Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 23:45 Íhaldsmenn á tröppum ríkisþingsins Michigan í Lansing. Þeir krefjast þess að úrslit kosninganna verði rannsökuð með sama hætti og repúblikanar í Arizona létu gera. Sú endurskoðun hefur verið harðlega gagnrýnd. AP/David Eggert Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. Michigan var eitt þeirra lykilríkja þar sem Joe Biden hafði nauman sigur á Trump í forsetakosningunum í nóvember. Trump heldur því fram enn þann dag í dag að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í Michigan og fleiri ríkjum og fjölmargir repúblikanar taka undir þær ásakanir. Rannsókn eftirlitsnefndar öldungadeildar ríkisþings Michigan leiddi þó ekki í ljós nein kerfisbundin eða stórfelld kosningasvik. Niðurstaða hennar sætir ekki síst tíðindum því repúblikana, sem eru með meirihluta í deildinni, stýra nefndinni. Í skýrslu sem nefndin birti í dag sögðu nefndarmenn að íbúar Michigan gæti borið traust til þess að úrslit kosninganna hafi verið „raunveruleg úrslitin“. Biden hlaut um 155.000 fleiri atkvæði en Trump þar um 2,8 prósent munur. „Fáránlegar“ ásakanir um svik Skýrsluhöfundar voru ómyrkir í máli um ábyrgð þeirra sem dreifðu samsæriskenningum um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. „Nefndin ráðleggur borgurunum eindregið að beina gagnrýnum augum og eyrum þá sem hafa haldið uppi sannanlega fölskum kenningum í eiginhagsmunaskyni,“ segir í skýrslunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvöttu nefndarmenn dómsmálaráðherra ríkisins til þess að rannsaka þá sem héldu uppi stoðlausum ásökunum um framkvæmd kosninganna í Antrim-sýslu. Mikil svikabrigsl upphófust þegar Biden var ranglega lýstur sigurvegari í Antrim. Um mannleg mistök var að ræða sem voru leiðrétt. Ekkert misjafnt kom í ljós þegar atkvæði þar voru handtalin aftur. Þá höfnuðu skýrsluhöfundar sérstaklega nokkrum samsæriskenningum sem bandamenn Trump héldu á lofti, þar á meðal að látið fólk hefði greitt atkvæði og að tugum þúsunda falsaðra utankjörfundaratkvæða hefði verið laumað inn á talningarstað í skjóli nætur í Detroit. Lýstu nefndarmennirnir sumum ásökunum Trump-liða eins og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, sem „fáránlegum“. Jeff Irwin, eini demókratinn í nefndinni, gerði athugasemd við að repúblikanarnir tveir sem sitja með honum í nefndinni hafi verið á meðal ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem báðu Bandaríkjaþing um að rannsaka „trúverðugar“ ásakanir um kosningasvik 4. janúar, tveimur dögum áður en þingið staðfesti kosningaúrslitin. „Það er óheppilegt að ríkisþing Michigan hafi tekið þátt í sirkusnum, dregið fram vitni sem voru ekki trúverðug eða sem héldu fram augljósum rangindum til þess að ýta undir þá lygi að úrslitin í Michigan væru spillt,“ sagði Irwin. Krefjast endurskoðunar líkt og í Arizona Óvíst er hvort að niðurstaða nefndarinnar undir forystu repúblikana hafi mikil áhrif á afstöðu flokkssystkina þeirra. Hópur repúblikana í Michigan kröfðust þess á dögunum að þar færi fram endurskoðun á kosningaúrslitunum í anda umdeildrar rannsóknar repúblikana í Arizona. Endurskoðunin í Arizona, þar sem Biden vann einnig sigur, hefur sætt harðri gagnrýni. Repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins réðu einkafyrirtæki til að fara yfir atkvæði og kosningavélar en eigandi fyrirtækisins tók þátt í að dreifa samsæriskenningum um kosningasvik þar. Sérfræðingar hafa sagt að endurskoðunin sé ekki trúverðug og geti rýrt traust kjósenda á kosningum. Þá heldur Trump áfram að ljúga um að svik hafi kostað sig endurkjör í yfirlýsingum sem hann sendir reglulega frá sér. Þeim fáu repúblikönum sem hafa andæft lygum fyrrverandi forsetans um kosningarnar hefur markvisst verið ýtt til hliðar um allt landið. Þá hafa repúblikanar í fjölmörgum ríkjum nýtt sér stoðlausar ásakanir Trump og félaga sem átyllu til þess að herða lög um framkvæmd kosninga sem gagnrýnendur þeirra segi að geri fólki erfiðara að kjósa, sérstaklega svörtu fólki sem er mun líklegra til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Þrátt fyrir að repúblikanarnir í Michigan hafi ekki fundið nein merki um kosningasvik þar leggja þeir fram breytingar á lögum um kosningar þar til að koma í veg fyrir möguleg svik. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Michigan var eitt þeirra lykilríkja þar sem Joe Biden hafði nauman sigur á Trump í forsetakosningunum í nóvember. Trump heldur því fram enn þann dag í dag að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í Michigan og fleiri ríkjum og fjölmargir repúblikanar taka undir þær ásakanir. Rannsókn eftirlitsnefndar öldungadeildar ríkisþings Michigan leiddi þó ekki í ljós nein kerfisbundin eða stórfelld kosningasvik. Niðurstaða hennar sætir ekki síst tíðindum því repúblikana, sem eru með meirihluta í deildinni, stýra nefndinni. Í skýrslu sem nefndin birti í dag sögðu nefndarmenn að íbúar Michigan gæti borið traust til þess að úrslit kosninganna hafi verið „raunveruleg úrslitin“. Biden hlaut um 155.000 fleiri atkvæði en Trump þar um 2,8 prósent munur. „Fáránlegar“ ásakanir um svik Skýrsluhöfundar voru ómyrkir í máli um ábyrgð þeirra sem dreifðu samsæriskenningum um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. „Nefndin ráðleggur borgurunum eindregið að beina gagnrýnum augum og eyrum þá sem hafa haldið uppi sannanlega fölskum kenningum í eiginhagsmunaskyni,“ segir í skýrslunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvöttu nefndarmenn dómsmálaráðherra ríkisins til þess að rannsaka þá sem héldu uppi stoðlausum ásökunum um framkvæmd kosninganna í Antrim-sýslu. Mikil svikabrigsl upphófust þegar Biden var ranglega lýstur sigurvegari í Antrim. Um mannleg mistök var að ræða sem voru leiðrétt. Ekkert misjafnt kom í ljós þegar atkvæði þar voru handtalin aftur. Þá höfnuðu skýrsluhöfundar sérstaklega nokkrum samsæriskenningum sem bandamenn Trump héldu á lofti, þar á meðal að látið fólk hefði greitt atkvæði og að tugum þúsunda falsaðra utankjörfundaratkvæða hefði verið laumað inn á talningarstað í skjóli nætur í Detroit. Lýstu nefndarmennirnir sumum ásökunum Trump-liða eins og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, sem „fáránlegum“. Jeff Irwin, eini demókratinn í nefndinni, gerði athugasemd við að repúblikanarnir tveir sem sitja með honum í nefndinni hafi verið á meðal ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem báðu Bandaríkjaþing um að rannsaka „trúverðugar“ ásakanir um kosningasvik 4. janúar, tveimur dögum áður en þingið staðfesti kosningaúrslitin. „Það er óheppilegt að ríkisþing Michigan hafi tekið þátt í sirkusnum, dregið fram vitni sem voru ekki trúverðug eða sem héldu fram augljósum rangindum til þess að ýta undir þá lygi að úrslitin í Michigan væru spillt,“ sagði Irwin. Krefjast endurskoðunar líkt og í Arizona Óvíst er hvort að niðurstaða nefndarinnar undir forystu repúblikana hafi mikil áhrif á afstöðu flokkssystkina þeirra. Hópur repúblikana í Michigan kröfðust þess á dögunum að þar færi fram endurskoðun á kosningaúrslitunum í anda umdeildrar rannsóknar repúblikana í Arizona. Endurskoðunin í Arizona, þar sem Biden vann einnig sigur, hefur sætt harðri gagnrýni. Repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins réðu einkafyrirtæki til að fara yfir atkvæði og kosningavélar en eigandi fyrirtækisins tók þátt í að dreifa samsæriskenningum um kosningasvik þar. Sérfræðingar hafa sagt að endurskoðunin sé ekki trúverðug og geti rýrt traust kjósenda á kosningum. Þá heldur Trump áfram að ljúga um að svik hafi kostað sig endurkjör í yfirlýsingum sem hann sendir reglulega frá sér. Þeim fáu repúblikönum sem hafa andæft lygum fyrrverandi forsetans um kosningarnar hefur markvisst verið ýtt til hliðar um allt landið. Þá hafa repúblikanar í fjölmörgum ríkjum nýtt sér stoðlausar ásakanir Trump og félaga sem átyllu til þess að herða lög um framkvæmd kosninga sem gagnrýnendur þeirra segi að geri fólki erfiðara að kjósa, sérstaklega svörtu fólki sem er mun líklegra til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Þrátt fyrir að repúblikanarnir í Michigan hafi ekki fundið nein merki um kosningasvik þar leggja þeir fram breytingar á lögum um kosningar þar til að koma í veg fyrir möguleg svik.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira