Aukning í sumarhúsakaupum rakin til faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 10:18 Úr Skorradal. Þar er mikið af sumarbústöðum. Vísir/Jói K. Mikil aukning hefur orðið á sumarhúsakaupum hér á landi. Undirritaðir kaupsamningar um sumarhús voru 129 á fyrsta fjórðungi þessa árs og eru þeir margfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans fyrir fasteignamarkaðinn sem send var út í dag. „Mikill áhugi virðist vera á sumarhúsakaupum samkvæmt gögnum Þjóðskrár um mánaðarlegan fjölda kaupsamninga um sumarhús og lóðir undir sumarhús. Skarpur viðsnúningur varð um leið og Covid-faraldurinn braust út þar sem viðskipti fóru úr því að vera um 17 talsins á mánuði á fyrsta fjórðungi síðast árs upp í að jafnaði 52 á mánuði á öðrum ársfjórðungi. Slík aukning hefur ekki mælst á jafn skömmum tíma frá upphafi gagnasöfnunar,“ segir þar. Þá kemur fram að mesti fjöldi sem mælst hefði í stökum mánuði hefði verið í júní á síðasta ári, þegar 73 kaupsamningar voru undirritaðir. Nýjustu gögnin ná yfir aprílmánuð á þessu ári, þegar 62 samningar voru undirritaðir. Í hagsjánni er þá dregin sú ályktun að færri ferðalög til útlanda og aukinn tími fólks heima við, sökum kórónuveirufaraldursins, valdi auknum áhuga fólks á að fjárfesta í sumarhúsum hér á landi. Ef fyrstu ársfjórðungar 2020 og 2021 eru bornir saman sést að aukning í undirritunum kaupsamninga er 153 prósent. Hóflægar hækkanir Í hagsjánni er þá vakin athygli á því að verðhækkanir virðist nokkuð hóflegar, þrátt fyrir aukna sölu. „Meðalfermetraverð seldra sumarhúsa hækkaði um 10% milli ára í fyrra á sama tíma og kaupsamningum fjölgaði um 58%. Hækkunin nú er mun minni en sást á árunum 2005-2007 þegar verð á sumarhúsum hækkaði um allt að 30% milli ára. Hér er þó einungis verið að skoða verð á byggðum sumarhúsum sem hafa áður selst, þ.e. nýbyggingar eru ekki með og heldur ekki verð á óbyggðum lóðum.“ Það er talið til marks um nokkuð gott framboð af sumarhúsalóðum og byggðum sumarhúsum að verðhækkanir hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þó gögn um verðþróun á þessu ári séu ekki aðgengileg er gert ráð fyrir því að hækkanir séu ef til vill í meiri takti við eftirspurn og hærra fasteignaverð almennt. Suðurlandið sér á báti Um það bil 14.500 sumarhús eru skráð hér á landi. Rúmur helmingur þeirra er á Suðurlandi og 21 prósent á Vesturlandi. Ef litið er til sveitarfélaga eru sumarhús flest í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða um 3.100 talsins. Sumarhús í sveitarfélaginu eru um fjórtán sinnum fleiri en íbúðarhús. Í Bláskógabyggð er svipaða sögu að segja. Þar eru sumarhús um 2.100 talsins en íbúðir tæplega 500, samkvæmt hagsjánni. Á Vesturlandi er flest sumarhús að finna í Borgarbyggð, um 1.500 á móti 1.900 íbúðarhúsum. „Það er því ljóst að í sumum sveitarfélögum landsins er uppistaða byggðar fyrst og fremst sumarbústaðir. Á landinu öllu er þó um það bil einn bústaður fyrir hverjar 10 íbúðir.“ Óvíst með framhaldið Í hagsjánni er þá tekið fram að þróunin virðist sýna fram á að lágir vextir, aukinn kaupmáttur, færri ferðalög og aðrir fylgifiskar faraldursins hafi hvatt marga til þess að fjárfesta í sumarhúsum, sem og öðru íbúðarhúsnæði. Óvíst er hvort vöxturinn haldi áfram með sama hraða, og mögulegt að um tímabundin áhrif að ræða sem rekja megi til ástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Fasteignamarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans fyrir fasteignamarkaðinn sem send var út í dag. „Mikill áhugi virðist vera á sumarhúsakaupum samkvæmt gögnum Þjóðskrár um mánaðarlegan fjölda kaupsamninga um sumarhús og lóðir undir sumarhús. Skarpur viðsnúningur varð um leið og Covid-faraldurinn braust út þar sem viðskipti fóru úr því að vera um 17 talsins á mánuði á fyrsta fjórðungi síðast árs upp í að jafnaði 52 á mánuði á öðrum ársfjórðungi. Slík aukning hefur ekki mælst á jafn skömmum tíma frá upphafi gagnasöfnunar,“ segir þar. Þá kemur fram að mesti fjöldi sem mælst hefði í stökum mánuði hefði verið í júní á síðasta ári, þegar 73 kaupsamningar voru undirritaðir. Nýjustu gögnin ná yfir aprílmánuð á þessu ári, þegar 62 samningar voru undirritaðir. Í hagsjánni er þá dregin sú ályktun að færri ferðalög til útlanda og aukinn tími fólks heima við, sökum kórónuveirufaraldursins, valdi auknum áhuga fólks á að fjárfesta í sumarhúsum hér á landi. Ef fyrstu ársfjórðungar 2020 og 2021 eru bornir saman sést að aukning í undirritunum kaupsamninga er 153 prósent. Hóflægar hækkanir Í hagsjánni er þá vakin athygli á því að verðhækkanir virðist nokkuð hóflegar, þrátt fyrir aukna sölu. „Meðalfermetraverð seldra sumarhúsa hækkaði um 10% milli ára í fyrra á sama tíma og kaupsamningum fjölgaði um 58%. Hækkunin nú er mun minni en sást á árunum 2005-2007 þegar verð á sumarhúsum hækkaði um allt að 30% milli ára. Hér er þó einungis verið að skoða verð á byggðum sumarhúsum sem hafa áður selst, þ.e. nýbyggingar eru ekki með og heldur ekki verð á óbyggðum lóðum.“ Það er talið til marks um nokkuð gott framboð af sumarhúsalóðum og byggðum sumarhúsum að verðhækkanir hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þó gögn um verðþróun á þessu ári séu ekki aðgengileg er gert ráð fyrir því að hækkanir séu ef til vill í meiri takti við eftirspurn og hærra fasteignaverð almennt. Suðurlandið sér á báti Um það bil 14.500 sumarhús eru skráð hér á landi. Rúmur helmingur þeirra er á Suðurlandi og 21 prósent á Vesturlandi. Ef litið er til sveitarfélaga eru sumarhús flest í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða um 3.100 talsins. Sumarhús í sveitarfélaginu eru um fjórtán sinnum fleiri en íbúðarhús. Í Bláskógabyggð er svipaða sögu að segja. Þar eru sumarhús um 2.100 talsins en íbúðir tæplega 500, samkvæmt hagsjánni. Á Vesturlandi er flest sumarhús að finna í Borgarbyggð, um 1.500 á móti 1.900 íbúðarhúsum. „Það er því ljóst að í sumum sveitarfélögum landsins er uppistaða byggðar fyrst og fremst sumarbústaðir. Á landinu öllu er þó um það bil einn bústaður fyrir hverjar 10 íbúðir.“ Óvíst með framhaldið Í hagsjánni er þá tekið fram að þróunin virðist sýna fram á að lágir vextir, aukinn kaupmáttur, færri ferðalög og aðrir fylgifiskar faraldursins hafi hvatt marga til þess að fjárfesta í sumarhúsum, sem og öðru íbúðarhúsnæði. Óvíst er hvort vöxturinn haldi áfram með sama hraða, og mögulegt að um tímabundin áhrif að ræða sem rekja megi til ástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins.
Fasteignamarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira