Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2021 13:10 Haukur ásamt Eddu Sif Pálsdóttur við útnefningu Íþróttamanns ársins í fyrra. Haukur Harðarson íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu er horfinn af skjánum í bili að minnsta kosti. Haukur hefur tekið við starfi sem sérfræðingur í miðlun og þróun hjá Samkeppniseftirlitinu. DV greindi fyrst frá vistaskiptum Hauks en hann er kominn á starfsmannalista Samkeppniseftirlitsins. Starfið er nýtt hjá eftirlitinu og var auglýst í febrúar. Þar kom fram að leitað væri að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem yrði hluti af stoðteymi Samkeppniseftirlitsins. Umsækjendur áttu að hafa gott vald á íslensku, þekkingu og reynslu af kynningarmálum og þá væri reynsla af almannatengslum æskileg. Haukur hefur komið víða við á um áratug í starfi íþróttafréttamanns hjá Ríkisútvarpinu. Eftirminnilegt er faðmlag hans og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar sá síðarnefndi felldi tár eftir að HM 2014 draumur Íslands var úti. Þá hefur Haukur fylgt landsliðum Íslands á stórmót, lýst stórleikjum á skjánum sem í útvarpi auk þess að vera umsjónarmaður Skólahreystis. Haukur segir í samtali við Vísi að eftir ellefu ár í íþróttafréttamennskunni hafi verði komin þörf til að skipta um starfsvettvang og prófa eitthvað nýtt. Hann lauk meistaraprófi í markaðsfræðum á dögunum, útskrifaðist um helgina, en hann er menntaður viðskiptafræðingur. „Ég hef samt enn óbilandi áhuga á íþróttum, þetta er stórkostlegt starf,“ segir Haukur. Vaktaálagið hafi þó haft sitt að segja hjá fjölskylduföður á Seltjarnarnesinu. Nýja vinnan verður á hefðbundnum dagvinnutíma. Síðasta verkefni Hauks hjá Ríkisútvarpinu var að lýsa landsleik Færeyja og Íslands sem lauk með 1-0 sigri Íslands. Hann hóf störf hjá Samkeppniseftirlitinu fyrir tveimur vikum og er spenntur. „Já, heldur betur. Þarna er frábært starfsfólk og ótrúlega gaman að vera byrjaður hér. Þetta er ótrúlega mikilvæg stofnun, margt að gerast í kraftmiklu og skemmtilegu umhverfi.“ Vistaskipti Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og lögfræðingurinn Bryndís Ýrr Pálsdóttir hafa sett íbúð sína við Granaskjól í Vesturbær Reykjavíkur á sölu. 29. janúar 2019 10:30 Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Haukur Harðarson og Bjarni Guðjónsson munu lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu. Guðmundur Benediktsson og Einar Örn Jónsson lýsa undanúrslitaleikjunum. Ætlar að fá sér te á leikdag. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
DV greindi fyrst frá vistaskiptum Hauks en hann er kominn á starfsmannalista Samkeppniseftirlitsins. Starfið er nýtt hjá eftirlitinu og var auglýst í febrúar. Þar kom fram að leitað væri að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem yrði hluti af stoðteymi Samkeppniseftirlitsins. Umsækjendur áttu að hafa gott vald á íslensku, þekkingu og reynslu af kynningarmálum og þá væri reynsla af almannatengslum æskileg. Haukur hefur komið víða við á um áratug í starfi íþróttafréttamanns hjá Ríkisútvarpinu. Eftirminnilegt er faðmlag hans og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar sá síðarnefndi felldi tár eftir að HM 2014 draumur Íslands var úti. Þá hefur Haukur fylgt landsliðum Íslands á stórmót, lýst stórleikjum á skjánum sem í útvarpi auk þess að vera umsjónarmaður Skólahreystis. Haukur segir í samtali við Vísi að eftir ellefu ár í íþróttafréttamennskunni hafi verði komin þörf til að skipta um starfsvettvang og prófa eitthvað nýtt. Hann lauk meistaraprófi í markaðsfræðum á dögunum, útskrifaðist um helgina, en hann er menntaður viðskiptafræðingur. „Ég hef samt enn óbilandi áhuga á íþróttum, þetta er stórkostlegt starf,“ segir Haukur. Vaktaálagið hafi þó haft sitt að segja hjá fjölskylduföður á Seltjarnarnesinu. Nýja vinnan verður á hefðbundnum dagvinnutíma. Síðasta verkefni Hauks hjá Ríkisútvarpinu var að lýsa landsleik Færeyja og Íslands sem lauk með 1-0 sigri Íslands. Hann hóf störf hjá Samkeppniseftirlitinu fyrir tveimur vikum og er spenntur. „Já, heldur betur. Þarna er frábært starfsfólk og ótrúlega gaman að vera byrjaður hér. Þetta er ótrúlega mikilvæg stofnun, margt að gerast í kraftmiklu og skemmtilegu umhverfi.“
Vistaskipti Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og lögfræðingurinn Bryndís Ýrr Pálsdóttir hafa sett íbúð sína við Granaskjól í Vesturbær Reykjavíkur á sölu. 29. janúar 2019 10:30 Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Haukur Harðarson og Bjarni Guðjónsson munu lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu. Guðmundur Benediktsson og Einar Örn Jónsson lýsa undanúrslitaleikjunum. Ætlar að fá sér te á leikdag. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og lögfræðingurinn Bryndís Ýrr Pálsdóttir hafa sett íbúð sína við Granaskjól í Vesturbær Reykjavíkur á sölu. 29. janúar 2019 10:30
Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Haukur Harðarson og Bjarni Guðjónsson munu lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu. Guðmundur Benediktsson og Einar Örn Jónsson lýsa undanúrslitaleikjunum. Ætlar að fá sér te á leikdag. 10. júlí 2018 06:00