Örlög Netanjahús ráðast í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 08:13 Að öllum líkindum mun ellefu ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús ljúka í dag. Hann mun þó að öllum líkindum vera fremstur í fylkingu stjórnarandstöðuliða á þessu kjörtímabili. AP Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. Hinn 71 árs gamli Netanjahú hefur verið áhrifamesti stjórnmálamaður Ísraels í langan tíma, jafnvel áður en hann varð forsætisráðherra. Eftir að Netanjahú tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn eftir fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum var Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, veitt tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar. Hann komst að samkomulagi við Naftali Bennett, leiðtoga Yamina flokksins, um að mynda ríkisstjórn en alls verða átta flokkar í nýjum stjórnarmeirihluta. Allar líkur eru taldar á því að ríkisstjórnin nýja verði samþykkt af þinginu í dag. Bennett mun sitja sem forsætisráðherra næstu tvö árin áður en Lapid tekur við keflinu. Verkefnið sem býður þeirra verður ekki auðvelt, enda eru flokkarnir í ríkisstjórninni alls staðar úr stjórnmálum, þar á meðal flokkur Araba. Stefna nýrrar stjórnar felst einna helst í innanlandsuppbyggingu og mun stjórnin líklegast forðast eldfim alþjóðamál, eins og málefni Palestínu. Einhverjir hafa litla trú á nýrri ríkisstjórn. Flokkarnir koma úr öllum áttum: Yesh Atid er miðjuflokkur, Yamina er þjóðernisflokkur, Ra‘am er flokkur Araba í Ísrael, Kahol Lavan er frjálslynd miðju samsteypa, Israel Beiteinu er hægri þjóðernisflokkur, Labor er þjóðernisflokkur sósíaldemókrata, New Hope er enn einn hægriflokkurinn og Meretz er vinstri grænn flokkur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í dag. Meirihlutinn er rétt nægur til að kallast meirihluti, ríkisstjórnarflokkarnir hafa 61 af 120 sætum á þinginu. Hljóti ríkisstjórnin samþykki þingsins mun hún samt þurfa að mæta Netanjahú allt næsta kjörtímabil en hann mun að öllum líkindum vera fremstur í flokki stjórnarandstöðunnar. Ísrael Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Hinn 71 árs gamli Netanjahú hefur verið áhrifamesti stjórnmálamaður Ísraels í langan tíma, jafnvel áður en hann varð forsætisráðherra. Eftir að Netanjahú tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn eftir fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum var Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, veitt tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar. Hann komst að samkomulagi við Naftali Bennett, leiðtoga Yamina flokksins, um að mynda ríkisstjórn en alls verða átta flokkar í nýjum stjórnarmeirihluta. Allar líkur eru taldar á því að ríkisstjórnin nýja verði samþykkt af þinginu í dag. Bennett mun sitja sem forsætisráðherra næstu tvö árin áður en Lapid tekur við keflinu. Verkefnið sem býður þeirra verður ekki auðvelt, enda eru flokkarnir í ríkisstjórninni alls staðar úr stjórnmálum, þar á meðal flokkur Araba. Stefna nýrrar stjórnar felst einna helst í innanlandsuppbyggingu og mun stjórnin líklegast forðast eldfim alþjóðamál, eins og málefni Palestínu. Einhverjir hafa litla trú á nýrri ríkisstjórn. Flokkarnir koma úr öllum áttum: Yesh Atid er miðjuflokkur, Yamina er þjóðernisflokkur, Ra‘am er flokkur Araba í Ísrael, Kahol Lavan er frjálslynd miðju samsteypa, Israel Beiteinu er hægri þjóðernisflokkur, Labor er þjóðernisflokkur sósíaldemókrata, New Hope er enn einn hægriflokkurinn og Meretz er vinstri grænn flokkur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í dag. Meirihlutinn er rétt nægur til að kallast meirihluti, ríkisstjórnarflokkarnir hafa 61 af 120 sætum á þinginu. Hljóti ríkisstjórnin samþykki þingsins mun hún samt þurfa að mæta Netanjahú allt næsta kjörtímabil en hann mun að öllum líkindum vera fremstur í flokki stjórnarandstöðunnar.
Ísrael Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21
Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15
Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11