Segir Kötlumenn hafa haft heiðurinn af leikmyndarhönnuði Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2021 13:10 Baltasar Kormákur leikstjóri, leikarar og aðstandendur. Katla var frumsýnd á Netflix 17. júní og strax aðgengileg út um allan heim. Þættirnir hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli og eru menn duglegir við að skiptast á skoðunum um allt milli himins og jarðar er snertir þá. Netflix/Lilja Jónsdóttir Arnar Orri Bjarnason, einn þeirra sem stóð að leikmyndinni í nýju Netflix-þáttunum Kötlu, segir að þeirra aðkoma að hönnun leikmyndar hafi ekki verið minnst á í kreditlista fyrir þættina. Og hann sjálfur rangtitlaður. Fyrir liggur að Katla hefur vakið mikla athygli og umræður hafa sprottið upp um þættina nánast á öllum póstum. Sem dæmi hafa þeir tekist á um þættina, leikstjóri og framleiðandinn Baltasar Kormákur og Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi. Arnar er framkvæmdastjóri Irmu Studio, sem sérhæfir sig í leikmyndagerð, og segir hann í færslu á Facebook að þrátt fyrir að Irma hafi komið að hönnun og smíði á leikmyndinni hafi þess ekki verið getið í kreditlista þáttanna. „Það var ákveðið að nefna það ekki í kredit listanum og þar að auki er önnur manneskja sem tekur allan heiðurinn að hönnuninni,“ skrifar Arnar í færslunni. Yfirgaf verkefnið á ögurstundu Sigurjón Kjartansson, annar leikstjóra Kötlu og handritshöfundur þáttanna, lætur þessu ekki ósvarað. Hann skrifar í athugasemd við færsluna að allir sem hafi komið að leikmyndasmíðinni hafi fengið „kredit“ og þar með taldir allir sem komu frá Irmu. „Heimir Sverrisson sem tók upphaflega að sér að hanna leikmyndir Kötlu ákvað að yfirgefa verkefnið þremur vikum fyrir tökur vegna listræns ágreinings við leikstjóra verkefnisins og bað skriflega um að vera tekinn af kreditlista. Við því var orðið,“ skrifar Sigurjón. „Tímasetningin var vægast sagt óheppileg og setti framleiðsluferlið óhjákvæmilega í uppnám, en með frábæru teymi tókst að ljúka hönnun og uppsetningu leikmynda í tæka tíð fyrir fyrsta tökudag samkvæmt óskum framleiðenda,“ bætir Sigurjón við. Listrænn ágreiningur eða fyrirsláttur Arnar svarar þessu og segir listrænan ágreining vera áhugaverða túlkun á því sem hafi átt sér stað. „Það er rétt, Heimir hætti í verkefninu með skriflegum hætti og baðst undan að fá kredit fyrir sín störf. En til að lægja ölduganginn var tekinn fundur og sáttum náð með undirritun samnings við Heimi sem leikmyndahönnuð i verkinu og er ég með þann samning undir höndum,“ skrifar Arnar. Og hann bætir við: „Því miður var þeirri sátt ekki haldið til streitu. Og þetta skýrir heldur ekki rangtitil í minn garð. Og þetta skiptir máli, og þetta snýst ekki um titlatog, heldur algjört virðingarleysi í garð vinnandi fólks.“ Þá áréttar Arnar í uppfærðri færslu að með því að minnast á aðkomu Irmu í hönnun og smíði á leikmyndinni sé hann ekki að gera lítið úr störfum þess sem titlaður er sem hönnuður á verkinu. „Þvert á móti. En lokaútkoman er frábær í alla staði þökk sé góðu fólki í deildinni. Takk fyrir samstarfið.“ Hvorki Sigurjón né Arnar vildu tjá sig nánar um málið og þennan ágreining þegar Vísir falaðist eftir því. Fréttin hefur verið uppfærð. Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Höfundarréttur Menning Tengdar fréttir Katla klífur topplista út um allan heim Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. 21. júní 2021 12:06 Jón Viðar hraunar yfir Kötlu: Ein og hálf stjarna Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi heldur hvergi aftur af sér frekar en fyrri daginn í dómi sínum um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars Kormáks Samper. 18. júní 2021 23:10 Jón Viðar sóttist eftir hlutverki handritshöfundar fyrir Kötlu Baltasar Kormákur segir gagnrýni leikhúsgagnrýnandans Jóns Viðars Jónssonar um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars, á lausum grunni byggða. Hún stingi sérstaklega í stúf þar sem Jón hafi óskað eftir því að fá að taka þátt í handritsgerð fyrir þættina. 19. júní 2021 13:20 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fyrir liggur að Katla hefur vakið mikla athygli og umræður hafa sprottið upp um þættina nánast á öllum póstum. Sem dæmi hafa þeir tekist á um þættina, leikstjóri og framleiðandinn Baltasar Kormákur og Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi. Arnar er framkvæmdastjóri Irmu Studio, sem sérhæfir sig í leikmyndagerð, og segir hann í færslu á Facebook að þrátt fyrir að Irma hafi komið að hönnun og smíði á leikmyndinni hafi þess ekki verið getið í kreditlista þáttanna. „Það var ákveðið að nefna það ekki í kredit listanum og þar að auki er önnur manneskja sem tekur allan heiðurinn að hönnuninni,“ skrifar Arnar í færslunni. Yfirgaf verkefnið á ögurstundu Sigurjón Kjartansson, annar leikstjóra Kötlu og handritshöfundur þáttanna, lætur þessu ekki ósvarað. Hann skrifar í athugasemd við færsluna að allir sem hafi komið að leikmyndasmíðinni hafi fengið „kredit“ og þar með taldir allir sem komu frá Irmu. „Heimir Sverrisson sem tók upphaflega að sér að hanna leikmyndir Kötlu ákvað að yfirgefa verkefnið þremur vikum fyrir tökur vegna listræns ágreinings við leikstjóra verkefnisins og bað skriflega um að vera tekinn af kreditlista. Við því var orðið,“ skrifar Sigurjón. „Tímasetningin var vægast sagt óheppileg og setti framleiðsluferlið óhjákvæmilega í uppnám, en með frábæru teymi tókst að ljúka hönnun og uppsetningu leikmynda í tæka tíð fyrir fyrsta tökudag samkvæmt óskum framleiðenda,“ bætir Sigurjón við. Listrænn ágreiningur eða fyrirsláttur Arnar svarar þessu og segir listrænan ágreining vera áhugaverða túlkun á því sem hafi átt sér stað. „Það er rétt, Heimir hætti í verkefninu með skriflegum hætti og baðst undan að fá kredit fyrir sín störf. En til að lægja ölduganginn var tekinn fundur og sáttum náð með undirritun samnings við Heimi sem leikmyndahönnuð i verkinu og er ég með þann samning undir höndum,“ skrifar Arnar. Og hann bætir við: „Því miður var þeirri sátt ekki haldið til streitu. Og þetta skýrir heldur ekki rangtitil í minn garð. Og þetta skiptir máli, og þetta snýst ekki um titlatog, heldur algjört virðingarleysi í garð vinnandi fólks.“ Þá áréttar Arnar í uppfærðri færslu að með því að minnast á aðkomu Irmu í hönnun og smíði á leikmyndinni sé hann ekki að gera lítið úr störfum þess sem titlaður er sem hönnuður á verkinu. „Þvert á móti. En lokaútkoman er frábær í alla staði þökk sé góðu fólki í deildinni. Takk fyrir samstarfið.“ Hvorki Sigurjón né Arnar vildu tjá sig nánar um málið og þennan ágreining þegar Vísir falaðist eftir því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kvikmyndagerð á Íslandi Netflix Höfundarréttur Menning Tengdar fréttir Katla klífur topplista út um allan heim Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. 21. júní 2021 12:06 Jón Viðar hraunar yfir Kötlu: Ein og hálf stjarna Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi heldur hvergi aftur af sér frekar en fyrri daginn í dómi sínum um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars Kormáks Samper. 18. júní 2021 23:10 Jón Viðar sóttist eftir hlutverki handritshöfundar fyrir Kötlu Baltasar Kormákur segir gagnrýni leikhúsgagnrýnandans Jóns Viðars Jónssonar um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars, á lausum grunni byggða. Hún stingi sérstaklega í stúf þar sem Jón hafi óskað eftir því að fá að taka þátt í handritsgerð fyrir þættina. 19. júní 2021 13:20 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Katla klífur topplista út um allan heim Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. 21. júní 2021 12:06
Jón Viðar hraunar yfir Kötlu: Ein og hálf stjarna Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi heldur hvergi aftur af sér frekar en fyrri daginn í dómi sínum um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars Kormáks Samper. 18. júní 2021 23:10
Jón Viðar sóttist eftir hlutverki handritshöfundar fyrir Kötlu Baltasar Kormákur segir gagnrýni leikhúsgagnrýnandans Jóns Viðars Jónssonar um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars, á lausum grunni byggða. Hún stingi sérstaklega í stúf þar sem Jón hafi óskað eftir því að fá að taka þátt í handritsgerð fyrir þættina. 19. júní 2021 13:20