Hvenær máttu bjóða þig fram? Elín Anna Gísladóttir skrifar 11. júní 2021 07:31 Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar landsins í óða önn að undirbúa framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar og sitt sýnist hverjum um ágæti þess fólks sem er í framboði. Í Bítinu á Bylgjunni í vikunni var viðtal við unga konu sem býður sig fram í prófkjöri og hún spurð hvort að það gengi fyrir hana að fara í framboð, því hún væri með ung börn á framfæri. Ókei, ha? Við skulum stoppa aðeins þarna. Við þessa spurningu var mér strax hugsað til þess hvort að karlkyns frambjóðandi á sama aldri yrði spurður að því sama. Ég hugsa ekki. Annar frambjóðandi á lista sagði í öðru útvarpsviðtali að enginn ætti að fara í framboð fyrr en viðkomandi væri orðinn fjárhagslega sjálfstæður. Þess vegna væri hann í framboði núna. Hvað felst í því að vera fjárhagslega sjálfstæður er spurning sem ég hefði viljað fá svar við frá viðkomandi frambjóðanda. Og enn annar frambjóðandi sagði í viðtali í fjölmiðlum að nú væru börnin orðin svo stór að tækifæri gæfist til þess að bjóða sig fram. Allar þessar athugasemdir fá mig til þess að hugsa hvort það séu fleiri atriði sem fólk telji að séu ekki ásættanleg fyrir frambjóðanda. Ef tekið er mið af þessum ákveðnu athugasemdum þá virðast reglurnar vera eftirfarandi: Ekki eiga of ung börn (ef þú ert kona allavega) Ekki skulda neitt Ekki vera ung manneskja Og svo veltum við fyrir okkur af hverju það sé gjá á milli þings og þjóðar? Af hverju ungt fólk mætir ekki á kjörstað? Sem betur fer þá hugsa ekki allir svona. Það er bráðnauðsynlegt að þingið endurspegli samfélagið og samfélagið okkar er, sem betur fer, fullt af ungu fólki sem á fullt erindi á þing. Viðreisn er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með mikið af ungum frambjóðendum á sínum listum fyrir þingkosningarnar í haust. Ungliðahreyfingin er einnig hluti af þeim hópi sem kom að því að stofna flokkinn (hún var meira að segja stofnuð á undan sjálfum flokknum) og hefur sterka rödd inn í þau mál sem flokkurinn setur fram. Við treystum ungu fólki til ábyrgðar - hvað með þig? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar landsins í óða önn að undirbúa framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar og sitt sýnist hverjum um ágæti þess fólks sem er í framboði. Í Bítinu á Bylgjunni í vikunni var viðtal við unga konu sem býður sig fram í prófkjöri og hún spurð hvort að það gengi fyrir hana að fara í framboð, því hún væri með ung börn á framfæri. Ókei, ha? Við skulum stoppa aðeins þarna. Við þessa spurningu var mér strax hugsað til þess hvort að karlkyns frambjóðandi á sama aldri yrði spurður að því sama. Ég hugsa ekki. Annar frambjóðandi á lista sagði í öðru útvarpsviðtali að enginn ætti að fara í framboð fyrr en viðkomandi væri orðinn fjárhagslega sjálfstæður. Þess vegna væri hann í framboði núna. Hvað felst í því að vera fjárhagslega sjálfstæður er spurning sem ég hefði viljað fá svar við frá viðkomandi frambjóðanda. Og enn annar frambjóðandi sagði í viðtali í fjölmiðlum að nú væru börnin orðin svo stór að tækifæri gæfist til þess að bjóða sig fram. Allar þessar athugasemdir fá mig til þess að hugsa hvort það séu fleiri atriði sem fólk telji að séu ekki ásættanleg fyrir frambjóðanda. Ef tekið er mið af þessum ákveðnu athugasemdum þá virðast reglurnar vera eftirfarandi: Ekki eiga of ung börn (ef þú ert kona allavega) Ekki skulda neitt Ekki vera ung manneskja Og svo veltum við fyrir okkur af hverju það sé gjá á milli þings og þjóðar? Af hverju ungt fólk mætir ekki á kjörstað? Sem betur fer þá hugsa ekki allir svona. Það er bráðnauðsynlegt að þingið endurspegli samfélagið og samfélagið okkar er, sem betur fer, fullt af ungu fólki sem á fullt erindi á þing. Viðreisn er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með mikið af ungum frambjóðendum á sínum listum fyrir þingkosningarnar í haust. Ungliðahreyfingin er einnig hluti af þeim hópi sem kom að því að stofna flokkinn (hún var meira að segja stofnuð á undan sjálfum flokknum) og hefur sterka rödd inn í þau mál sem flokkurinn setur fram. Við treystum ungu fólki til ábyrgðar - hvað með þig? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun