Vertu úlfur sópaði til sín Grímuverðlaunum Árni Sæberg skrifar 10. júní 2021 22:59 Björn Thors átti leiksigur í sýningunni Vertu úlfur. Þjóðleikhúsið Einleikurinn Vertu úlfur stóð uppi sem ótvíræður sigurvegari kvöldsins þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í kvöld. Grímuverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói í kvöld. Langflest verðlaun, sjö talsins, hlaut sýningin Vertu úlfur sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í vetur. Verkið er eftir þau Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson, en það er byggt á samnefndri bók Héðins. Björn Thors var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir einleik sinn í Vertu úlfur. Edda Björg Eyjólfsdóttir hlaut verðlaun sem leikkona ársins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja – Opnun. Bestu leikarar í aukahlutverkum voru þau Birna Pétursdóttir, fyrir hlutverk sitt í Benedikti búálfi, og Kjartan Darri Kristjánsson, fyrir hlutverk sitt í Kafbáti. Hallveigu Thorlacius og Þórhalli Sigurðssyni voru veitt heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands, fyrir framlag þeirra til íslensks barnaleikhúss. Sigurvegarar allra flokka: Sýning ársins: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikrit ársins: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson. Leikstjóri ársins: Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins í aðalhlutverki: Edda Björg Eyjólfsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja - Opnun í sviðsetningu EP Sviðslistahóps. Leikari ársins í aðalhlutverki: Björn Thors, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins í aukahlutverki: Birna Pétursdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Benedikt Búálfur í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Leikari ársins í aukahlutverki: Kjartan Darri Kristjánsson, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikmynd ársins: Elín Hansdóttir, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Búningar ársins: María Th. Ólafsdóttir, fyrir sýninguna Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Tónlist ársins: Friðrik Margrétar Guðmundsson, fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó. Hljóðmynd ársins: Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Söngvari eða söngkona ársins: María Sól Ingólfsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó. Dans- og sviðshreyfingar ársins: Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Kvaran, Nick Candy, Bryndís Torfadóttir og Thomas Burke, fyrir sýninguna Allra veðra von í sviðsetningu Hringleiks í samstarfi við Tjarnarbíó. Dansari ársins: Inga Maren Rúnarsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Danshöfundur ársins: Inga Maren Rúnarsdóttir, fyrir sýninguna ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Sproti ársins: Leikhópurinn PólÍs. Barnasýning ársins: Kafbátur, eftir Gunnar Eiríksson í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Útvarpsverk ársins: Með tík á heiði, eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í leikstjórn Silju Haukdsdóttur, í sviðsetningu útvarpsleikhússins og RÚV. Heiðursverðlaun: Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson, fyrir framlag þeirra til íslensks barnaleikhúss. Menning Leikhús Gríman Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Grímuverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói í kvöld. Langflest verðlaun, sjö talsins, hlaut sýningin Vertu úlfur sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í vetur. Verkið er eftir þau Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson, en það er byggt á samnefndri bók Héðins. Björn Thors var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir einleik sinn í Vertu úlfur. Edda Björg Eyjólfsdóttir hlaut verðlaun sem leikkona ársins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja – Opnun. Bestu leikarar í aukahlutverkum voru þau Birna Pétursdóttir, fyrir hlutverk sitt í Benedikti búálfi, og Kjartan Darri Kristjánsson, fyrir hlutverk sitt í Kafbáti. Hallveigu Thorlacius og Þórhalli Sigurðssyni voru veitt heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands, fyrir framlag þeirra til íslensks barnaleikhúss. Sigurvegarar allra flokka: Sýning ársins: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikrit ársins: Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson. Leikstjóri ársins: Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins í aðalhlutverki: Edda Björg Eyjólfsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja - Opnun í sviðsetningu EP Sviðslistahóps. Leikari ársins í aðalhlutverki: Björn Thors, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikkona ársins í aukahlutverki: Birna Pétursdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Benedikt Búálfur í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Leikari ársins í aukahlutverki: Kjartan Darri Kristjánsson, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Leikmynd ársins: Elín Hansdóttir, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Búningar ársins: María Th. Ólafsdóttir, fyrir sýninguna Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Tónlist ársins: Friðrik Margrétar Guðmundsson, fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó. Hljóðmynd ársins: Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson, fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Söngvari eða söngkona ársins: María Sól Ingólfsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó. Dans- og sviðshreyfingar ársins: Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Kvaran, Nick Candy, Bryndís Torfadóttir og Thomas Burke, fyrir sýninguna Allra veðra von í sviðsetningu Hringleiks í samstarfi við Tjarnarbíó. Dansari ársins: Inga Maren Rúnarsdóttir, fyrir hlutverk sitt í sýningunni ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Danshöfundur ársins: Inga Maren Rúnarsdóttir, fyrir sýninguna ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Sproti ársins: Leikhópurinn PólÍs. Barnasýning ársins: Kafbátur, eftir Gunnar Eiríksson í sviðsetningu Þjóðleikhússins. Útvarpsverk ársins: Með tík á heiði, eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í leikstjórn Silju Haukdsdóttur, í sviðsetningu útvarpsleikhússins og RÚV. Heiðursverðlaun: Hallveig Thorlacius og Þórhallur Sigurðsson, fyrir framlag þeirra til íslensks barnaleikhúss.
Menning Leikhús Gríman Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira