Vill ekki breyta um umdeilt leikkerfi fyrir stórleik dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 11:31 Joachim Löw hefur sætt gagnrýni fyrir 3-4-3 kerfi Þýskalands. UEFA/UEFA via Getty Images Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, segist þurfa að breyta til, en þó ekki um of, fyrir leik liðsins við Evrópumeistara Portúgals í F-riðli Evrópumótsins í dag. Þjóðverjar þurfa sigur eftir tap í fyrsta leik. Þjóðverjar töpuðu 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á Allianz-vellinum í München í fyrsta leik þar sem Mats Hummels skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik. „Á þriðjudagskvöldið vorum við allir vonsviknir því við töpuðum vegna óheppilegs sjálfsmarks. Við höfum farið vel yfir þann leik með það í huga að við þurfum að breyta til gegn Portúgal. Við gerðum vel varnarlega gegn Frökkum en sköpuðum ekki nægilega mörg færi til að skora. Við mætum einbeittir til leiks og öruggir um það að við getum náð í góð úrslit,“ sagði Löw á blaðamannafundi fyrir leik. Líkt og Löw kom inn á gekk þeim þýsku erfiðlega að skapa sér færi gegn Frökkum og hefur þjálfarinn verið gagnrýndur fyrir að spila 3-4-3 kerfi í stað hefðbundnara 4-3-3 kerfi sem einkenndi þýska liðið þegar best gekk síðasta áratuginn. Löw stendur þó með nýja kerfinu. „Taktískt þurfum við að koma með eitthvað nýtt í leikinn, sem þýðir umfram allt meiri sóknarkraftur. Við þurfum að bregðast öðruvísi við í einhverjum aðstæðum og fylla önnur svæði. Taktískar breytingar hafa ekkert með kerfið að gera. Hvaða leikmaður sem er getur framkvæmt þessar breytingar í hvaða stöðu sem hann spilar.“ sagði Löw. Portúgal er í góðri stöðu í riðlinum eftir 3-0 sigur á Ungverjum í fyrsta leik á meðan Þjóðverjar eru án stiga eftir tapið fyrir Frökkum. Liðin mætast klukkan 16:00 í dag og verður leikurinn í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klukkan 13:00 er þá leikur Frakklands og Ungverjalands í sama riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Þjóðverjar töpuðu 1-0 fyrir heimsmeisturum Frakka á Allianz-vellinum í München í fyrsta leik þar sem Mats Hummels skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik. „Á þriðjudagskvöldið vorum við allir vonsviknir því við töpuðum vegna óheppilegs sjálfsmarks. Við höfum farið vel yfir þann leik með það í huga að við þurfum að breyta til gegn Portúgal. Við gerðum vel varnarlega gegn Frökkum en sköpuðum ekki nægilega mörg færi til að skora. Við mætum einbeittir til leiks og öruggir um það að við getum náð í góð úrslit,“ sagði Löw á blaðamannafundi fyrir leik. Líkt og Löw kom inn á gekk þeim þýsku erfiðlega að skapa sér færi gegn Frökkum og hefur þjálfarinn verið gagnrýndur fyrir að spila 3-4-3 kerfi í stað hefðbundnara 4-3-3 kerfi sem einkenndi þýska liðið þegar best gekk síðasta áratuginn. Löw stendur þó með nýja kerfinu. „Taktískt þurfum við að koma með eitthvað nýtt í leikinn, sem þýðir umfram allt meiri sóknarkraftur. Við þurfum að bregðast öðruvísi við í einhverjum aðstæðum og fylla önnur svæði. Taktískar breytingar hafa ekkert með kerfið að gera. Hvaða leikmaður sem er getur framkvæmt þessar breytingar í hvaða stöðu sem hann spilar.“ sagði Löw. Portúgal er í góðri stöðu í riðlinum eftir 3-0 sigur á Ungverjum í fyrsta leik á meðan Þjóðverjar eru án stiga eftir tapið fyrir Frökkum. Liðin mætast klukkan 16:00 í dag og verður leikurinn í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Klukkan 13:00 er þá leikur Frakklands og Ungverjalands í sama riðli. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira