Frakkland býður fullbólusetta ferðamenn velkomna Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2021 19:22 Fullbólusettir ferðamenn geta ferðast til Frakklands frá og með deginum í dag og veitingastaðir geta nú leyft gestum að vera innanhúss. Fólki frá sextán ríkjum þar sem staða kórónuveirufaraldursins er slæm eru þó enn meinað að koma til Frakklands. Miklar takmarkanir hafa verið á samkomuhaldi í Frakklandi meira og minna frá því kórónuveirufaraldurinn skall á landinun í fyrra og tilefnislausar ferðir til landsins hafa verið bannaðar. Frá og með deginum í dag mega fullbólusettir íbúar evrópuríkja hins vegar koma til Frakklands án þess að undirgangast skimun. Þeirra á meðal eru Íslendingar. Ferðamálaráð Parísar gerir sér vonir um að allt að fimm milljónir ferðamanna heimsæki borgina á þessu ári. Fyrir faraldurinn árið 2019 komu hins vegar tíu milljónir ferðamanna til Parísar.Thierry Thorel/NurPhoto via Getty Images Fullbólusettir utan Evrópu eins og frá Bandaríkjunum, stórum hluta Asíu, Afriku, Miðausturlöndum og mið Ameríku þurfa hins vegar einnig að fara í skimun fyrir komuna til Frakklands. Sextán ríki eru áfram merkt appelsínugul og má fólk ekki koma þaðan. Corinne Menegaux framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Parísar segir bókanir nú þegar orðnar þrjú til fjögurhundruð prósent fleiri en í fyrra. Lundinn á íbúm Parísar er því farin að léttast, þótt ferðamenn verði sennilega 95 prósentum færri en árið 2019. „Þessi dagsetning, 9. júní, þegar við opnum að hluta til aftur, skiptir okkur að sjálfsögðu mjög miklu máli. Þetta mun hughreysta fólkið og það fær meiri trú á bókanir fyrir sumarið,“ segir Menegaux. Veitingastaðir í Frakklandi hafa einungis mátt þjóða viðskiptavinum utandyra mánuðum saman. Í dag var hins vegar leyft að hleypa gestum inn.Kiran Ridley/Getty Images Ferðamálayfirvöld vonist til að um fimm milljónir manna heimsæki París í ár en fyrir kórónuveirufaraldurinn 2019 heimsóttu tíu milljónir manna borgina. Veitingahúsaeigendur gleðjast líka því nú mega gestir ekki bara sitja utandyra heldur einnig inni á stöðunum. Serge Cachan forstjóri hótelkeðjunnar Astotel segir að fyrir þremur mánuð hefði hann talið að það tæki París allt að fimm ár að ná fyrri styrk í ferðaþjónustunni. „Núna er ég miklu bjartsýnni. Ég held að mjög fljótt, eftir þetta ár sem verður 40-50 prósent af 2019, og að á næsta ári og næstu árum náum við næstum sama fjölda,“ segir Cachan. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Miklar takmarkanir hafa verið á samkomuhaldi í Frakklandi meira og minna frá því kórónuveirufaraldurinn skall á landinun í fyrra og tilefnislausar ferðir til landsins hafa verið bannaðar. Frá og með deginum í dag mega fullbólusettir íbúar evrópuríkja hins vegar koma til Frakklands án þess að undirgangast skimun. Þeirra á meðal eru Íslendingar. Ferðamálaráð Parísar gerir sér vonir um að allt að fimm milljónir ferðamanna heimsæki borgina á þessu ári. Fyrir faraldurinn árið 2019 komu hins vegar tíu milljónir ferðamanna til Parísar.Thierry Thorel/NurPhoto via Getty Images Fullbólusettir utan Evrópu eins og frá Bandaríkjunum, stórum hluta Asíu, Afriku, Miðausturlöndum og mið Ameríku þurfa hins vegar einnig að fara í skimun fyrir komuna til Frakklands. Sextán ríki eru áfram merkt appelsínugul og má fólk ekki koma þaðan. Corinne Menegaux framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Parísar segir bókanir nú þegar orðnar þrjú til fjögurhundruð prósent fleiri en í fyrra. Lundinn á íbúm Parísar er því farin að léttast, þótt ferðamenn verði sennilega 95 prósentum færri en árið 2019. „Þessi dagsetning, 9. júní, þegar við opnum að hluta til aftur, skiptir okkur að sjálfsögðu mjög miklu máli. Þetta mun hughreysta fólkið og það fær meiri trú á bókanir fyrir sumarið,“ segir Menegaux. Veitingastaðir í Frakklandi hafa einungis mátt þjóða viðskiptavinum utandyra mánuðum saman. Í dag var hins vegar leyft að hleypa gestum inn.Kiran Ridley/Getty Images Ferðamálayfirvöld vonist til að um fimm milljónir manna heimsæki París í ár en fyrir kórónuveirufaraldurinn 2019 heimsóttu tíu milljónir manna borgina. Veitingahúsaeigendur gleðjast líka því nú mega gestir ekki bara sitja utandyra heldur einnig inni á stöðunum. Serge Cachan forstjóri hótelkeðjunnar Astotel segir að fyrir þremur mánuð hefði hann talið að það tæki París allt að fimm ár að ná fyrri styrk í ferðaþjónustunni. „Núna er ég miklu bjartsýnni. Ég held að mjög fljótt, eftir þetta ár sem verður 40-50 prósent af 2019, og að á næsta ári og næstu árum náum við næstum sama fjölda,“ segir Cachan.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira