Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júní 2021 16:07 Það lítur út fyrir að Íslendingar ætli að ferðast innanlands í sumar líkt og í fyrra. Getty/Peter E Strokes Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. Hafdís Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir allt benda til þess að ferðasumarið verði stórt. „Það stefnir í að verða betra en á síðasta ári og það er auðvitað bara brjálað að gera,“ segir Hafdís. Salan byrjaði strax síðasta haust, þrátt fyrir að sölusýningar sem venjulega eru á haustin, hafi frestast vegna heimsfaraldursins. Hún segir fólk gjarnan ákveða strax eftir sumarið hvort það ætli að breyta til eða endurnýja fyrir næsta ár. „Þannig að fólk er byrjað að spá í þetta strax að hausti og svo bara allan veturinn. Það var sala í allan vetur en flestir vilja síðan fá afhent á vorin.“ Útlit fyrir ferðalög innanlands í sumar Hún segir það geta verið of seint að byrja að huga að ferðavagnakaupum á vorin og fólk geti lent í því að grípa í tómt. Þá segir Hafdís engu máli skipta hvort um sé að ræða notaða eða nýja vagna. „Það selst bara allt!“ Þrátt fyrir bólusetningu landsmanna telur Hafdís að Íslendingar eigi fyrst og fremst eftir að ferðast innanlands í sumar. „Mér hefur ekkert fundist fólk vera að fara mikið erlendis í sumar. Það eru alls konar hömlur úti ennþá en mér sýnist stefna í það að fólk fari út næsta vetur, en ekki mikið í sumar held ég.“ Útilegumaðurinn hefur fengið sendingar af ferðavögnum reglulega í sumar, en þeir hafa selst upp jafnóðum. Hafdís hefur ekki tekið saman nákvæma tölu yfir selda vagna í ár, en segir strax vera búið að toppa heildarsölu síðasta sumars. Hún á von á vikulegum sendingum af vögnum fram í ágúst, en býst við því að þeir seljist allir upp. Meiri sala á Facebook en áður Sigurður Heimir Kolbeinsson, sölumaður hjá Vagnahöllinni finnur einnig fyrir ferðahug landsmanna. Eftirspurnin er mikil en nánast allir vagnar eru uppseldir. Hann segir söluna hafa byrjað strax í janúar. „Við eigum einhverja fjóra, fimm vagna. Það eru hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar, svona eitthvað bland í poka.“ Hann kveðst þó eiga ágætis lager af húsbílum, en sá markhópur er þrengri. Sigurður telur tvö til þrjú hundruð vagna hafa selst nú þegar fyrir þetta sumar. Hann segir það aðeins minni sölu en síðasta sumar. „Við erum að selja aðeins minna núna í ár vegna þess að það hefur farið meira yfir á Facebook. Fólk er að selja meira sjálft.“ Hafdís og Sigurður eru ánægð með ferðaþorsta landsmanna en Sigurður segir velgengnina hafa krafist vissa fórna. „Það er búið að vera svo mikið að gera að við kollegi minn höfum ekki náð að horfa á einn einasta fótboltaleik á EM. Það er bara svoleiðis,“ segir Sigurður hlægjandi. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hafdís Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir allt benda til þess að ferðasumarið verði stórt. „Það stefnir í að verða betra en á síðasta ári og það er auðvitað bara brjálað að gera,“ segir Hafdís. Salan byrjaði strax síðasta haust, þrátt fyrir að sölusýningar sem venjulega eru á haustin, hafi frestast vegna heimsfaraldursins. Hún segir fólk gjarnan ákveða strax eftir sumarið hvort það ætli að breyta til eða endurnýja fyrir næsta ár. „Þannig að fólk er byrjað að spá í þetta strax að hausti og svo bara allan veturinn. Það var sala í allan vetur en flestir vilja síðan fá afhent á vorin.“ Útlit fyrir ferðalög innanlands í sumar Hún segir það geta verið of seint að byrja að huga að ferðavagnakaupum á vorin og fólk geti lent í því að grípa í tómt. Þá segir Hafdís engu máli skipta hvort um sé að ræða notaða eða nýja vagna. „Það selst bara allt!“ Þrátt fyrir bólusetningu landsmanna telur Hafdís að Íslendingar eigi fyrst og fremst eftir að ferðast innanlands í sumar. „Mér hefur ekkert fundist fólk vera að fara mikið erlendis í sumar. Það eru alls konar hömlur úti ennþá en mér sýnist stefna í það að fólk fari út næsta vetur, en ekki mikið í sumar held ég.“ Útilegumaðurinn hefur fengið sendingar af ferðavögnum reglulega í sumar, en þeir hafa selst upp jafnóðum. Hafdís hefur ekki tekið saman nákvæma tölu yfir selda vagna í ár, en segir strax vera búið að toppa heildarsölu síðasta sumars. Hún á von á vikulegum sendingum af vögnum fram í ágúst, en býst við því að þeir seljist allir upp. Meiri sala á Facebook en áður Sigurður Heimir Kolbeinsson, sölumaður hjá Vagnahöllinni finnur einnig fyrir ferðahug landsmanna. Eftirspurnin er mikil en nánast allir vagnar eru uppseldir. Hann segir söluna hafa byrjað strax í janúar. „Við eigum einhverja fjóra, fimm vagna. Það eru hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar, svona eitthvað bland í poka.“ Hann kveðst þó eiga ágætis lager af húsbílum, en sá markhópur er þrengri. Sigurður telur tvö til þrjú hundruð vagna hafa selst nú þegar fyrir þetta sumar. Hann segir það aðeins minni sölu en síðasta sumar. „Við erum að selja aðeins minna núna í ár vegna þess að það hefur farið meira yfir á Facebook. Fólk er að selja meira sjálft.“ Hafdís og Sigurður eru ánægð með ferðaþorsta landsmanna en Sigurður segir velgengnina hafa krafist vissa fórna. „Það er búið að vera svo mikið að gera að við kollegi minn höfum ekki náð að horfa á einn einasta fótboltaleik á EM. Það er bara svoleiðis,“ segir Sigurður hlægjandi.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira