Söngur fyrir alla? Dagný Björk Guðmundsdóttir skrifar 24. júní 2021 21:33 Söngur er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu. Það sést hvað best á öllum hinum frábæru kórum sem starfræktir eru út um allt land og fyrir alla aldurshópa. Söngur og tónlist eru enn fremur órjúfanlegur hluti af dýrmætustu stundum lífs okkar - skírn, brúðkaup og jarðarfarir væru heldur dauflegar ef ekki væri fyrir þennan samhljóm sem tónlistin er í lífi okkar. Söngur er m.a.s. eitt af betri meðölum sem við eigum í nútímasamfélagi þar sem stór hluti fólks glímir við geðræn vandamál einhvern tíman á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að söngur getur dregið úr stressi, bætt lundina, fært fólki aukin eldmóð og jafnvel dregið úr skynjun á sársauka á meðan að á söngnum stendur. Ekki má heldur gleyma því að syngja í hóp getur dregið úr félagslegri einangrun. Í Bretlandi er söngur þannig oft notaður í endurhæfingu. Nýlegasta dæmið um slíkt er námsefni og æfingar sem raddþjálfarar frá English National Opera bjuggu til fyrir fólk sem átti í erfiðleikum með öndun eftir veikindi tengt covid-19 smitum. Af þessum sökum er söngnám mikilvægur þáttur í að búa til nýja söngvara sem tilbúin eru að deila með okkur mikilvægustu stundum okkar í lífinu af fagmennsku. Enn fremur er söngnám mikilvægt sem mannrækt. Söngskóli Sigurðar Dementz hefur allar þessar hugmyndir að leiðarljósi í kennslu sinni. Nemandinn fær að dafna á eigin forsendum og fær að njóta sín í vinalegu umhverfi hvort sem að áhugasviðið liggur á sviði klassískrar óperutónlistar, dægurtónlistar eða söngleikjatónlistar. Gildir einu hvort stefnt er á persónulega sigra og sjálfstyrkingu eða, eins og í mínu tilfelli áframhaldandi nám í tónlist, er stuðningur og þolinmæðin sem fæst hjá kennurum og stjórnendum skólans ómetanleg. Kennarar og stjórnendur gefa allt af sér þrátt fyrir að á vori hverju standi þeir frammi fyrir þeirri erfiðu spurningu: Verður starfræktur skóli næsta ár? Einkareknir tónlistarskólar í Reykjavík eru í stöðugri baráttu fyrir lífsviðurværi sínu. Kennarar og nemendur eru skildir eftir í óvissu um hvað verði næsta vetur. Samningsaðilar á milli ríkis og sveitarfélaga eru ekki sammála um hver eigi að greiða hvað og bitnar það á starfsfólki sem finnur ekki fyrir starfsöryggi og ekki síst nemendunum. Fjárstuðningur sem fylgir hverjum nemanda frá yfirvöldum dugar ekki fyrir launum kennara. Því fara skólagjöldin hækkandi. Nú eiga söng- og hljóðfærakennarar rétt á launaleiðréttingu í gegnum lífskjarasamningana. Þá kemur hin stóra spurning: eru það nemendur sem eiga að standa undir þeirri launahækkun eða eiga ríki og sveitarfélög að leggja hönd á plóg? Samningar sem nú þegar eru i gildi við yfirvöld fylgja ekki eftir þessum hækkunum og gera ekki ráð fyrir lífskjarasamningi. Því upphefst á nokkurra ára fresti barátta skólanna um að halda sér á floti. Ein af leiðunum er að hækka skólagjöld og takmarka inngöngu nýrra nemanda. Það stóreykur áhættuna á að núverandi nemendur útilokist frá námi vegna félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna. Tónlistakennarar alls staðar á landinu eiga hrós skilið fyrir að halda úti námi í erfiðum aðstæðum eins og Covid, finna lausnir og leyfa nemendum að dafna. Hrós fyrir að gefast ekki upp. Framtíð þessara skóla er nú í höndum menntamálayfirvalda sem tala ætíð um að auka skuli fjölbreytt námsframboð. Af einhverjum völdum verður tónlistin því miður oft eftir í þessum samtölum. Þjóðfélagið græðir á því að búa til söngvara og tónlistarfólk og fjárfesting í tónlistarmenntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Ég skora því hér með á ríkið og Reykjavíkurborg að tryggja jafnt aðgengi að söng og tónlistarnámi fyrir alla og eyða allri óvissu með rekstur skólanna í eitt skipti fyrir allt. Höfundur er nemandi í Söngskóla Sigurðar Dementz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Tónlist Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Söngur er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu. Það sést hvað best á öllum hinum frábæru kórum sem starfræktir eru út um allt land og fyrir alla aldurshópa. Söngur og tónlist eru enn fremur órjúfanlegur hluti af dýrmætustu stundum lífs okkar - skírn, brúðkaup og jarðarfarir væru heldur dauflegar ef ekki væri fyrir þennan samhljóm sem tónlistin er í lífi okkar. Söngur er m.a.s. eitt af betri meðölum sem við eigum í nútímasamfélagi þar sem stór hluti fólks glímir við geðræn vandamál einhvern tíman á lífsleiðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að söngur getur dregið úr stressi, bætt lundina, fært fólki aukin eldmóð og jafnvel dregið úr skynjun á sársauka á meðan að á söngnum stendur. Ekki má heldur gleyma því að syngja í hóp getur dregið úr félagslegri einangrun. Í Bretlandi er söngur þannig oft notaður í endurhæfingu. Nýlegasta dæmið um slíkt er námsefni og æfingar sem raddþjálfarar frá English National Opera bjuggu til fyrir fólk sem átti í erfiðleikum með öndun eftir veikindi tengt covid-19 smitum. Af þessum sökum er söngnám mikilvægur þáttur í að búa til nýja söngvara sem tilbúin eru að deila með okkur mikilvægustu stundum okkar í lífinu af fagmennsku. Enn fremur er söngnám mikilvægt sem mannrækt. Söngskóli Sigurðar Dementz hefur allar þessar hugmyndir að leiðarljósi í kennslu sinni. Nemandinn fær að dafna á eigin forsendum og fær að njóta sín í vinalegu umhverfi hvort sem að áhugasviðið liggur á sviði klassískrar óperutónlistar, dægurtónlistar eða söngleikjatónlistar. Gildir einu hvort stefnt er á persónulega sigra og sjálfstyrkingu eða, eins og í mínu tilfelli áframhaldandi nám í tónlist, er stuðningur og þolinmæðin sem fæst hjá kennurum og stjórnendum skólans ómetanleg. Kennarar og stjórnendur gefa allt af sér þrátt fyrir að á vori hverju standi þeir frammi fyrir þeirri erfiðu spurningu: Verður starfræktur skóli næsta ár? Einkareknir tónlistarskólar í Reykjavík eru í stöðugri baráttu fyrir lífsviðurværi sínu. Kennarar og nemendur eru skildir eftir í óvissu um hvað verði næsta vetur. Samningsaðilar á milli ríkis og sveitarfélaga eru ekki sammála um hver eigi að greiða hvað og bitnar það á starfsfólki sem finnur ekki fyrir starfsöryggi og ekki síst nemendunum. Fjárstuðningur sem fylgir hverjum nemanda frá yfirvöldum dugar ekki fyrir launum kennara. Því fara skólagjöldin hækkandi. Nú eiga söng- og hljóðfærakennarar rétt á launaleiðréttingu í gegnum lífskjarasamningana. Þá kemur hin stóra spurning: eru það nemendur sem eiga að standa undir þeirri launahækkun eða eiga ríki og sveitarfélög að leggja hönd á plóg? Samningar sem nú þegar eru i gildi við yfirvöld fylgja ekki eftir þessum hækkunum og gera ekki ráð fyrir lífskjarasamningi. Því upphefst á nokkurra ára fresti barátta skólanna um að halda sér á floti. Ein af leiðunum er að hækka skólagjöld og takmarka inngöngu nýrra nemanda. Það stóreykur áhættuna á að núverandi nemendur útilokist frá námi vegna félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna. Tónlistakennarar alls staðar á landinu eiga hrós skilið fyrir að halda úti námi í erfiðum aðstæðum eins og Covid, finna lausnir og leyfa nemendum að dafna. Hrós fyrir að gefast ekki upp. Framtíð þessara skóla er nú í höndum menntamálayfirvalda sem tala ætíð um að auka skuli fjölbreytt námsframboð. Af einhverjum völdum verður tónlistin því miður oft eftir í þessum samtölum. Þjóðfélagið græðir á því að búa til söngvara og tónlistarfólk og fjárfesting í tónlistarmenntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Ég skora því hér með á ríkið og Reykjavíkurborg að tryggja jafnt aðgengi að söng og tónlistarnámi fyrir alla og eyða allri óvissu með rekstur skólanna í eitt skipti fyrir allt. Höfundur er nemandi í Söngskóla Sigurðar Dementz.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun