Ímyndið ykkur sorg þessa barns Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 5. júní 2021 09:35 Hugsið ykkur lítið barn sem fær ekki sömu heilbrigðisþjónustu og önnur börn, heilbrigðisþjónustu sem myndi bæði bæta heilsu þessa barns og sjálfstraust. Hugsið ykkur sorg þessa barns. Barnið sér jafnvel að jafnaldrar þess fá þessa heilbrigðisþjónustu, en ekki það sjálft. Hugsið ykkur einnig sorg foreldra þessa barns sem vita að þau hafa ekki efni á því að veita barni sínu þessa nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu. Þau hafa ekki efni á því að bæta líf barns síns. Börnum er mismunað eftir efnahag Þetta er því miður raunveruleiki sumra barna á Íslandi þegar kemur að tannréttingum. Tannréttingar barna eru heilbrigðisþjónusta fyrir börn en tannréttingar barna hafa einfaldlega orðið eftir og þær eru dýrar. Tannréttingar barna geta hæglega kostað fjölskyldur yfir eina milljón kr. og jafnvel kostað allt að tveimur milljónum kr. fyrir eitt barn. Þessu til viðbótar þurfa oft fleiri en eitt barn innan sömu fjölskyldu á tannréttingum að halda. Það segir sig sjálft að ekki hafa allir efni á slíku. Því foreldrar bera núna þennan gríðarlega kostnað og efnaminni foreldrar veigra sér við að ráðast í tannréttingar barna sinna vegna efnahags. Það er fullkomlega óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra þegar kemur að tannréttingum. Gjaldfrjálsar tannréttingar Tannlækningar barna voru gerðar að fullu gjaldfrjálsar árið 2018 undir forystu Guðbjarts heitins Hannessonar velferðarráðherra. Það var mikið gæfuskref en nú ætti að vera komið að tannréttingum. Ég hef því nú samið og lagt fram þingmál á Alþingi sem gerir tannréttingar barna gjaldfrjálsar. Áætla má að kostnaður við gjaldfrjálsar tannréttingar barna geti numið um 1,5 milljörðum kr. en núna lendir þessi kostnaður hjá barnafjölskyldum. Fram til ársins 1992 var verulegur hluti af tannréttingakostnaði endurgreiddur sem er ekki lengur raunin. Einungis langalvarlegustu málin geta fengið 95% endurgreiðslu en þau eru eðli málsins mjög fá. Önnur börn geta fengið að hámarki 150.000 kr. styrk sem dugar skammt þegar algengur kostnaður við tannréttingar er 800 þúsund til 1,2 milljón kr. Þessu til viðbótar hefur þessi lága styrkupphæð ekki breyst í 20 ár. Ef styrkurinn hefði fylgt verðlagi væri hann nú um 340 þúsund kr. Á Norðurlöndunum eru tannréttingar barna styrktar mun meira en á Íslandi. Við erum því eftirbátar á þessu sviði, eins og mörgum öðrum, þegar kemur að velferð barna og barnafjölskyldna. Hver eru bestu þingmálin? Hver eru raunverulega bestu þingmálin? Það eru þingmál sem skipta máli bæði fyrir börn og barnafjölskyldur, ekki síst þeirra sem hafa minna fé milli handanna. Þetta þingmál um gjaldfrjálsar tannréttingar sem ég hef nú lagt fram á Alþingi er eitt af þeim. Tökum því þetta eðlilega og réttláta skref saman. Jöfnum leikinn fyrir öll börn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hugsið ykkur lítið barn sem fær ekki sömu heilbrigðisþjónustu og önnur börn, heilbrigðisþjónustu sem myndi bæði bæta heilsu þessa barns og sjálfstraust. Hugsið ykkur sorg þessa barns. Barnið sér jafnvel að jafnaldrar þess fá þessa heilbrigðisþjónustu, en ekki það sjálft. Hugsið ykkur einnig sorg foreldra þessa barns sem vita að þau hafa ekki efni á því að veita barni sínu þessa nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu. Þau hafa ekki efni á því að bæta líf barns síns. Börnum er mismunað eftir efnahag Þetta er því miður raunveruleiki sumra barna á Íslandi þegar kemur að tannréttingum. Tannréttingar barna eru heilbrigðisþjónusta fyrir börn en tannréttingar barna hafa einfaldlega orðið eftir og þær eru dýrar. Tannréttingar barna geta hæglega kostað fjölskyldur yfir eina milljón kr. og jafnvel kostað allt að tveimur milljónum kr. fyrir eitt barn. Þessu til viðbótar þurfa oft fleiri en eitt barn innan sömu fjölskyldu á tannréttingum að halda. Það segir sig sjálft að ekki hafa allir efni á slíku. Því foreldrar bera núna þennan gríðarlega kostnað og efnaminni foreldrar veigra sér við að ráðast í tannréttingar barna sinna vegna efnahags. Það er fullkomlega óboðlegt að börnum sé mismunað eftir efnahag foreldra þegar kemur að tannréttingum. Gjaldfrjálsar tannréttingar Tannlækningar barna voru gerðar að fullu gjaldfrjálsar árið 2018 undir forystu Guðbjarts heitins Hannessonar velferðarráðherra. Það var mikið gæfuskref en nú ætti að vera komið að tannréttingum. Ég hef því nú samið og lagt fram þingmál á Alþingi sem gerir tannréttingar barna gjaldfrjálsar. Áætla má að kostnaður við gjaldfrjálsar tannréttingar barna geti numið um 1,5 milljörðum kr. en núna lendir þessi kostnaður hjá barnafjölskyldum. Fram til ársins 1992 var verulegur hluti af tannréttingakostnaði endurgreiddur sem er ekki lengur raunin. Einungis langalvarlegustu málin geta fengið 95% endurgreiðslu en þau eru eðli málsins mjög fá. Önnur börn geta fengið að hámarki 150.000 kr. styrk sem dugar skammt þegar algengur kostnaður við tannréttingar er 800 þúsund til 1,2 milljón kr. Þessu til viðbótar hefur þessi lága styrkupphæð ekki breyst í 20 ár. Ef styrkurinn hefði fylgt verðlagi væri hann nú um 340 þúsund kr. Á Norðurlöndunum eru tannréttingar barna styrktar mun meira en á Íslandi. Við erum því eftirbátar á þessu sviði, eins og mörgum öðrum, þegar kemur að velferð barna og barnafjölskyldna. Hver eru bestu þingmálin? Hver eru raunverulega bestu þingmálin? Það eru þingmál sem skipta máli bæði fyrir börn og barnafjölskyldur, ekki síst þeirra sem hafa minna fé milli handanna. Þetta þingmál um gjaldfrjálsar tannréttingar sem ég hef nú lagt fram á Alþingi er eitt af þeim. Tökum því þetta eðlilega og réttláta skref saman. Jöfnum leikinn fyrir öll börn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun