28 ára sjálfstætt starfandi kona búsett í Kópavogi – Áhugamál: Dýr, mannréttindi, pólski herinn o.fl. Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 18. júní 2021 15:00 Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki. Þú veist sitthvað um persónusnið, þ.e. að þér birtast auglýsingar miðað við það sem þú hefur sýnt áhuga á, en þér af vitandi hefur þú ekki sýnt þessum tiltekna stjórnmálaflokki neinn áhuga. Þú hefur hvorki slegið nafni hans upp í leitarvél Google né fylgt honum á samfélagsmiðlum. Þú veltir því fyrir þér af hverju þessi tiltekna auglýsing birtist þér? Persónuupplýsingar notaðar í pólitískri herferð Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem nota Facebook til að auglýsa sig heldur er miðilinn notaður um allan heim af stjórnmálaöflum. Frægt er nú orðið hvernig Donald Trump notaði miðilinn í sinni kosningabaráttu árið 2016 og margir sem telja að það hafi leitt til sigurs hans. Ef aðilar auglýsa í gegnum sjónvarp eða dagblöð er sama efni dreift til sundurleitra hópa. Með Facebook er hægt að notast við persónusnið (e. profiling) og örnálgun (e. microtargeting) en án þess að fara að skilgreina þessi hugtök sérstaklega er með þessari tækni hægt að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim með mjög nákvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hægt er að notast við þessa tækni er að við notkun okkar á Facebook látum við sjálf af hendi upplýsingar um okkur, Facebook greinir svo hegðun okkar á miðlinum og einnig eru mörg smáforrit og heimasíður sem við notumst við sem senda miðlinum upplýsingar um okkur. Samfélagsmiðilinn fylgist jafnframt með okkur þrátt fyrir að við séum ekki að notast við hann (e. Off-Facebook activity). Það er því til mjög ítarleg greining á okkur, áhugamálum okkar, hvað okkur líkar ekki við o.s.frv. Það er því vissulega mikið verðmæti fólgið í að ná til réttu aðilanna til að reyna að fá inn atkvæði. Íslenskir stjórnmálaflokkar brotlegir við lög? Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki undanskildir notkun á Facebook þegar kemur að því að auglýsa. Flokkarnir notuðu Facebook og aðra samfélagsmiðla fyrir síðustu Alþingiskosningar og munu án efa endurtaka leikinn fyrir komandi kosningar. Þeir treysta því jafnmikið og fyrirtækin á að til séu upplýsingar um okkur sem þeir geta nýtt sér í sinni kosningabaráttu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar notuðu allir flokkarnir Facebook en nýttu sér persónusniðin í mismiklu mæli. Tveir flokkar notuðust „aðeins“ við breyturnar aldur og staðsetning á meðan aðrir flokkar nýttu ítarlegri markhópagreiningu. Til að mynda valdi einn flokkurinn breyturnar 20 – 34 ára, staðsetningu, áhugamál (s.s. dýr, almenningssamgöngur, kaffihús o.fl.). Annar flokkur valdi að auki aðila sem höfðu líkað við Facebook síðu hans og einnig vini þess aðila. Stjórnmálaflokkarnir gættu sín þó ekki á að fara að persónuverndarlögum þar sem kjósendur fengu aðeins takmarkaða fræðslu um hvernig staðið var að vinnslunni en einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um af hverju tiltekin auglýsing birtist þeim, hvaða breytur er notast við o.s.frv. Það hlýtur að teljast alvarlegt að þeir sem sjá um að setja lögin brjóti svo sjálfir gegn þeim og athyglisvert að ekki sé fjallað meira um það. Af hverju skiptir þetta máli? Í fyrsta lagi þá eigum við að geta sett kröfur á þá aðila sem setja lög í landinu gæti sín á því að fara að þeim. Í öðru lagi þá vekur athygli að fyrir skemmstu birtist frétt þess efnis að stjórnmálamenn forðast að nota Facebook til að eiga í samskiptum sín á milli. Haft var eftir sjálfum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að hún væri hrædd um öryggismál á Facebook. Þrátt fyrir þetta þá nota íslenskir stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn miðilinn til að auglýsa sig og sína starfsemi, vitandi það að honum er ekki treystandi fyrir okkar upplýsingum. Mætti ekki túlka þetta á þennan veg: Íslenskir stjórnmálamenn treysta ekki Facebook vegna þess að mikið er um gagnaleka og fleira. Þeir ætla samt að nota miðilinn í sína þágu til að kaupa aðgang að mögulegum kjósendum til að ná inn atkvæðum. Skýtur þetta ekki skökku við? Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Heimildir: https://www.bbc.com/news/technology-51034641 https://www.visir.is/g/20212117452d https://www.visir.is/g/20212119445d/thingmenn-a-kafi-i-appi-sem-eiginlega-enginn-veit-hvad-er https://www.personuvernd.is/urlausnir/alit-a-notkun-stjornmalasamtaka-a-samfelagsmidlum-fyrir-kosningar-til-althingis-leidbeiningar-og-tillogur-3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Facebook Auglýsinga- og markaðsmál Skoðun: Kosningar 2021 Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki. Þú veist sitthvað um persónusnið, þ.e. að þér birtast auglýsingar miðað við það sem þú hefur sýnt áhuga á, en þér af vitandi hefur þú ekki sýnt þessum tiltekna stjórnmálaflokki neinn áhuga. Þú hefur hvorki slegið nafni hans upp í leitarvél Google né fylgt honum á samfélagsmiðlum. Þú veltir því fyrir þér af hverju þessi tiltekna auglýsing birtist þér? Persónuupplýsingar notaðar í pólitískri herferð Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem nota Facebook til að auglýsa sig heldur er miðilinn notaður um allan heim af stjórnmálaöflum. Frægt er nú orðið hvernig Donald Trump notaði miðilinn í sinni kosningabaráttu árið 2016 og margir sem telja að það hafi leitt til sigurs hans. Ef aðilar auglýsa í gegnum sjónvarp eða dagblöð er sama efni dreift til sundurleitra hópa. Með Facebook er hægt að notast við persónusnið (e. profiling) og örnálgun (e. microtargeting) en án þess að fara að skilgreina þessi hugtök sérstaklega er með þessari tækni hægt að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim með mjög nákvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hægt er að notast við þessa tækni er að við notkun okkar á Facebook látum við sjálf af hendi upplýsingar um okkur, Facebook greinir svo hegðun okkar á miðlinum og einnig eru mörg smáforrit og heimasíður sem við notumst við sem senda miðlinum upplýsingar um okkur. Samfélagsmiðilinn fylgist jafnframt með okkur þrátt fyrir að við séum ekki að notast við hann (e. Off-Facebook activity). Það er því til mjög ítarleg greining á okkur, áhugamálum okkar, hvað okkur líkar ekki við o.s.frv. Það er því vissulega mikið verðmæti fólgið í að ná til réttu aðilanna til að reyna að fá inn atkvæði. Íslenskir stjórnmálaflokkar brotlegir við lög? Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki undanskildir notkun á Facebook þegar kemur að því að auglýsa. Flokkarnir notuðu Facebook og aðra samfélagsmiðla fyrir síðustu Alþingiskosningar og munu án efa endurtaka leikinn fyrir komandi kosningar. Þeir treysta því jafnmikið og fyrirtækin á að til séu upplýsingar um okkur sem þeir geta nýtt sér í sinni kosningabaráttu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar notuðu allir flokkarnir Facebook en nýttu sér persónusniðin í mismiklu mæli. Tveir flokkar notuðust „aðeins“ við breyturnar aldur og staðsetning á meðan aðrir flokkar nýttu ítarlegri markhópagreiningu. Til að mynda valdi einn flokkurinn breyturnar 20 – 34 ára, staðsetningu, áhugamál (s.s. dýr, almenningssamgöngur, kaffihús o.fl.). Annar flokkur valdi að auki aðila sem höfðu líkað við Facebook síðu hans og einnig vini þess aðila. Stjórnmálaflokkarnir gættu sín þó ekki á að fara að persónuverndarlögum þar sem kjósendur fengu aðeins takmarkaða fræðslu um hvernig staðið var að vinnslunni en einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um af hverju tiltekin auglýsing birtist þeim, hvaða breytur er notast við o.s.frv. Það hlýtur að teljast alvarlegt að þeir sem sjá um að setja lögin brjóti svo sjálfir gegn þeim og athyglisvert að ekki sé fjallað meira um það. Af hverju skiptir þetta máli? Í fyrsta lagi þá eigum við að geta sett kröfur á þá aðila sem setja lög í landinu gæti sín á því að fara að þeim. Í öðru lagi þá vekur athygli að fyrir skemmstu birtist frétt þess efnis að stjórnmálamenn forðast að nota Facebook til að eiga í samskiptum sín á milli. Haft var eftir sjálfum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að hún væri hrædd um öryggismál á Facebook. Þrátt fyrir þetta þá nota íslenskir stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn miðilinn til að auglýsa sig og sína starfsemi, vitandi það að honum er ekki treystandi fyrir okkar upplýsingum. Mætti ekki túlka þetta á þennan veg: Íslenskir stjórnmálamenn treysta ekki Facebook vegna þess að mikið er um gagnaleka og fleira. Þeir ætla samt að nota miðilinn í sína þágu til að kaupa aðgang að mögulegum kjósendum til að ná inn atkvæðum. Skýtur þetta ekki skökku við? Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Heimildir: https://www.bbc.com/news/technology-51034641 https://www.visir.is/g/20212117452d https://www.visir.is/g/20212119445d/thingmenn-a-kafi-i-appi-sem-eiginlega-enginn-veit-hvad-er https://www.personuvernd.is/urlausnir/alit-a-notkun-stjornmalasamtaka-a-samfelagsmidlum-fyrir-kosningar-til-althingis-leidbeiningar-og-tillogur-3
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun