslu og meðferðarviðtöl Hún segir fyrsta skref hópsins vera að koma af stað heimasíðu með sjálfshjálparefni og fræðslu. Þá sé markmið hópsins að gera einstaklingum kleift að sækja sér aðstoð sérfræðinga og mæta í meðferðarviðtöl. Til lengri tíma stefnir hópurinn þó á það að ná til ennþá breiðari hóps. Raunverulega viljum ná til allra þeirra sem hafa einhverjar vangaveltur um kynhegðun sína og þeirra sem hafa sýnt af sér skaðlega kynhegðun eða hafa hugsanir sem trufla þau, segir Anna Kristín. „Við viljum gefa þeim tækifæri á því að leita sér aðstoðar ef þau eru tilbúin í það.“ Konur geta líka verið gerendur Hópurinn er ætlaður öllum gerendum, óháð kyni. Anna Kristín segir að af þeim gerendum sem leitað hafa til hennar sé meirihlutinn karlmenn. „Það koma þó einstaka konur og við vitum náttúrlega að konur geta líka verið gerendur.“ Hún segist vona að Taktu skrefið verði til þess að fleiri konur sjái tækifæri til þess að stíga fram og leita sér aðstoðar. Hægt er að leita sér aðstoðar með því að senda fyrirspurn á netfangið [email protected] og frekari upplýsingar um úrræðið er að finna á heimasíðu 112. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Anna Kristín Newton, sálfræðingur sem sérhæfir sig í barnagirnd, sagði í viðtali við Kompás síðastliðið haust að það vantaði sárlega viðvarandi úrræði fyrir þá sem eru haldnir barnagirnd. Þá hefur komið fram í alþjóðlegum rannsóknum að um 1% manna fyndu til slíkrar hneigðar. Anna Kristín taldi að þar væri langstærsti hlutinn karlmenn og því mætti áætla að tæplega tvö þúsund karlmenn á Íslandi girnist börn á kynferðislegan hátt. Anna Kristín sagði jafnframt frá því í viðtalinu að ungir menn, niður í 18 ára aldur, hefðu þorað að hafa samband við hana eftir að hafa séð hana í fjölmiðlum - Menn sem segjast ekki hafa vitað hvert þeir gætu leitað. Heimilisfriður, meðferðarúrræði fyrir gerendur í heimilisofbeldi, hefur verið starfrækt í þó nokkur ár og vildi Anna Kristín sjá samskonar úrræði fyrir menn með barnagirnd. Að neðan má sjá umfjöllun Kompás um barnagirnd. Stefnan að bjóða upp á fræðslu og meðferðarviðtöl Nú hefur Anna Kristín komið á laggirnar hópnum Taktu skrefið, sem svar við þessari þörf. Hópurinn var stofnaður að breskri fyrirmynd. Anna Kristín segir að nú sé beðið eftir fjármagni, en hún ítrekar að einstaklingar geti samt sem áður sett sig í samband við hópinn strax. „Í augnablikinu getum við boðið þeim sem hafa samband, milligöngu um að koma þeim í viðtöl hjá fagaðila á þessu sviði,“ segir Anna Kristín, sem á þó von á því að verkefnið verði fjármagnað fljótlega. Sýnileg úrræði og opin umræða lykilatriði Anna Kristín bendir á mikilvægi þess að úrræði fyrir gerendur séu sýnileg. „Þú hefur ekkert getað slegið inn á Google „Hvert leita ég ef ég hef beitt barn kynferðisofbeldi eða ef ég hef áhyggjur af hugsunum mínum?“. Taktu skrefið er sýnilegt og við vonum að einhverjir sem hafa velt þessu fyrir sér og hafa haft áhyggjur af hugsunum sínum, vilji fá aðstoð,“ segir Anna Kristín. Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum er talið að 1% manna séu með barnagirnd.Vísir Þá sé einnig mikilvægt að halda umræðunni um gerendur á lofti í samfélaginu. Anna Kristín segist finna að „þegar það opnast gluggi fyrir umræðu um þetta málefni, gerendur almennt og að það sé hægt að gera eitthvað til þess að hjálpa gerendum að stoppa hegðun sína, að þá hefur mér alltaf fundist það skila einhverju.“ Það sé því mikilvægt að minna ítrekað á málefnið og þau úrræði sem standa til boða. Stefnan að bjóða upp á sjálfshjálparefni, fræðslu og meðferðarviðtöl Hún segir fyrsta skref hópsins vera að koma af stað heimasíðu með sjálfshjálparefni og fræðslu. Þá sé markmið hópsins að gera einstaklingum kleift að sækja sér aðstoð sérfræðinga og mæta í meðferðarviðtöl. Til lengri tíma stefnir hópurinn þó á það að ná til ennþá breiðari hóps. Raunverulega viljum ná til allra þeirra sem hafa einhverjar vangaveltur um kynhegðun sína og þeirra sem hafa sýnt af sér skaðlega kynhegðun eða hafa hugsanir sem trufla þau, segir Anna Kristín. „Við viljum gefa þeim tækifæri á því að leita sér aðstoðar ef þau eru tilbúin í það.“ Konur geta líka verið gerendur Hópurinn er ætlaður öllum gerendum, óháð kyni. Anna Kristín segir að af þeim gerendum sem leitað hafa til hennar sé meirihlutinn karlmenn. „Það koma þó einstaka konur og við vitum náttúrlega að konur geta líka verið gerendur.“ Hún segist vona að Taktu skrefið verði til þess að fleiri konur sjái tækifæri til þess að stíga fram og leita sér aðstoðar. Hægt er að leita sér aðstoðar með því að senda fyrirspurn á netfangið [email protected] og frekari upplýsingar um úrræðið er að finna á heimasíðu 112.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00