Frjálslynt fólk í frábærum flokki Arnar Páll Guðmundsson skrifar 26. júní 2021 07:01 „Arnar af hverju ert þú í pólitík?“ Þetta er spurning sem ég fæ oft þegar fólk heyrir að ég starfi með Viðreisn og gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í framhaldinu fylgir oft spurningin um hvort pólitík sé ekki bara ákveðin leið til þess að koma sínum málum á framfæri og skapa svigrúm fyrir persónulegan ávinning? Ég lít ekki svo á og í Viðreisn hef ég aldrei orðið var við slík viðhorf. Í Viðreisn eru allir jafnir og allir hafa sama rétt til að tjá sig. Við höfum skoðanir og við tökumst á, en á endanum er tekin sameiginleg ákvörðun út frá rökum enda lítum við svo á að enginn einn einstaklingur sé stærri en sú liðsheild sem hann tilheyrir. Það vita það kannski ekki margir en eitt af fyrstu verkum okkar í Viðreisn var að setja fram reglur um orðfæri. Þannig hefur góð og vönduð orðræða ávallt verið hluti af grunngildum okkar en meginstefið þar er að fara aldrei í manninn heldur málefnin. Til þess að ná árangri er mikilvægt að temja sér gott orðfæri, með virðingu fyrir fólki í fyrirrúmi. Í Viðreisn lítum við ekki á áskoranir sem ógn heldur tækifæri og tökum á móti þeim með opnum huga. Haustið 2017 fengum við stóra áskorun í fangið þegar boðað var óvænt til kosninga. Á sama tíma var fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Á þessum tímapunkti tók Viðreisn áhættu þar sem skipt var um forystu í flokknum. Allir lögðust á eitt til að tryggja að flokkurinn ætti áfram fulltrúa á þingi. Áhættan var þess virði og Viðreisn var siglt í örugga höfn. Þegar ég lít til baka er ég mjög ánægður með að hafa gengið til liðs við Viðreisn á sínum tíma og fundið hugsjónum mínum um betra samfélag farveg þar. Það sem hefur heillað mig mest við flokkinn er að hann er ungur og iðar af lífi og berst fyrir frjálslyndi og jafnrétti. Fyrir mig eru það forréttindi að tilheyra slíkum hópi. Þegar ég er spurður að því hvaða fólk sé í Viðreisn þá svara ég ávallt með stolti að við séum einfaldlega frjálslynt fólk í frábærum flokki, sem setur almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Arnar af hverju ert þú í pólitík?“ Þetta er spurning sem ég fæ oft þegar fólk heyrir að ég starfi með Viðreisn og gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í framhaldinu fylgir oft spurningin um hvort pólitík sé ekki bara ákveðin leið til þess að koma sínum málum á framfæri og skapa svigrúm fyrir persónulegan ávinning? Ég lít ekki svo á og í Viðreisn hef ég aldrei orðið var við slík viðhorf. Í Viðreisn eru allir jafnir og allir hafa sama rétt til að tjá sig. Við höfum skoðanir og við tökumst á, en á endanum er tekin sameiginleg ákvörðun út frá rökum enda lítum við svo á að enginn einn einstaklingur sé stærri en sú liðsheild sem hann tilheyrir. Það vita það kannski ekki margir en eitt af fyrstu verkum okkar í Viðreisn var að setja fram reglur um orðfæri. Þannig hefur góð og vönduð orðræða ávallt verið hluti af grunngildum okkar en meginstefið þar er að fara aldrei í manninn heldur málefnin. Til þess að ná árangri er mikilvægt að temja sér gott orðfæri, með virðingu fyrir fólki í fyrirrúmi. Í Viðreisn lítum við ekki á áskoranir sem ógn heldur tækifæri og tökum á móti þeim með opnum huga. Haustið 2017 fengum við stóra áskorun í fangið þegar boðað var óvænt til kosninga. Á sama tíma var fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Á þessum tímapunkti tók Viðreisn áhættu þar sem skipt var um forystu í flokknum. Allir lögðust á eitt til að tryggja að flokkurinn ætti áfram fulltrúa á þingi. Áhættan var þess virði og Viðreisn var siglt í örugga höfn. Þegar ég lít til baka er ég mjög ánægður með að hafa gengið til liðs við Viðreisn á sínum tíma og fundið hugsjónum mínum um betra samfélag farveg þar. Það sem hefur heillað mig mest við flokkinn er að hann er ungur og iðar af lífi og berst fyrir frjálslyndi og jafnrétti. Fyrir mig eru það forréttindi að tilheyra slíkum hópi. Þegar ég er spurður að því hvaða fólk sé í Viðreisn þá svara ég ávallt með stolti að við séum einfaldlega frjálslynt fólk í frábærum flokki, sem setur almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun