Telja að 2-5% Íslendinga eigi bitcoin Myntkaup 24. júní 2021 13:01 Patrekur Maron Magnússon, Magnús Kristinn Jónsson, Kjartan Ragnars og Torfi Karl Ólafsson standa á bak við Myntkaup. Vefsíða og app Myntkaupa gerir Íslendingum kleift að stunda viðskipti með bitcoin. Myntkaup er stærsti skiptimarkaður fyrir rafmyntir á Íslandi. Sem stendur er hægt að kaupa og selja rafmyntina bitcoin en fleiri rafmyntir verða í boði þegar fram líða stundir. Myntkaup er skráð hjá Fjármálaeftirlitinu sem þjónustuveitandi viðskipta með sýndarfé síðan í apríl 2020. Patrekur Maron Magnússon, framkvæmdastjóri Myntkaupa segir tíma hafa verið kominn á þessa þjónustu fyrir Íslendinga en vefsíða og app félagsins gerir Íslendingum kleift að stunda viðskipti með bitcoin. „Vefsíðan var sett í loftið 11. maí 2020 og síðan þá hefur félagið vaxið hratt. Viðskiptavinir Myntkaupa telja nú yfir fimm þúsund manns sem er rúmlega 1,5% af fjárráða Íslendingum. Við teljum að u.þ.b. 2-5% Íslendinga eigi bitcoin nú þegar, margir eru hjá okkur og svo er töluvert af fólki sem verslar við erlenda aðila,“ segir Patrekur. Fjórir sérfræðingar starfa hjá Myntkaupum, tveir tölvunarfræðingar, einn verkfræðingur og lögfræðingur. Ásamt því státar Myntkaup af sterku teymi ráðgjafa sem sérhæfa sig í rafmyntum og hugbúnaðarþróun. „Ein af ástæðunum fyrir því að Íslendingar velja að stunda viðskipti við okkur í staðinn fyrir erlenda aðila er vegna þess að við bjóðum upp á einfalda og fljótlega þjónustu sérsniðna að íslenska markaðnum. Viðskiptavinir Myntkaupa geta skráð sig með rafrænum skilríkjum, lagt inn peninga með bankamillifærslu í íslenskum krónum eða Aur alla daga vikunnar og keypt bitcoin á innan við tíu mínútum. Þetta er hraði og þjónusta sem enginn erlendur aðili getur boðið upp á né keppt við.“ „Við finnum fyrir mjög miklum áhuga á bitcoin og inni á síðunni okkar er að finna fróðleik og greinar þar sem hægt er að kynna sér allt um rafmyntir,“ segir Patrekur. Mikill vöxtur hefur verið á rafmyntamarkaðnum hér á Íslandi frá upphafi árs og velta á Myntkaupum hefur verið 400-600 m.kr. á mánuði á árinu 2021. Nú hefur Myntkaup enn aukið við þjónustuna við viðskiptavini og þróað app fyrir snjallsíma. Myntkaup appið fær frábærar viðtökur „Við settum Myntkaup appið í loftið á iOS og Android 8. júní síðastliðinn og það fékk strax frábærar viðtökur. Með appinu geturðu keypt og selt bitcoin, fylgst með gengi bitcoin í rauntíma og athugað eignastöðuna þína á einfaldan máta. Appið gerir Myntkaup enn þægilegra í notkun og bætir þjónustuna fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Patrekur en síðastliðnar tvær vikur hafa yfir þúsund Íslendingar sótt appið. „Til þess að fagna ársafmæli Myntkaupa og því að appið er farið í loftið ætlum við að gefa einum heppnum viðskiptavini sem sækir appið 50.000 króna inneign á Myntkaup. Dregið verður 30. júní næstkomandi.“ Mikil ávöxtun þrátt fyrir sveiflur á markaði Gengi bitcoin hefur verið mjög sveiflukennt upp á síðkastið og lækkað töluvert síðustu vikur. Þrátt fyrir það þá hefur gengi bitcoin hækkað mikið síðastliðið ár. „Það er talið að um 130 milljónir eigi bitcoin og talið að u.þ.b. tvær milljónir manna bætast við í hverri viku. Bitcoin hefur síðasta áratuginn ávaxtast 200% á ári að meðaltali, þ.a. þrátt fyrir miklar skammtímasveiflur þá hefur ávöxtunin verið langt umfram aðra hefðbundnari fjárfestingakosti.“ „Bitcoin er eignaflokkur sem hefur verið að styrkjast síðustu mánuði og árin. Sem dæmi má nefna að aukning í fjölda notenda á bitcoin netinu er hraðari en aukning í fjölda notenda internetsins á sínum fyrstu árum! Nú á dögunum var El Salvador fyrsta ríki heims til þess að innleiða bitcoin sem lögeyri. Bitcoin er tækni sem er í hröðum vexti og þróun og það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta stóra skref hjá El Salvador mun hafa,“ segir Patrekur. „Markmið okkar er að bjóða Íslendingum framúrskarandi þjónustu og nýjungar. Við trúum því að á endanum muni stór hluti þjóðarinnar velja bitcoin sem fjárfestingakost og við viljum greiða leiðina og einfalda það fyrir fólki þegar það ákveður að fjárfesta í bitcoin.“ Áhugasamir geta skráð sig á Myntkaup.is eða með því að sækja Myntkaup appið á Play Store eða App Store. Rafmyntir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Myntkaup er stærsti skiptimarkaður fyrir rafmyntir á Íslandi. Sem stendur er hægt að kaupa og selja rafmyntina bitcoin en fleiri rafmyntir verða í boði þegar fram líða stundir. Myntkaup er skráð hjá Fjármálaeftirlitinu sem þjónustuveitandi viðskipta með sýndarfé síðan í apríl 2020. Patrekur Maron Magnússon, framkvæmdastjóri Myntkaupa segir tíma hafa verið kominn á þessa þjónustu fyrir Íslendinga en vefsíða og app félagsins gerir Íslendingum kleift að stunda viðskipti með bitcoin. „Vefsíðan var sett í loftið 11. maí 2020 og síðan þá hefur félagið vaxið hratt. Viðskiptavinir Myntkaupa telja nú yfir fimm þúsund manns sem er rúmlega 1,5% af fjárráða Íslendingum. Við teljum að u.þ.b. 2-5% Íslendinga eigi bitcoin nú þegar, margir eru hjá okkur og svo er töluvert af fólki sem verslar við erlenda aðila,“ segir Patrekur. Fjórir sérfræðingar starfa hjá Myntkaupum, tveir tölvunarfræðingar, einn verkfræðingur og lögfræðingur. Ásamt því státar Myntkaup af sterku teymi ráðgjafa sem sérhæfa sig í rafmyntum og hugbúnaðarþróun. „Ein af ástæðunum fyrir því að Íslendingar velja að stunda viðskipti við okkur í staðinn fyrir erlenda aðila er vegna þess að við bjóðum upp á einfalda og fljótlega þjónustu sérsniðna að íslenska markaðnum. Viðskiptavinir Myntkaupa geta skráð sig með rafrænum skilríkjum, lagt inn peninga með bankamillifærslu í íslenskum krónum eða Aur alla daga vikunnar og keypt bitcoin á innan við tíu mínútum. Þetta er hraði og þjónusta sem enginn erlendur aðili getur boðið upp á né keppt við.“ „Við finnum fyrir mjög miklum áhuga á bitcoin og inni á síðunni okkar er að finna fróðleik og greinar þar sem hægt er að kynna sér allt um rafmyntir,“ segir Patrekur. Mikill vöxtur hefur verið á rafmyntamarkaðnum hér á Íslandi frá upphafi árs og velta á Myntkaupum hefur verið 400-600 m.kr. á mánuði á árinu 2021. Nú hefur Myntkaup enn aukið við þjónustuna við viðskiptavini og þróað app fyrir snjallsíma. Myntkaup appið fær frábærar viðtökur „Við settum Myntkaup appið í loftið á iOS og Android 8. júní síðastliðinn og það fékk strax frábærar viðtökur. Með appinu geturðu keypt og selt bitcoin, fylgst með gengi bitcoin í rauntíma og athugað eignastöðuna þína á einfaldan máta. Appið gerir Myntkaup enn þægilegra í notkun og bætir þjónustuna fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Patrekur en síðastliðnar tvær vikur hafa yfir þúsund Íslendingar sótt appið. „Til þess að fagna ársafmæli Myntkaupa og því að appið er farið í loftið ætlum við að gefa einum heppnum viðskiptavini sem sækir appið 50.000 króna inneign á Myntkaup. Dregið verður 30. júní næstkomandi.“ Mikil ávöxtun þrátt fyrir sveiflur á markaði Gengi bitcoin hefur verið mjög sveiflukennt upp á síðkastið og lækkað töluvert síðustu vikur. Þrátt fyrir það þá hefur gengi bitcoin hækkað mikið síðastliðið ár. „Það er talið að um 130 milljónir eigi bitcoin og talið að u.þ.b. tvær milljónir manna bætast við í hverri viku. Bitcoin hefur síðasta áratuginn ávaxtast 200% á ári að meðaltali, þ.a. þrátt fyrir miklar skammtímasveiflur þá hefur ávöxtunin verið langt umfram aðra hefðbundnari fjárfestingakosti.“ „Bitcoin er eignaflokkur sem hefur verið að styrkjast síðustu mánuði og árin. Sem dæmi má nefna að aukning í fjölda notenda á bitcoin netinu er hraðari en aukning í fjölda notenda internetsins á sínum fyrstu árum! Nú á dögunum var El Salvador fyrsta ríki heims til þess að innleiða bitcoin sem lögeyri. Bitcoin er tækni sem er í hröðum vexti og þróun og það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta stóra skref hjá El Salvador mun hafa,“ segir Patrekur. „Markmið okkar er að bjóða Íslendingum framúrskarandi þjónustu og nýjungar. Við trúum því að á endanum muni stór hluti þjóðarinnar velja bitcoin sem fjárfestingakost og við viljum greiða leiðina og einfalda það fyrir fólki þegar það ákveður að fjárfesta í bitcoin.“ Áhugasamir geta skráð sig á Myntkaup.is eða með því að sækja Myntkaup appið á Play Store eða App Store.
Áhugasamir geta skráð sig á Myntkaup.is eða með því að sækja Myntkaup appið á Play Store eða App Store.
Rafmyntir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira