Flottur urriði hjá ungum veiðimanni Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2021 08:53 Úlfljótsvatn geldur stundum fyrir það að vera of nálægt Þingvallavatni en á þann hátt að veiðimenn oft gleyma að veiða þetta ágæta vatn. Vatnið getur verið gjöfult og bleikjan þarna oft væn en urriðinn rétt eins og í Þingvallavatni er líka vænn og það er ekki á allra færi að setja í slíka fiska. Það gerði þó ungur og upprennandi veiðimaður sem heitir Flóki Hólm Viðarsson en hann tók þennan væna 8 punda urriða við vestari bakka Úlfljótsvatns. Þessi væni fiskur var tekinn á litla púpu með 6 punda taum og það er alls ekki á allra færi að landa vænum fiski með svo grannan taum svo það er greinilegt að hér er magnaður ungur veiðimaður á ferð. Við óskum honum til hamingju með þennan flotta fisk og minnum veiðimenn á að gleyma ekki að taka nokkra túra í Úlfljótsvatn í sumar því það gæti komið þér skemmtilega á óvart. Besta veiðin er eins og annars staðar í silung, fyrst á morgnana og seint á kvöldin en þá er einmitt stóri urriðinn á ferðinni. Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði
Vatnið getur verið gjöfult og bleikjan þarna oft væn en urriðinn rétt eins og í Þingvallavatni er líka vænn og það er ekki á allra færi að setja í slíka fiska. Það gerði þó ungur og upprennandi veiðimaður sem heitir Flóki Hólm Viðarsson en hann tók þennan væna 8 punda urriða við vestari bakka Úlfljótsvatns. Þessi væni fiskur var tekinn á litla púpu með 6 punda taum og það er alls ekki á allra færi að landa vænum fiski með svo grannan taum svo það er greinilegt að hér er magnaður ungur veiðimaður á ferð. Við óskum honum til hamingju með þennan flotta fisk og minnum veiðimenn á að gleyma ekki að taka nokkra túra í Úlfljótsvatn í sumar því það gæti komið þér skemmtilega á óvart. Besta veiðin er eins og annars staðar í silung, fyrst á morgnana og seint á kvöldin en þá er einmitt stóri urriðinn á ferðinni.
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði