„Þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2021 20:00 Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og forseti Norrænu öldrunarfræðaráðstefnunnar. Vísir/Einar Öldrunarfordómar eru eitt stærsta vandamál í öldrunarþjónustu hér á landi, að mati öldrunarlæknis. Úr sér gengið húsnæði sé ein birtingarmynd þessara fordóma, sem komið hafi skýrt fram þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp á Landakoti í haust. Þessa dagana stendur yfir Norræna öldunarfræðaráðstefnan en Íslendingar eru gestgjafar að þessu sinni, þó að ráðstefnan fari raunar fram rafrænt. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, segir miklar brotalamir í öldrunarþjónustu á Íslandi - sem meðal annars megi rekja til mikilla öldrunarfordóma. Þeir komi meðal annars fram í ófullnægjandi húsnæði sem öldruðum býðst. „Þessari hugsun að aldraðir geti vel verið margir á herbergi, deili salerni frammi á gangi mánuðum saman, að þeir ílengist inni á sjúkrahúsi, að það séu engin úrræði úti í bæ sem eru sérsniðin að þeirra þörfum,“ segir Steinunn. „Eins og til dæmis í Covid-faraldrinum, þetta gýs upp. Eins og í tengslum við atburðina á landakoti síðastliðinn vetur, þá fann maður það, maður fann öldrunarfordómana.“ Aldraðir séu jafnframt gjarnan álitinn einsleitur hópur - sem sé fjarri sanni. „Þetta er mjög fjölbreytt fólk, maður þarf að vera mjög einstaklingsmiðaður í nálguninni. Að vera aldraður, að þá sé maður bara kominn í harmonikkutónlist, sviðakjamma og fjölbýli, undir súð einhvers staðar - það er svo ótrúlega langt frá nútímanum.“ Hún bindur vonir við að ástandið lagist með nýjum spítala sem rís nú við Hringbraut, þó að fyrirætlanir þess efnis séu enn óskýrar. „Sjúklingur framtíðarinnar er aldraður sjúklingur með fjölmörg heilsufarsvandamál, það eru þeir sem munu þurfa á sjúkrahúsþjónustu fyrst og fremst að halda þannig að þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Þessa dagana stendur yfir Norræna öldunarfræðaráðstefnan en Íslendingar eru gestgjafar að þessu sinni, þó að ráðstefnan fari raunar fram rafrænt. Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir, sem jafnframt er forseti ráðstefnunnar, segir miklar brotalamir í öldrunarþjónustu á Íslandi - sem meðal annars megi rekja til mikilla öldrunarfordóma. Þeir komi meðal annars fram í ófullnægjandi húsnæði sem öldruðum býðst. „Þessari hugsun að aldraðir geti vel verið margir á herbergi, deili salerni frammi á gangi mánuðum saman, að þeir ílengist inni á sjúkrahúsi, að það séu engin úrræði úti í bæ sem eru sérsniðin að þeirra þörfum,“ segir Steinunn. „Eins og til dæmis í Covid-faraldrinum, þetta gýs upp. Eins og í tengslum við atburðina á landakoti síðastliðinn vetur, þá fann maður það, maður fann öldrunarfordómana.“ Aldraðir séu jafnframt gjarnan álitinn einsleitur hópur - sem sé fjarri sanni. „Þetta er mjög fjölbreytt fólk, maður þarf að vera mjög einstaklingsmiðaður í nálguninni. Að vera aldraður, að þá sé maður bara kominn í harmonikkutónlist, sviðakjamma og fjölbýli, undir súð einhvers staðar - það er svo ótrúlega langt frá nútímanum.“ Hún bindur vonir við að ástandið lagist með nýjum spítala sem rís nú við Hringbraut, þó að fyrirætlanir þess efnis séu enn óskýrar. „Sjúklingur framtíðarinnar er aldraður sjúklingur með fjölmörg heilsufarsvandamál, það eru þeir sem munu þurfa á sjúkrahúsþjónustu fyrst og fremst að halda þannig að þetta fólk á að vera í hásæti á nýjum spítala.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira