Halló sjálfstæðismenn í Garðabæ! Nútíminn á líka heima í sveitarfélaginu okkar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. júní 2021 08:01 Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst við að aðlaða okkur að þessum breytta veruleika. Í því felst að gefa nýjum nálgunum í þágu umhverfisins rými og tækifæri. Umheimurinn kallar allur á umhverfisvænar lausnir í nánast öllu sem við gerum. Eitt af því sem hefur gríðarleg áhrif í viðbrögðum okkar gegn þessari umhverfisvá eru traustar og góðar almenningssamgöngur. Með tilkomu Borgarlínu munum við horfa fram á nýja tíma í almenningssamgöngum. Þessar gríðarlegu mikilvægu breytingar í almenningssamgöngum, sem öll sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, er íbúum gefinn valkostur í samgöngumálum. Þeir munu því geta valið að hafa áþreifanleg áhrif á umhverfi sitt. Kyrrstaðan í Garðabæ Í Garðabæ á sér stað mikil og hröð uppbygging. Meirihlutinn, sem samanstendur af Sjálfstæðismönnum, hefur líka kvittað upp á samning um gjörbreytt aðgengi að almenningssamgöngum í gegnum sveitarfélagið, með tilkomu Borgarlínu. En almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar til enda innan sveitarfélagsins. Þær eru ekki settar í forgang í uppbyggingunni, sem mun gera íbúum sem ekki búa næst Borgarlínunni erfiðara með að nýta sér þessa nýju tíma í almenningssamgöngum. Traustar og góðar almenningssamgöngur er ein grunnforsenda fólks sem er að velja sér búsetu til framtíðar. Og lykill til þess að geta valið sér umhverfisvænan lífsstíl. Sáttmálarnir, heimsmarkmiðin og almenningssamgöngur Fleiri og fleiri fjölskyldur kjósa að búa í Garðabæ, sem er frábært. En þessi fjölgun kallar á aukna þjónustu, sem er umfram það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur verið tilbúinn að veita. Það getur verið skellur fyrir nýja Garðbæinga, sem hingað flytja úr öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru taldar sjálfsagður partur af grunnþjónustu, að koma hingað og uppgötva að þjónustan er skert. Í öðrum sveitarfélögum eru almenningssamgöngur taldar eðlileg þjónusta í þágu íbúa, fjölskyldna og barnanna. Góðar almenningssamgöngur þýða jafnt aðgengi að annarri þjónustu, eins og íþróttum og tómstundum. Þannig geta slakar almenningssamgöngur hæglega dregið úr ástundum barna og ungmenna í íþróttastarfi. Það á ekki að þurfa að treysta á vilja og getu foreldra til að hendast úr vinnu til að standa í skutli. Samfélag sem treystir á skutl foreldra getur seint talist til fyrirmyndar sveitarfélag, sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag og innleiðingu 11 heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir. Hver er framtíðarsýnin? Garðabæjarlistinn hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum og sýn meirihlutans í samgöngu og skipulagsmálum. Við höfum kallað eftir kostnaðaráætlunum frá Strætó, til að bæta almenningssamgöngur í Garðabæ. Áætlunin liggur nú fyrir. Það sem liggur ekki fyrir er hvað meirihlutinn ætlar að gera með hana. Hann hreyfir sig ekki. Ekki ennþá. Með bættum almenningssamgöngum getum við tryggt fasta áætlun, sem ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Áætlaður kostnaður er um 2 m.kr. á ári. Það er nóg til að standa í meirihlutanum sem virðist ekki sjá ávinninginn fyrir íbúa eða umhverfið. Þess í stað höfum við áætlun sem gerir ráð fyrir pöntunarkerfi. Að þurfa að panta strætó, með því að hringja með góðum fyrirvara er letjandi fyrir notendur. Sérstaklega börn og ungmenni. Við sjáum viljann til að framkvæma þegar verkin eru nógu stór. Jafnvel of mikinn vilja þegar betur mætti fara með fé almennings. En metnaðurinn til að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ stendur verulega í meirihlutanum. Því síður fer saman hljóð og mynd þegar meirihlutinn talar fyrir umhverfissjónarmiðum með friðlýsingu lands, vottuðum hverfum, innleiðingu heimsmarkmiðs um sjálfbærar borgir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Umhverfissjónarmiðin eru ekki í forgangi þegar ekki er áhersla á góðar og öruggar almenningssamgöngur. Við viljum einfaldlega gera betur fyrir íbúa því nútíminn hefur þegar stimplað sig inn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst við að aðlaða okkur að þessum breytta veruleika. Í því felst að gefa nýjum nálgunum í þágu umhverfisins rými og tækifæri. Umheimurinn kallar allur á umhverfisvænar lausnir í nánast öllu sem við gerum. Eitt af því sem hefur gríðarleg áhrif í viðbrögðum okkar gegn þessari umhverfisvá eru traustar og góðar almenningssamgöngur. Með tilkomu Borgarlínu munum við horfa fram á nýja tíma í almenningssamgöngum. Þessar gríðarlegu mikilvægu breytingar í almenningssamgöngum, sem öll sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, er íbúum gefinn valkostur í samgöngumálum. Þeir munu því geta valið að hafa áþreifanleg áhrif á umhverfi sitt. Kyrrstaðan í Garðabæ Í Garðabæ á sér stað mikil og hröð uppbygging. Meirihlutinn, sem samanstendur af Sjálfstæðismönnum, hefur líka kvittað upp á samning um gjörbreytt aðgengi að almenningssamgöngum í gegnum sveitarfélagið, með tilkomu Borgarlínu. En almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar til enda innan sveitarfélagsins. Þær eru ekki settar í forgang í uppbyggingunni, sem mun gera íbúum sem ekki búa næst Borgarlínunni erfiðara með að nýta sér þessa nýju tíma í almenningssamgöngum. Traustar og góðar almenningssamgöngur er ein grunnforsenda fólks sem er að velja sér búsetu til framtíðar. Og lykill til þess að geta valið sér umhverfisvænan lífsstíl. Sáttmálarnir, heimsmarkmiðin og almenningssamgöngur Fleiri og fleiri fjölskyldur kjósa að búa í Garðabæ, sem er frábært. En þessi fjölgun kallar á aukna þjónustu, sem er umfram það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur verið tilbúinn að veita. Það getur verið skellur fyrir nýja Garðbæinga, sem hingað flytja úr öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru taldar sjálfsagður partur af grunnþjónustu, að koma hingað og uppgötva að þjónustan er skert. Í öðrum sveitarfélögum eru almenningssamgöngur taldar eðlileg þjónusta í þágu íbúa, fjölskyldna og barnanna. Góðar almenningssamgöngur þýða jafnt aðgengi að annarri þjónustu, eins og íþróttum og tómstundum. Þannig geta slakar almenningssamgöngur hæglega dregið úr ástundum barna og ungmenna í íþróttastarfi. Það á ekki að þurfa að treysta á vilja og getu foreldra til að hendast úr vinnu til að standa í skutli. Samfélag sem treystir á skutl foreldra getur seint talist til fyrirmyndar sveitarfélag, sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag og innleiðingu 11 heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir. Hver er framtíðarsýnin? Garðabæjarlistinn hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum og sýn meirihlutans í samgöngu og skipulagsmálum. Við höfum kallað eftir kostnaðaráætlunum frá Strætó, til að bæta almenningssamgöngur í Garðabæ. Áætlunin liggur nú fyrir. Það sem liggur ekki fyrir er hvað meirihlutinn ætlar að gera með hana. Hann hreyfir sig ekki. Ekki ennþá. Með bættum almenningssamgöngum getum við tryggt fasta áætlun, sem ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Áætlaður kostnaður er um 2 m.kr. á ári. Það er nóg til að standa í meirihlutanum sem virðist ekki sjá ávinninginn fyrir íbúa eða umhverfið. Þess í stað höfum við áætlun sem gerir ráð fyrir pöntunarkerfi. Að þurfa að panta strætó, með því að hringja með góðum fyrirvara er letjandi fyrir notendur. Sérstaklega börn og ungmenni. Við sjáum viljann til að framkvæma þegar verkin eru nógu stór. Jafnvel of mikinn vilja þegar betur mætti fara með fé almennings. En metnaðurinn til að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ stendur verulega í meirihlutanum. Því síður fer saman hljóð og mynd þegar meirihlutinn talar fyrir umhverfissjónarmiðum með friðlýsingu lands, vottuðum hverfum, innleiðingu heimsmarkmiðs um sjálfbærar borgir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Umhverfissjónarmiðin eru ekki í forgangi þegar ekki er áhersla á góðar og öruggar almenningssamgöngur. Við viljum einfaldlega gera betur fyrir íbúa því nútíminn hefur þegar stimplað sig inn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar