Skelfilegt ástand í málefnum flóttafólks Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2021 12:01 Flóttafólk frá Tigray-héraði í Eþíópíu í búðum í Súdan. EPA-EFE/LENI KINZLI Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Sviðstjóri hjá Rauða krossinum segir stöðuna skelfilega. Áttatíu og tvær milljónir eru nú á flótta og er þetta tvöfaldur fjöldi á við það sem var fyrir áratug. Að því er kemur fram í skýrslunni fjölgaði flóttamönnum um rúmar ellefu milljónir í fyrra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr umsóknum um hæli og flutningum á milli landa, einkum vegna kórónuveirufaraldursins, hélt flóttamönnum sum sé áfram að fjölga og fjölgunin var sömuleiðis meiri en árið 2019. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á mannúðar- og hjálparsviði hjá Rauða krossinum á Íslandi segir stöðuna vægast sagt skelfilega. „Það að næstum 1 af hverjum 100 jarðarbúum sé á flótta er óviðunandi og ætti ekki að líðast. Því miður eru tölurnar að hækka þannig fleiri og fleiri eru að leggjast á flótta. Ástæðurnar eru margvíslegar. Það eru átök, það er mikil fátækt, svo eru loftslagsbreytingar að valda fólksflótta líka. Svo mætti lengi áfram telja. Þannig staðan er vægast sagt mjög slæm,“ segir Atli. Auka þurfi alþjóðlega samvinnu og beita sér fyrir friðsamlegri lausn deilumála til að sporna við þróuninni. Sömuleiðis sé þörf á að styðja við fátækar og stríðshrjáðar þjóðir. Þá segir hann þörf á að minna á þá staðreynd að fólk vilji helst vera heima hjá sér og það sé algjört neyðarúrræði að fara á flótta. „Níutíu prósent þeirra sem fara yfir landamæri, flýja heimaland sitt, eru að leita hælis í nágrannaríkjum sem oft eru líka fátæk og jafnvel óstöðug. Þannig þetta eru fyrst og fremst fátækari ríki sem eru að bera þessar þyngstu byrgðar varðandi aðstoð við flóttafólk og það er fólk frá þessum löndum sem er að flýja,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Áttatíu og tvær milljónir eru nú á flótta og er þetta tvöfaldur fjöldi á við það sem var fyrir áratug. Að því er kemur fram í skýrslunni fjölgaði flóttamönnum um rúmar ellefu milljónir í fyrra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr umsóknum um hæli og flutningum á milli landa, einkum vegna kórónuveirufaraldursins, hélt flóttamönnum sum sé áfram að fjölga og fjölgunin var sömuleiðis meiri en árið 2019. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á mannúðar- og hjálparsviði hjá Rauða krossinum á Íslandi segir stöðuna vægast sagt skelfilega. „Það að næstum 1 af hverjum 100 jarðarbúum sé á flótta er óviðunandi og ætti ekki að líðast. Því miður eru tölurnar að hækka þannig fleiri og fleiri eru að leggjast á flótta. Ástæðurnar eru margvíslegar. Það eru átök, það er mikil fátækt, svo eru loftslagsbreytingar að valda fólksflótta líka. Svo mætti lengi áfram telja. Þannig staðan er vægast sagt mjög slæm,“ segir Atli. Auka þurfi alþjóðlega samvinnu og beita sér fyrir friðsamlegri lausn deilumála til að sporna við þróuninni. Sömuleiðis sé þörf á að styðja við fátækar og stríðshrjáðar þjóðir. Þá segir hann þörf á að minna á þá staðreynd að fólk vilji helst vera heima hjá sér og það sé algjört neyðarúrræði að fara á flótta. „Níutíu prósent þeirra sem fara yfir landamæri, flýja heimaland sitt, eru að leita hælis í nágrannaríkjum sem oft eru líka fátæk og jafnvel óstöðug. Þannig þetta eru fyrst og fremst fátækari ríki sem eru að bera þessar þyngstu byrgðar varðandi aðstoð við flóttafólk og það er fólk frá þessum löndum sem er að flýja,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira