Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 11:42 Hér sjást Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, klippa á borða í tilefni fyrsta flugs Play. Vísir/Arnar Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. Vélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf tólf við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia klipptu á borða í tilefni dagsins. Klippa: Klippt á borða þegar Play fer í loftið Birgir og Guðmundur ávörpuðu farþega og fjölmiðla. Guðmundur Daði sagði daginn í dag marka stóran dag fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það væri ævintýri líkast hvernig Íslendingum hefði tekist að búa til jafn blómlegan atvinnuveg í flugi og ferðaþjónustu eins og raun ber vitni. „Þar hafa flugfélögin spilað stærsta hlutverkið og nú er komið að Play,“ sagði hann. „Dagurinn verður varla stærri og gleðilegri“ Þá markar dagurinn sérstök tímamót í sögu flugfélagsins, því ásamt jómfrúarfluginu hófst hlutafjárútboð félagsins klukkan tíu í morgun. „Dagurinn verður nú varla stærri og gleðilegri í sögu fyrirtækisins,“ sagði Birgir með bros á vör. Vélin lagði af stað til Lundúna frá Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Arnar Flugfélagið samanstendur af rúmlega hundrað áhafnarmeðlimum og sextíu til sjötíu starfsmönnum á skrifstofu. Langflestir áhafnarmeðlimir eru fyrrum starfsmenn WOW air, þar sem þeir búa nú þegar yfir þekkingu á þeirri tegund flugvéla sem Play notast við. Play notast við Airbus 320 „fjölskylduna“, eins og Birgir kýs að kalla það, en það eru Airbus 319, 320 og 321. „Við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar og vera með eina tegund af vélum. Það er lykilatriði í þessu.“ Flugfélagið hefur vakið athygli fyrir óhefðbundinn einkennisklæðnað áhafnarmeðlima.Play Framtíðin björt Markmið flugfélagsins er að vera komin með fimmtán flugvélar í sinn flota árið 2025. „Við gerum það í svona yfirveguðum og öguðum skrefum. Framtíðin er svona nokkuð fyrirsjáanleg og björt,“ segir forstjórinn. Félagið hyggst þó ekki stefna á löng flug og lítur á fall WOW air sem lærdóm. „WOW var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist það aðeins af leið. Við ætlum að reyna að gera rétta hluti og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki til Indlands og ekki með breiðþotur til Los Angeles eða neitt slíkt,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Vélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf tólf við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia klipptu á borða í tilefni dagsins. Klippa: Klippt á borða þegar Play fer í loftið Birgir og Guðmundur ávörpuðu farþega og fjölmiðla. Guðmundur Daði sagði daginn í dag marka stóran dag fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það væri ævintýri líkast hvernig Íslendingum hefði tekist að búa til jafn blómlegan atvinnuveg í flugi og ferðaþjónustu eins og raun ber vitni. „Þar hafa flugfélögin spilað stærsta hlutverkið og nú er komið að Play,“ sagði hann. „Dagurinn verður varla stærri og gleðilegri“ Þá markar dagurinn sérstök tímamót í sögu flugfélagsins, því ásamt jómfrúarfluginu hófst hlutafjárútboð félagsins klukkan tíu í morgun. „Dagurinn verður nú varla stærri og gleðilegri í sögu fyrirtækisins,“ sagði Birgir með bros á vör. Vélin lagði af stað til Lundúna frá Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Arnar Flugfélagið samanstendur af rúmlega hundrað áhafnarmeðlimum og sextíu til sjötíu starfsmönnum á skrifstofu. Langflestir áhafnarmeðlimir eru fyrrum starfsmenn WOW air, þar sem þeir búa nú þegar yfir þekkingu á þeirri tegund flugvéla sem Play notast við. Play notast við Airbus 320 „fjölskylduna“, eins og Birgir kýs að kalla það, en það eru Airbus 319, 320 og 321. „Við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar og vera með eina tegund af vélum. Það er lykilatriði í þessu.“ Flugfélagið hefur vakið athygli fyrir óhefðbundinn einkennisklæðnað áhafnarmeðlima.Play Framtíðin björt Markmið flugfélagsins er að vera komin með fimmtán flugvélar í sinn flota árið 2025. „Við gerum það í svona yfirveguðum og öguðum skrefum. Framtíðin er svona nokkuð fyrirsjáanleg og björt,“ segir forstjórinn. Félagið hyggst þó ekki stefna á löng flug og lítur á fall WOW air sem lærdóm. „WOW var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist það aðeins af leið. Við ætlum að reyna að gera rétta hluti og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki til Indlands og ekki með breiðþotur til Los Angeles eða neitt slíkt,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17
Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42
Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01