Almar Blær á samning hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júní 2021 10:31 Almar Blær Sigurjónsson hefur verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið. Þjóðleikhúsið Almar Blær Sigurjónsson leikari er kominn með samning við Þjóðleikhúsið. Almar er einn þeirra ungu leikara sem útskrifast á þessu vori frá sviðslistabraut Listaháskóla Íslands. Um þessar mundir er Almar í mikilli sýningatörn í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann og samnemendur hans sýna útskriftarverkefnið sitt Krufning á sjálfsmorði eftir Alice Birch. Almar mun í kjölfarið ganga til liðs við fastráðna leikara Þjóðleikhússins. Hann á annríkan vetur framundan, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðleikhúsinu. Almar mun meðal annars leika í stórsöngleiknum Sem á himni sem Unnur Ösp mun leikstýra. Útskriftarnemar leikarabrautar LHÍ 2021.Þjóðleikhúsið Undantekningarlaust agndofa Almar er alinn upp á Reyðarfirði og fékk leiklistarbakteríuna snemma. Hann þakkar það meðal annars Spaugstofunni og þeim áhrifum sem það hafði á hann sem ungan dreng að sjá þá félagana í sjónvarpi. Hann fékk snemma mikið álit á David Attenborough og lagði það á sig átta ára gamall og með 39 stiga hita, að bíða í röð í þrjár klukkustundir eftir að geta hitt goðið þegar hann heimsótti Ísland. „Ég byrjaði að leika strax í grunnskóla og hef ekki stoppað síðan. Ég var formaður leikfélagsins í Menntaskólanum á Egilstöðum öll árin mín þar; var virkur með áhugaleikfélögum á Austurlandi og notaði bara hvert tækifæri til þess að komast á svið. Ég lagði land undir fót árið 2017 og stundaði nám við dansleikhús hjá „Double Edge Theatre“ í Massachusetts í eina önn og í kjölfar þess ákvað ég að nú væri rétti tíminn til þess að reyna aftur að komast inn í Leiklistarskólann og það tókst í annarri tilraun.“ Almar bætir því við að það sé algjör draumur að vera ráðinn til Þjóðleikhússins. „Ég man svo skýrt eftir því að hafa komið þangað á sýningar sem barn. Mér leið alltaf eins og ég væri kominn í konungshöll um leið og ég steig inn í forsalinn. Og þegar tjöldin drógust frá þá var ég undantekningarlaust agndofa.“ Menning Leikhús Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Um þessar mundir er Almar í mikilli sýningatörn í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann og samnemendur hans sýna útskriftarverkefnið sitt Krufning á sjálfsmorði eftir Alice Birch. Almar mun í kjölfarið ganga til liðs við fastráðna leikara Þjóðleikhússins. Hann á annríkan vetur framundan, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðleikhúsinu. Almar mun meðal annars leika í stórsöngleiknum Sem á himni sem Unnur Ösp mun leikstýra. Útskriftarnemar leikarabrautar LHÍ 2021.Þjóðleikhúsið Undantekningarlaust agndofa Almar er alinn upp á Reyðarfirði og fékk leiklistarbakteríuna snemma. Hann þakkar það meðal annars Spaugstofunni og þeim áhrifum sem það hafði á hann sem ungan dreng að sjá þá félagana í sjónvarpi. Hann fékk snemma mikið álit á David Attenborough og lagði það á sig átta ára gamall og með 39 stiga hita, að bíða í röð í þrjár klukkustundir eftir að geta hitt goðið þegar hann heimsótti Ísland. „Ég byrjaði að leika strax í grunnskóla og hef ekki stoppað síðan. Ég var formaður leikfélagsins í Menntaskólanum á Egilstöðum öll árin mín þar; var virkur með áhugaleikfélögum á Austurlandi og notaði bara hvert tækifæri til þess að komast á svið. Ég lagði land undir fót árið 2017 og stundaði nám við dansleikhús hjá „Double Edge Theatre“ í Massachusetts í eina önn og í kjölfar þess ákvað ég að nú væri rétti tíminn til þess að reyna aftur að komast inn í Leiklistarskólann og það tókst í annarri tilraun.“ Almar bætir því við að það sé algjör draumur að vera ráðinn til Þjóðleikhússins. „Ég man svo skýrt eftir því að hafa komið þangað á sýningar sem barn. Mér leið alltaf eins og ég væri kominn í konungshöll um leið og ég steig inn í forsalinn. Og þegar tjöldin drógust frá þá var ég undantekningarlaust agndofa.“
Menning Leikhús Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira