Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins á EM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2021 10:50 Belgar fagna þriðja marki sínu í gær. EPA-EFE/Dmitry Lovetsky / POOL Leikir gærdagsins á Evrópumótinu í knattspyrnu féllu að stórum hluta í skuggann á hræðilegu atviki sem átti sér stað í leik Danmerkur og Finnlands þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. Wales og Sviss áttust við í fyrsta leik dagsins. Breel Embolo kom Svisslendingum yfir þegar seinni hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall. Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja á 74. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu. Mario Gavranovic hélt að hann hefði tryggt Svisslendingum sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en var réttilega dæmdur rangstæður og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Annar leikur dagsins var leikur Danmerkur og Finnlands. Sá leikur verður seint minnst fyrir þá staðreynd að Finnland var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti, heldur fyrir hvað kom fyrir Christian Eriksen. Rétt fyrir hálfleik var staðan markalaus og Danir áttu innkast á vallarhelmingi Finna. Innkastið var tekið og þegar Eriksen tók við boltanum féll hann til jarðar. Liðsfélagar Eriksen og dómari leiksins voru fljótir að kalla á sjúkrateymi sem hlúði að Eriksen. Það leit ekki vel út fyrir Eriksen sem var að spila landsleik númer 109 og að lokum þurfti að flytja hann á sjúkrahús og leiknum var frestað um stund. Leikmenn beggja liða féllust á það að halda leik áfram um tveim klukkustundum síðar. Joel Pohjanpalo skoraði fyrsta mark Finnlands á stórmóti frá upphafi á 60.mínútu, en fagnaðarlæti Finna voru heldur dauf í ljósi aðstæðna. Pierre-Emile Hojbjerg fékk tækifæri til að jafna metin fyrir Danmörku af vítapunktinum á 74.mínútu, en Lukas Hradecky sá við honum. Niðurstaðan 1-0 sigur Finna í leik sem að verður því miður minnst fyrir hræðilega atburði fyrri hálfleiks. Belgar mættu Rússum í lokaleik dagsins þar sem að efsta lið heimslistans lenti ekki í miklum vandræðum. Romelu Lukaku kom Belgum yfir á tíundu mínútu og fagnaði með því að hlaupa að myndavélinni og senda liðsfélaga sínum hjá Inter, Christian Eriksen, baráttukveðjur. Thomas Meunier tvöfaldaði forystu Belga á 30.mínútu, og Lukaku gulltryggði 3-0 sigur þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Mörk gærdagsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Markasyrpa 12.6 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. 12. júní 2021 19:15 Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. 12. júní 2021 18:45 Belgar ekki í neinum vandræðum í Rússlandi Belgía hóf Evrópumótið í knattspyrnu með þægilegum 3-0 sigri á Rússlandi er liðin mættust í Sankti Pétursborg í kvöld. 12. júní 2021 21:00 Finnland vann óvæntan sigur á Danmörku Finnland vann 1-0 sigur á Danmörku í fyrsta leik liðanna á EM í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir margar sakir. 12. júní 2021 19:35 Wales og Sviss skiptu stigunum á milli sín Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir snemma í seinni hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig. 12. júní 2021 15:20 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Wales og Sviss áttust við í fyrsta leik dagsins. Breel Embolo kom Svisslendingum yfir þegar seinni hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall. Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja á 74. mínútu eftir vel útfærða hornspyrnu. Mario Gavranovic hélt að hann hefði tryggt Svisslendingum sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok, en var réttilega dæmdur rangstæður og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Annar leikur dagsins var leikur Danmerkur og Finnlands. Sá leikur verður seint minnst fyrir þá staðreynd að Finnland var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti, heldur fyrir hvað kom fyrir Christian Eriksen. Rétt fyrir hálfleik var staðan markalaus og Danir áttu innkast á vallarhelmingi Finna. Innkastið var tekið og þegar Eriksen tók við boltanum féll hann til jarðar. Liðsfélagar Eriksen og dómari leiksins voru fljótir að kalla á sjúkrateymi sem hlúði að Eriksen. Það leit ekki vel út fyrir Eriksen sem var að spila landsleik númer 109 og að lokum þurfti að flytja hann á sjúkrahús og leiknum var frestað um stund. Leikmenn beggja liða féllust á það að halda leik áfram um tveim klukkustundum síðar. Joel Pohjanpalo skoraði fyrsta mark Finnlands á stórmóti frá upphafi á 60.mínútu, en fagnaðarlæti Finna voru heldur dauf í ljósi aðstæðna. Pierre-Emile Hojbjerg fékk tækifæri til að jafna metin fyrir Danmörku af vítapunktinum á 74.mínútu, en Lukas Hradecky sá við honum. Niðurstaðan 1-0 sigur Finna í leik sem að verður því miður minnst fyrir hræðilega atburði fyrri hálfleiks. Belgar mættu Rússum í lokaleik dagsins þar sem að efsta lið heimslistans lenti ekki í miklum vandræðum. Romelu Lukaku kom Belgum yfir á tíundu mínútu og fagnaði með því að hlaupa að myndavélinni og senda liðsfélaga sínum hjá Inter, Christian Eriksen, baráttukveðjur. Thomas Meunier tvöfaldaði forystu Belga á 30.mínútu, og Lukaku gulltryggði 3-0 sigur þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Mörk gærdagsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Markasyrpa 12.6 EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01 Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40 Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. 12. júní 2021 19:15 Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. 12. júní 2021 18:45 Belgar ekki í neinum vandræðum í Rússlandi Belgía hóf Evrópumótið í knattspyrnu með þægilegum 3-0 sigri á Rússlandi er liðin mættust í Sankti Pétursborg í kvöld. 12. júní 2021 21:00 Finnland vann óvæntan sigur á Danmörku Finnland vann 1-0 sigur á Danmörku í fyrsta leik liðanna á EM í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir margar sakir. 12. júní 2021 19:35 Wales og Sviss skiptu stigunum á milli sín Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir snemma í seinni hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig. 12. júní 2021 15:20 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Lukaku grét eftir að hann heyrði hvað kom fyrir Eriksen: „Ég elska þig Christian“ Romelu Lukaku var sáttur með 3-0 sigur Belgíu á Rússlandi er liðin mættust í B-riðli EM í gærkvöldi. Leikurinn var þó enginn dans á rósum enda var Lukaku annars hugar eftir skelfilegt atvik í leik Danmerkur og Finnlands. 13. júní 2021 08:01
Þjálfari Danmerkur: Fengum tvo valmöguleika Kasper Hjulmand, þjálfar danska landsliðsins í knattspyrnu, sagði eftir 0-1 tapið gegn Finnlandi í dag að liðið hafi fengið tvo valmöguleika eftir að Christian Eriksen hné niður undir lok fyrri hálfleiks. 12. júní 2021 20:40
Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. 12. júní 2021 19:15
Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir Eriksen Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins sem hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í dag, er með meðvitund og getur talað. Hann er nú staddur á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. 12. júní 2021 18:45
Belgar ekki í neinum vandræðum í Rússlandi Belgía hóf Evrópumótið í knattspyrnu með þægilegum 3-0 sigri á Rússlandi er liðin mættust í Sankti Pétursborg í kvöld. 12. júní 2021 21:00
Finnland vann óvæntan sigur á Danmörku Finnland vann 1-0 sigur á Danmörku í fyrsta leik liðanna á EM í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir margar sakir. 12. júní 2021 19:35
Wales og Sviss skiptu stigunum á milli sín Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir snemma í seinni hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig. 12. júní 2021 15:20