Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 11:46 David Alaba og félagar í austurríska landsliðinu þurfa sigur í dag til að gulltryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit en jafntefli myndi þó líklega duga þeim. Getty/Alex Gottschalk Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. Úrslitin ráðast í C-riðli með tveimur leikjum kl. 16 í dag. Í kvöld ráðast svo úrslitin í B-riðli. Í C-riðli eru Hollendingar öruggir áfram eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem mun enda í neðsta sæti riðilsins, sama hvernig fer. Úkraína og Austurríki eru hins vegar með 3 stig hvort, og markatöluna 0, en þar sem að Úkraína hefur skorað einu marki meira en Austurríki í mótinu til þessa þá er Úkraína í 2. sæti, og dugar jafntefli í dag til að enda þar. Tvö efstu liðin eru örugg áfram en lið með bestan árangur í 3. sæti, í fjórum af sex riðlum, komast einnig áfram. Yfirgnæfandi líkur eru á að það myndi duga Austurríki að gera jafntefli við Úkraínu í dag og enda með fjögur stig í 3. sæti, til að komast áfram. Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið. Þessi staða minnir á leik Austurríkis og Vestur-Þýskalands á HM á Spáni árið 1982. Leik sem þekktur er sem „Hneykslið í Gijón“. Þjóðverjar unnu þar 1-0 sigur en þau úrslit dugðu báðum liðum til að komast áfram, á kostnað Alsírs. Eftir að Vestur-Þýskaland skoraði var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að skora fleiri mörk í leiknum – og leikmenn spörkuðu boltanum á milli sín í rólegheitum þar til að leik lauk. Hið sama mun ekki eiga sér stað í dag, segir Leo Windtner, formaður knattspyrnusambands Austurríkis: „Ég er viss um að það kemur ekki til þess. Það væri rangt á allan hátt að fara út á völlinn með það í huga að ætla bara að ná í stig,“ sagði Windtner, handviss um að sagan muni ekki endurtaka sig: „Best væri ef við myndum ekki einu sinni ræða um þetta. Þetta er búið og gert, og þýðir ekki að þetta muni endurtaka sig.“ Sasa Kalajdzic, framherji Austurríkis, tók í sama streng: „Við munum reyna að láta úrslitin falla með okkur. Ég vil vinna alla leiki og þessi er engin undantekning.“ Leikur Úkraínu og Austurríkis er á Stöð 2 EM og hefst kl. 16. Á sama tíma mætast Norður-Makedónía og Holland á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld kl. 19 verða sýndir leikir Rússlands og Danmerkur, og Finnlands og Belgíu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Úrslitin ráðast í C-riðli með tveimur leikjum kl. 16 í dag. Í kvöld ráðast svo úrslitin í B-riðli. Í C-riðli eru Hollendingar öruggir áfram eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem mun enda í neðsta sæti riðilsins, sama hvernig fer. Úkraína og Austurríki eru hins vegar með 3 stig hvort, og markatöluna 0, en þar sem að Úkraína hefur skorað einu marki meira en Austurríki í mótinu til þessa þá er Úkraína í 2. sæti, og dugar jafntefli í dag til að enda þar. Tvö efstu liðin eru örugg áfram en lið með bestan árangur í 3. sæti, í fjórum af sex riðlum, komast einnig áfram. Yfirgnæfandi líkur eru á að það myndi duga Austurríki að gera jafntefli við Úkraínu í dag og enda með fjögur stig í 3. sæti, til að komast áfram. Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið. Þessi staða minnir á leik Austurríkis og Vestur-Þýskalands á HM á Spáni árið 1982. Leik sem þekktur er sem „Hneykslið í Gijón“. Þjóðverjar unnu þar 1-0 sigur en þau úrslit dugðu báðum liðum til að komast áfram, á kostnað Alsírs. Eftir að Vestur-Þýskaland skoraði var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að skora fleiri mörk í leiknum – og leikmenn spörkuðu boltanum á milli sín í rólegheitum þar til að leik lauk. Hið sama mun ekki eiga sér stað í dag, segir Leo Windtner, formaður knattspyrnusambands Austurríkis: „Ég er viss um að það kemur ekki til þess. Það væri rangt á allan hátt að fara út á völlinn með það í huga að ætla bara að ná í stig,“ sagði Windtner, handviss um að sagan muni ekki endurtaka sig: „Best væri ef við myndum ekki einu sinni ræða um þetta. Þetta er búið og gert, og þýðir ekki að þetta muni endurtaka sig.“ Sasa Kalajdzic, framherji Austurríkis, tók í sama streng: „Við munum reyna að láta úrslitin falla með okkur. Ég vil vinna alla leiki og þessi er engin undantekning.“ Leikur Úkraínu og Austurríkis er á Stöð 2 EM og hefst kl. 16. Á sama tíma mætast Norður-Makedónía og Holland á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld kl. 19 verða sýndir leikir Rússlands og Danmerkur, og Finnlands og Belgíu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira