Ætla að búa saman í Nornahúsi einungis ætluðu konum á besta aldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2021 20:00 Margrét Ágústsdóttir ætlar að búa í húsinu ásamt vinkonum sínum. Arnar Halldórsson Fimm vinkonur ætla að búa saman í svokölluðu Nornahúsi sem mun rísa í stað hússins sem brann á Bræðraborgarstíg í fyrra. 25 íbúðir verða í húsinu og geta því fleiri bæst í hópinn en íbúðirnar verða einungis seldar konum yfir sextugt. „Þann áttunda júní var hafist handa við að rífa niður brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1. Nú tíu dögum seinna er svæðið autt en hér ætla nokkrar konur að búa saman og lifa eftir svokallaðri BabaYaga hugmyndafræði.“ Nútíma kommúna fyrir konur sem aðhyllast femínisma Hugmyndafræðin er nokkurs konar nútíma kommúna sem gerir fólki kleift að búa l engur heima hjá sér í félagsskapi við aðra. Margrét og fjórar vinkonur hennar tóku sig saman og höfðu samband við Þorpið vistfélag sem mun reisa húsnæði sem þær ætla að búa saman í á byggingarreitnum en húsið kalla þær Nornahús. Húsnæðið er eingöngu ætlað konum yfir sextugt. Ekki hjúkrunarheimili „Hugmyndafræðin snýst ekki um að veitum hver annarri hjúkrunarþjónustu heldur stuðning, andlegan stuðning og jú hjálp lengi framan af. Þetta getur alveg eins hentað körlum eða vinahópum, bara hverjum sem er sem vilja taka sig saman og styðja hvert annað þegar árin færast yfir,“ sagði Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri. Í húsinu verða 25 litlar íbúðir, allar með eldunaraðstöðu. Stór sameign verður í húsinu með sameiginlegu eldhúsi, leikfimissal og garði. „Síðan er ætlunin að hafa á jarðhæðinni kannski kaffihús, handverksbúð. Eitthvað til að styðja við nærumhverfið.“ Segir alla geta farið sömu leið Margrét hlakkar mest til þess að tína grænmeti í garðinum með vinkonum sínum í femínisku og umhverfisvænu samfélagi. „Geta þá farið og hitt stelpurnar og kjaftað, eða getað farið niður í garð og farið í pottinn.“ Þær stefna að því að flytja inn innan þriggja ára. Að Margréti vitandi eru þær vinkonurnar fyrsti hópurinn hérlendis til að taka sig saman og stofna kommúnu sambærilega þessari, en hún ítrekar að allir geti farið þessa leið. „Þetta er algjörlega mögulegt fyrir alla hópa að gera svona. Taka sig saman, finna sér byggingaraðila, finna pláss fyrir bygginguna og fara af stað,“ sagði Margrét. Húsnæðismál Félagsmál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
„Þann áttunda júní var hafist handa við að rífa niður brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1. Nú tíu dögum seinna er svæðið autt en hér ætla nokkrar konur að búa saman og lifa eftir svokallaðri BabaYaga hugmyndafræði.“ Nútíma kommúna fyrir konur sem aðhyllast femínisma Hugmyndafræðin er nokkurs konar nútíma kommúna sem gerir fólki kleift að búa l engur heima hjá sér í félagsskapi við aðra. Margrét og fjórar vinkonur hennar tóku sig saman og höfðu samband við Þorpið vistfélag sem mun reisa húsnæði sem þær ætla að búa saman í á byggingarreitnum en húsið kalla þær Nornahús. Húsnæðið er eingöngu ætlað konum yfir sextugt. Ekki hjúkrunarheimili „Hugmyndafræðin snýst ekki um að veitum hver annarri hjúkrunarþjónustu heldur stuðning, andlegan stuðning og jú hjálp lengi framan af. Þetta getur alveg eins hentað körlum eða vinahópum, bara hverjum sem er sem vilja taka sig saman og styðja hvert annað þegar árin færast yfir,“ sagði Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri. Í húsinu verða 25 litlar íbúðir, allar með eldunaraðstöðu. Stór sameign verður í húsinu með sameiginlegu eldhúsi, leikfimissal og garði. „Síðan er ætlunin að hafa á jarðhæðinni kannski kaffihús, handverksbúð. Eitthvað til að styðja við nærumhverfið.“ Segir alla geta farið sömu leið Margrét hlakkar mest til þess að tína grænmeti í garðinum með vinkonum sínum í femínisku og umhverfisvænu samfélagi. „Geta þá farið og hitt stelpurnar og kjaftað, eða getað farið niður í garð og farið í pottinn.“ Þær stefna að því að flytja inn innan þriggja ára. Að Margréti vitandi eru þær vinkonurnar fyrsti hópurinn hérlendis til að taka sig saman og stofna kommúnu sambærilega þessari, en hún ítrekar að allir geti farið þessa leið. „Þetta er algjörlega mögulegt fyrir alla hópa að gera svona. Taka sig saman, finna sér byggingaraðila, finna pláss fyrir bygginguna og fara af stað,“ sagði Margrét.
Húsnæðismál Félagsmál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira