Bollaleggingar á villigötum Svanur Guðmundsson skrifar 10. júní 2021 08:01 Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni. Í greininni Kringlukvóti[1]í Fréttablaðinu 8. júní sl. býr hann til ímyndað dæmi sem gengur út á að verslunarmiðstöðin Smáralind væri í eigu þjóðarinnar. Gefur hann sér að bókabúðin í ríkisreknu verslunarmiðstöðinni, sem við skulum kalla Ríkislind, geti ekki borgað sömu leigu og aðrir og eigi því að fá niðurgreiðslu á leigunni. Það yrði gert með millifærslum af leigugreiðslum til bókabúðarinnar frá þeim sem hafa betri afkomu í Ríkislindinni, því bókabúðin gegnir lykilhlutverki sem menningarmiðstöð. Ekki veit ég hvernig Ríkislindin hans Bolla liti út ef ríkið hefði byggt hana eða hvernig ástand eignarinnar væri þá. En eflaust væru þar margir stjórnarmenn og mikið um fundi og ferðir þeirra við að spekúlera í verslunarmiðstöðvum um allan heim. Litlu yrði breytt og miklu eytt. Leigan væri „fullt gjald” og enginn myndi hafa neina afkomu af sínum rekstri. Sérstakt rekstrarform væri um ríkisfyrirtækið Ríkislindin ohf. eins og á við um vel þekkt fyrirtæki eins og Isavia, Fríhöfnina, Ríkisútvarpið, ÁTVR, Íslandspóst, Landsnet eða Landsvirkjun. Stjórnin sem aldrei myndi láta ná í sig kæmi til með að flokka verslanir eftir mikilfengleik samkvæmt þeirra pólitísku sýn. Þannig gætu þeir aflað sínum flokki velvildar með niðurfellingu á leigu eða millifærslu til vel valina rýma eins og bókabúðarinnar sem sinna „mikilvægu” hlutverki að þeirra mati. Markmiðið væri pólitísk rétthugsun ekki hagkvæmur rekstur. Allar þessar Bollaleggingar eru til þess eins að segja fólki að þjóðin sé „alls ekki fá þá leigu sem henni ber (fullt gjald)” af fiskveiðiauðlindinni. Samfylkingarfólk tönglast á þessari staðhæfingu og virðist nokkuð ágengt við að rugla umræðuna. Staðreyndin er sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða fullan skatt af hagnaði sínum eins og önnur fyrirtæki en að auki greiða þau skatta umfram aðrar atvinnugreinar. Önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins eru ekki að greiða aukaskatt fyrir nýtinguna, þau sem nýta vatnið, loftið eða landið. En Samfylkingin hefur sannarlega fengið að láta reyna á stjórnvisku sína. Reykjavíkurborg takmarkar mjög aðgang að byggingalandi og heldur þannig uppi, með takmörkunum, verðmæti eigna í borginni. Þar stjórnar Samfylkingin hans Bolla framboðinu á lóðum og eykur þannig kostnað þeirra sem vilja þak yfir höfuðið. Í raun er Reykjavíkurborg búin að búa til kvótakerfi um úthlutun á landi á kostnað íbúa. Allt að óþörfu því nægt land er til umráða. Með ríkisrekstri á verslunarmiðstöðum gæti Bolli náð sama árangri. Hins vegar var takmörkun sett á sjávarútvegi vegna ofveiði og til verndar fiskistofnum. Með kvótakerfinu urðu miklar breytingar á sjávarútvegi. Fyrirtæki sem voru þá í rekstri lögðust sum hver af eða sameinuðust öðrum til að ná hagkvæmni. Mörg þeirra fyrirtækja voru ríkisrekin eða í eigu sveitarfélaga á sínum tíma. Í dag er grimm samkeppni í sjávarútvegi og eignaraðild dreifð umfram aðrar greinar viðskiptakerfis Íslands eins og kemur fram í skýrslu sem ég setti saman um Samkeppni í sjávarútvegi[2]. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins, Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi[3] segir: „Samkvæmt nýjustu tölum OECD sker Ísland sig sérstaklega úr hvað varðar greiðslur fyrirtækja í greininni fyrir aðgang að auðlindinni. [.....] þá sker Ísland sig verulega úr í hópi OECD landa því það er eina landið sem sjávarútvegsgreinin borgar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum”. Í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að árangur af kvótakerfinu hér á landi er góður og hefur gert fyrirtækjum kleift að skila jákvæðri afkomu án stuðning ríkis eða sveitarfélaga. Það er nokkuð sem aðrar þjóðir gætu lært af okkur. Sem betur fer er Ríkislindin ekki til, ríkisrekin sjávarútvegsfyrirtæki eða bæjarútgerðir. Er kannski hagfræðingurinn að boða þá stefnu? Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Svanur Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni. Í greininni Kringlukvóti[1]í Fréttablaðinu 8. júní sl. býr hann til ímyndað dæmi sem gengur út á að verslunarmiðstöðin Smáralind væri í eigu þjóðarinnar. Gefur hann sér að bókabúðin í ríkisreknu verslunarmiðstöðinni, sem við skulum kalla Ríkislind, geti ekki borgað sömu leigu og aðrir og eigi því að fá niðurgreiðslu á leigunni. Það yrði gert með millifærslum af leigugreiðslum til bókabúðarinnar frá þeim sem hafa betri afkomu í Ríkislindinni, því bókabúðin gegnir lykilhlutverki sem menningarmiðstöð. Ekki veit ég hvernig Ríkislindin hans Bolla liti út ef ríkið hefði byggt hana eða hvernig ástand eignarinnar væri þá. En eflaust væru þar margir stjórnarmenn og mikið um fundi og ferðir þeirra við að spekúlera í verslunarmiðstöðvum um allan heim. Litlu yrði breytt og miklu eytt. Leigan væri „fullt gjald” og enginn myndi hafa neina afkomu af sínum rekstri. Sérstakt rekstrarform væri um ríkisfyrirtækið Ríkislindin ohf. eins og á við um vel þekkt fyrirtæki eins og Isavia, Fríhöfnina, Ríkisútvarpið, ÁTVR, Íslandspóst, Landsnet eða Landsvirkjun. Stjórnin sem aldrei myndi láta ná í sig kæmi til með að flokka verslanir eftir mikilfengleik samkvæmt þeirra pólitísku sýn. Þannig gætu þeir aflað sínum flokki velvildar með niðurfellingu á leigu eða millifærslu til vel valina rýma eins og bókabúðarinnar sem sinna „mikilvægu” hlutverki að þeirra mati. Markmiðið væri pólitísk rétthugsun ekki hagkvæmur rekstur. Allar þessar Bollaleggingar eru til þess eins að segja fólki að þjóðin sé „alls ekki fá þá leigu sem henni ber (fullt gjald)” af fiskveiðiauðlindinni. Samfylkingarfólk tönglast á þessari staðhæfingu og virðist nokkuð ágengt við að rugla umræðuna. Staðreyndin er sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða fullan skatt af hagnaði sínum eins og önnur fyrirtæki en að auki greiða þau skatta umfram aðrar atvinnugreinar. Önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins eru ekki að greiða aukaskatt fyrir nýtinguna, þau sem nýta vatnið, loftið eða landið. En Samfylkingin hefur sannarlega fengið að láta reyna á stjórnvisku sína. Reykjavíkurborg takmarkar mjög aðgang að byggingalandi og heldur þannig uppi, með takmörkunum, verðmæti eigna í borginni. Þar stjórnar Samfylkingin hans Bolla framboðinu á lóðum og eykur þannig kostnað þeirra sem vilja þak yfir höfuðið. Í raun er Reykjavíkurborg búin að búa til kvótakerfi um úthlutun á landi á kostnað íbúa. Allt að óþörfu því nægt land er til umráða. Með ríkisrekstri á verslunarmiðstöðum gæti Bolli náð sama árangri. Hins vegar var takmörkun sett á sjávarútvegi vegna ofveiði og til verndar fiskistofnum. Með kvótakerfinu urðu miklar breytingar á sjávarútvegi. Fyrirtæki sem voru þá í rekstri lögðust sum hver af eða sameinuðust öðrum til að ná hagkvæmni. Mörg þeirra fyrirtækja voru ríkisrekin eða í eigu sveitarfélaga á sínum tíma. Í dag er grimm samkeppni í sjávarútvegi og eignaraðild dreifð umfram aðrar greinar viðskiptakerfis Íslands eins og kemur fram í skýrslu sem ég setti saman um Samkeppni í sjávarútvegi[2]. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins, Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi[3] segir: „Samkvæmt nýjustu tölum OECD sker Ísland sig sérstaklega úr hvað varðar greiðslur fyrirtækja í greininni fyrir aðgang að auðlindinni. [.....] þá sker Ísland sig verulega úr í hópi OECD landa því það er eina landið sem sjávarútvegsgreinin borgar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum”. Í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að árangur af kvótakerfinu hér á landi er góður og hefur gert fyrirtækjum kleift að skila jákvæðri afkomu án stuðning ríkis eða sveitarfélaga. Það er nokkuð sem aðrar þjóðir gætu lært af okkur. Sem betur fer er Ríkislindin ekki til, ríkisrekin sjávarútvegsfyrirtæki eða bæjarútgerðir. Er kannski hagfræðingurinn að boða þá stefnu? Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201
Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar