Danmörk hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í B-riðli en átti samt möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit. Danir þurftu að vinna Rússa og treysta á að Belgar myndu sigra Finna á sama tíma. Og það gekk eftir.
Danir unnu 4-1 sigur á Rússum á Parken þar sem gleðin var við völd. Mikkel Damsgaard, Yussuf Poulsen, Andreas Christensen og Joakim Mæhle skoruðu mörk danska liðsins. Artem Dzyuba skoraði mark Rússlands úr vítaspyrnu. Danir mæta Walesverjum í sextán liða úrslitum EM en Rússar eru úr leik.
Sjálfsmark Lukás Hrádecky og þriðja mark Romelus Lukaku á EM tryggðu Belgum sigur á Finnum, 2-0, í St. Pétursborg. Belgía vann alla leiki sína í B-riðlinum.
Úrslitin réðust einnig í C-riðli í gær. Austurríki tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslit með 1-0 sigri á Úkraínu í Búkarest, 1-0. Christoph Baumgartner skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu.
Í hinum leik riðilsins sigraði Holland Norður-Makedóníu, 3-0. Georginio Wijnaldum skoraði tvö mörk og Memphis Depay eitt. Hollendingar unnu riðilinn með fullu húsi stiga en Norður-Makedóníumenn enduðu stigalausir á botni hans.
Öll mörkin úr leikjum gærdagsins á EM má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.