Miðflokkurinn hafnar eflingu á móttöku flóttamanna Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 15. júní 2021 13:31 Það er gömul saga og ný að sum góð mál klárist ekki fyrir þinglok á Alþingi. Í ár var engin undantekning á því, en sum góð mál komust því miður ekki til framkvæmda. Meðal þeirra mála var frumvarp Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, um móttöku flóttafólks sem hann lagði fram í annað sinn. Undirrituð var framsögumaður málsins fyrir velferðarnefnd Alþingis og hefur því brotið það til mergjar. Málið var samþykkt út úr velferðarnefnd eftir vandaða yfirferð, góðar umsagnir og samhljóm innan nefndarinnar, en að kröfu Miðflokksins við þinglok var málið ekki flutt til afgreiðslu í þingsal. Sagan endurtekur sig frá því í fyrra. Það má ætla að í þeirri kröfu endurspeglist þeirra viðhorft til málefna innflytjenda. Snýr að því að efla móttöku Umrætt frumvarp snýr að því að efla móttöku flóttafólks hér á landi á þann hátt að stuðla að aðlögun að íslensku samfélagi. Það er gert með því að efla Fjölmenningarsetur og veita því víðtækara hlutverk en áður, þ.e. að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf í tengslum við móttöku flóttafólks og halda utan um boð móttökusveitarfélaga um búsetu og þjónustu. Frumvarpinu var einungis ætlað til að efla móttöku flóttafólks sem þegar er komið til landsins og aðstoða við aðlögun þeirra að íslensku samfélagi, íslensku atvinnulífi og íslenskri tungu. Því var ekki ætlað til að auka fjölda flóttafólks heldur aðstoða þau sem nú þegar eru komin. Af þessu er ljóst að um jákvætt mál sé að ræða sem snýr aðeins að því að koma því fólki sem þegar er hingað komið að komast fljótar inn í samfélagið og aðlagast því. Miðflokkurinn við sama heygarðshornið Það var því grátlegt að sjá ákveðinn stjórnmálaflokk vera andstæðan þessu máli og gera sér mat úr því án þess að fjalla efnislega um innihald frumvarpsins eða virða staðreyndir. Frekar nýttu flokksmenn frumvarpið til að kasta hnútum í flóttafólk og ala á ótta með ræðum um erlend glæpagengi og umtalsverða aukningu flóttafólks hér á landi. Það gerðu þeir í pólítískum tilgangi, þ.e. með fylgisaukningu sem sjónarmið. Í þinglokum gerði sá flokkur kröfu um að frumvarpið yrði ekki afgreitt á þingi. Allir flokkar á þingi áttu rétt á slíkri kröfu, og þá taldi Miðflokkurinn sína vel varið í að stoppa eflingu á samræmdri móttöku flóttafólks. Allt byggt á því að ala á ótta með rangfærslum. Rökin halda ekki vatni Höfð voru uppi rök um kostnað við frumvarpið. Í ræðum á Alþingi töluðu þingmenn Miðflokksins um að frumvarpinu fylgdi dulinn kostnaður, sem væri svo umtalsverður að ríkið ætti á brattann að sækja við að framkvæma efni þess. Það er ekki fótur fyrir þessum staðhæfingum, en frumvarpið hafði verið kostnaðarmetið, eins og öll stjórnarfrumvörp, og var kostnaðurinn ekki talinn mikill miðað við það sem peningurinn væri að skapa. Einnig er nú þegar búið að ráðstafa peningnum á þennan hátt, en þá ráðstöfun má finna í 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þar kemur aðstoð sveitarfélaga til flóttafólks með aðkomu ríkisins skýrt fram. Nýtir þjóðfélagsþegnar Þá kemur dulinn kostnaður við að efla ekki samræmda móttöku flóttafólks til álita. Töluverður kostnaður getur fylgt því að einstaklingur sem kemur til landsins á flótta setjist hér að án fullnægjandi aðlögunar að samfélaginu. Sá einstaklingur, og fjölskylda hans, upplifir sig mögulega ekki sem hluti að íslensku samfélagi, kemst ekki í vinnu eða nám og hefur fáar leiðir til að styrkja samfélagið. Það getur mikill styrkur falist í að efla þá sem koma hér til lands á flótta. Flóttafólk hefur oft margt fram að færa t.d. með vinnuafli, þekkingu og menningu. Það sama má segja um börn þeirra ef þau fá þá menntun sem þau eiga skilið. Af öllu þessu þá þykir undirritaðri það mjög miður að málið fékk ekki afgreiðslu á lokametrunum og vonar því að það verði með fyrstu málum sem samþykkt verða á nýju þingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Hælisleitendur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að sum góð mál klárist ekki fyrir þinglok á Alþingi. Í ár var engin undantekning á því, en sum góð mál komust því miður ekki til framkvæmda. Meðal þeirra mála var frumvarp Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, um móttöku flóttafólks sem hann lagði fram í annað sinn. Undirrituð var framsögumaður málsins fyrir velferðarnefnd Alþingis og hefur því brotið það til mergjar. Málið var samþykkt út úr velferðarnefnd eftir vandaða yfirferð, góðar umsagnir og samhljóm innan nefndarinnar, en að kröfu Miðflokksins við þinglok var málið ekki flutt til afgreiðslu í þingsal. Sagan endurtekur sig frá því í fyrra. Það má ætla að í þeirri kröfu endurspeglist þeirra viðhorft til málefna innflytjenda. Snýr að því að efla móttöku Umrætt frumvarp snýr að því að efla móttöku flóttafólks hér á landi á þann hátt að stuðla að aðlögun að íslensku samfélagi. Það er gert með því að efla Fjölmenningarsetur og veita því víðtækara hlutverk en áður, þ.e. að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf í tengslum við móttöku flóttafólks og halda utan um boð móttökusveitarfélaga um búsetu og þjónustu. Frumvarpinu var einungis ætlað til að efla móttöku flóttafólks sem þegar er komið til landsins og aðstoða við aðlögun þeirra að íslensku samfélagi, íslensku atvinnulífi og íslenskri tungu. Því var ekki ætlað til að auka fjölda flóttafólks heldur aðstoða þau sem nú þegar eru komin. Af þessu er ljóst að um jákvætt mál sé að ræða sem snýr aðeins að því að koma því fólki sem þegar er hingað komið að komast fljótar inn í samfélagið og aðlagast því. Miðflokkurinn við sama heygarðshornið Það var því grátlegt að sjá ákveðinn stjórnmálaflokk vera andstæðan þessu máli og gera sér mat úr því án þess að fjalla efnislega um innihald frumvarpsins eða virða staðreyndir. Frekar nýttu flokksmenn frumvarpið til að kasta hnútum í flóttafólk og ala á ótta með ræðum um erlend glæpagengi og umtalsverða aukningu flóttafólks hér á landi. Það gerðu þeir í pólítískum tilgangi, þ.e. með fylgisaukningu sem sjónarmið. Í þinglokum gerði sá flokkur kröfu um að frumvarpið yrði ekki afgreitt á þingi. Allir flokkar á þingi áttu rétt á slíkri kröfu, og þá taldi Miðflokkurinn sína vel varið í að stoppa eflingu á samræmdri móttöku flóttafólks. Allt byggt á því að ala á ótta með rangfærslum. Rökin halda ekki vatni Höfð voru uppi rök um kostnað við frumvarpið. Í ræðum á Alþingi töluðu þingmenn Miðflokksins um að frumvarpinu fylgdi dulinn kostnaður, sem væri svo umtalsverður að ríkið ætti á brattann að sækja við að framkvæma efni þess. Það er ekki fótur fyrir þessum staðhæfingum, en frumvarpið hafði verið kostnaðarmetið, eins og öll stjórnarfrumvörp, og var kostnaðurinn ekki talinn mikill miðað við það sem peningurinn væri að skapa. Einnig er nú þegar búið að ráðstafa peningnum á þennan hátt, en þá ráðstöfun má finna í 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þar kemur aðstoð sveitarfélaga til flóttafólks með aðkomu ríkisins skýrt fram. Nýtir þjóðfélagsþegnar Þá kemur dulinn kostnaður við að efla ekki samræmda móttöku flóttafólks til álita. Töluverður kostnaður getur fylgt því að einstaklingur sem kemur til landsins á flótta setjist hér að án fullnægjandi aðlögunar að samfélaginu. Sá einstaklingur, og fjölskylda hans, upplifir sig mögulega ekki sem hluti að íslensku samfélagi, kemst ekki í vinnu eða nám og hefur fáar leiðir til að styrkja samfélagið. Það getur mikill styrkur falist í að efla þá sem koma hér til lands á flótta. Flóttafólk hefur oft margt fram að færa t.d. með vinnuafli, þekkingu og menningu. Það sama má segja um börn þeirra ef þau fá þá menntun sem þau eiga skilið. Af öllu þessu þá þykir undirritaðri það mjög miður að málið fékk ekki afgreiðslu á lokametrunum og vonar því að það verði með fyrstu málum sem samþykkt verða á nýju þingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun