Segir Klopp hafa dregið úr rígnum og sent broskall Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 08:30 Jordan Henderson í pílukasti eftir að hafa setið fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Getty/Carl Recine Fornir fjendur mætast á Wembley á þriðjudagskvöld þegar England og Þýskaland eigast við á EM. Jordan Henderson segir knattspyrnustjórann Jürgen Klopp hafa dregið úr rígnum á milli þjóðanna. England og Þýskaland hafa ekki mæst í mótsleik síðan á HM árið 2010, þar sem Þjóðverjar unnu 4-1 sigur og „draugamark“ Franks Lampard taldi ekki. Henderson er fyrirliði Liverpool og á í góðu sambandi við þýska stjórann sinn, Klopp, sem hann segir hafa eignast marga aðdáendur í Englandi, ekki bara í röðum stuðningsmanna Liverpool. Með því telur Henderson að Klopp hafi minnkað ríginn á milli Englands og Þýskalands: „Já, stjórinn hjá Liverpool hefur haft mikil áhrif. Persónutöfrar hans eru slíkir að margir elska hann, jafnvel þó að þeir séu hlutlausir stuðningsmenn. Hann hefur verið í stóru hlutverki í enskum fótbolta í úrvalsdeildinni,“ sagði Henderson á fjölmiðlafundi enska landsliðsins. Sendi broskall um leið og lokaflautið gall Henderson greindi jafnframt frá því að hann hefði fengið skilaboð frá Klopp eftir að riðlakeppni EM lauk í fyrrakvöld en þá varð ljóst að England og Þýskaland myndu mætast. „Um leið og lokaflautið gall þá sendi hann mér broskall,“ sagði Henderson, sem hefur verið að komast í gang eftir meiðsli og spilaði sinn 60. landsleiki þegar hann kom inn á gegn Tékklandi á þriðjudaginn. Enski landsliðshópurinn er nokkuð ungur og sjálfsagt muna fáir í hópnum eftir því þegar þjálfari liðsins, Gareth Southgate, klúðraði vítaspyrnu gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM árið 1996. Manchester United-framherjinn Marcus Rashford segir að Englendingar eigi ekki að vera að hugsa um fortíðina. „Við erum komnir í stöðu þar sem við getum skráð okkur í sögubækurnar. Við hugsum bara um að vinna leikinn en ef það tekst þá skráum við okkur í sögubækurnar. Þannig minnist fólk frábærra liða í mörg, mörg ár. Við græðum ekkert á ótta vegna fortíðarinnar. Það er ekki hægt að fara til baka og breyta henni. Við getum bara haft áhrif á næsta leik og komið okkur í sem besta stöðu til að vinna,“ sagði Rashford. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
England og Þýskaland hafa ekki mæst í mótsleik síðan á HM árið 2010, þar sem Þjóðverjar unnu 4-1 sigur og „draugamark“ Franks Lampard taldi ekki. Henderson er fyrirliði Liverpool og á í góðu sambandi við þýska stjórann sinn, Klopp, sem hann segir hafa eignast marga aðdáendur í Englandi, ekki bara í röðum stuðningsmanna Liverpool. Með því telur Henderson að Klopp hafi minnkað ríginn á milli Englands og Þýskalands: „Já, stjórinn hjá Liverpool hefur haft mikil áhrif. Persónutöfrar hans eru slíkir að margir elska hann, jafnvel þó að þeir séu hlutlausir stuðningsmenn. Hann hefur verið í stóru hlutverki í enskum fótbolta í úrvalsdeildinni,“ sagði Henderson á fjölmiðlafundi enska landsliðsins. Sendi broskall um leið og lokaflautið gall Henderson greindi jafnframt frá því að hann hefði fengið skilaboð frá Klopp eftir að riðlakeppni EM lauk í fyrrakvöld en þá varð ljóst að England og Þýskaland myndu mætast. „Um leið og lokaflautið gall þá sendi hann mér broskall,“ sagði Henderson, sem hefur verið að komast í gang eftir meiðsli og spilaði sinn 60. landsleiki þegar hann kom inn á gegn Tékklandi á þriðjudaginn. Enski landsliðshópurinn er nokkuð ungur og sjálfsagt muna fáir í hópnum eftir því þegar þjálfari liðsins, Gareth Southgate, klúðraði vítaspyrnu gegn Þýskalandi í undanúrslitum EM árið 1996. Manchester United-framherjinn Marcus Rashford segir að Englendingar eigi ekki að vera að hugsa um fortíðina. „Við erum komnir í stöðu þar sem við getum skráð okkur í sögubækurnar. Við hugsum bara um að vinna leikinn en ef það tekst þá skráum við okkur í sögubækurnar. Þannig minnist fólk frábærra liða í mörg, mörg ár. Við græðum ekkert á ótta vegna fortíðarinnar. Það er ekki hægt að fara til baka og breyta henni. Við getum bara haft áhrif á næsta leik og komið okkur í sem besta stöðu til að vinna,“ sagði Rashford. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn