Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 12:24 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna er ánægð með að tekist hafi samkomulag um þinglok. Vísir/Einar Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þingheimur komst að samkomulagi í gær um að Alþingi ljúki störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og má búast við að hann standi fram eftir kvöldi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, segir ánægjulegt að tekist hafi að semja um þinglok. Stór mál náðu þó ekki í gegn líkt og hálendisþjóðgarðurinn svo og stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Það er alltaf gott að ná samkomulagi fyrir það fyrsta og þingið er auðvitað komið á lokadag og fram yfir starfsáætlun en við erum ósköp sátt við þetta. Við erum að hérna koma máli í farveg eins og hálendisþjóðagarðinum. Það er auðvitað vonbrigði að afgreiða ekki öll málin sem að við leggjum fram en það nú bara eins og það er. Þarna eru gríðarlega margar umfangsmiklar umsagnir undir eins og í því máli og sama má segja um afglæpavæðinguna og þetta þarf tíma til að fara í gengum þetta og hann í rauninni var búinn. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist sumt þarf bara að fá að þroskast betur og ég held að það sá raunin með þessi mál en ég hef fulla trú á því að þau klárist þó ekki gerist það á þessu þingi,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Frá störfum Alþingis.Vísir/Vilhelm Bjarkey segist ánægð með afrakstur flokksins á kjörtímabilinu. „Loftlagsmálin hafa fengið mikla umfjöllun og mikla fjármuni og heilbrigðismálin hafa fengið sama gríðarlega fjármuni, jafnréttismálin hjá forsætisráðherra og fleiri og fleiri mál, landeignarmál og svona. Þannig að við erum bara nokkuð ánægð með okkur þegar við horfum yfir kjörtímabilið með afraksturinn.“ Bjarkey segir að þing komi væntanlega ekki saman aftur fyrr en eftir kosningar. „Það verður borin fram þingfrestun og var mælt fyrir henni hér í gær, forsætisráðherra gerði það, sem að þýðir það þá að við þurfum ekki að koma saman í ágúst aftur til þess að rjúfa þing.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þingheimur komst að samkomulagi í gær um að Alþingi ljúki störfum í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og má búast við að hann standi fram eftir kvöldi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, segir ánægjulegt að tekist hafi að semja um þinglok. Stór mál náðu þó ekki í gegn líkt og hálendisþjóðgarðurinn svo og stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Það er alltaf gott að ná samkomulagi fyrir það fyrsta og þingið er auðvitað komið á lokadag og fram yfir starfsáætlun en við erum ósköp sátt við þetta. Við erum að hérna koma máli í farveg eins og hálendisþjóðagarðinum. Það er auðvitað vonbrigði að afgreiða ekki öll málin sem að við leggjum fram en það nú bara eins og það er. Þarna eru gríðarlega margar umfangsmiklar umsagnir undir eins og í því máli og sama má segja um afglæpavæðinguna og þetta þarf tíma til að fara í gengum þetta og hann í rauninni var búinn. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist sumt þarf bara að fá að þroskast betur og ég held að það sá raunin með þessi mál en ég hef fulla trú á því að þau klárist þó ekki gerist það á þessu þingi,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Frá störfum Alþingis.Vísir/Vilhelm Bjarkey segist ánægð með afrakstur flokksins á kjörtímabilinu. „Loftlagsmálin hafa fengið mikla umfjöllun og mikla fjármuni og heilbrigðismálin hafa fengið sama gríðarlega fjármuni, jafnréttismálin hjá forsætisráðherra og fleiri og fleiri mál, landeignarmál og svona. Þannig að við erum bara nokkuð ánægð með okkur þegar við horfum yfir kjörtímabilið með afraksturinn.“ Bjarkey segir að þing komi væntanlega ekki saman aftur fyrr en eftir kosningar. „Það verður borin fram þingfrestun og var mælt fyrir henni hér í gær, forsætisráðherra gerði það, sem að þýðir það þá að við þurfum ekki að koma saman í ágúst aftur til þess að rjúfa þing.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira