Sterkt samstarf frændþjóða Oddný Harðardóttir skrifar 26. júní 2021 12:31 Frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði: Heimsfaraldurinn hefur valdið truflunum í daglegu lífi margra, bæði almennings og fyrirtækja þvert á landamæri Norðurlanda. Þess vegna er mikilvægt að við á Norðurlöndum sameinumst í þróun og framleiðslu bóluefna, svo að við séum tilbúin til að opna samfélögin okkar fljótt næst þegar við stöndum frammi fyrir útbreiðslu hættulegrar farsóttar. Í fyrsta skipti í heila öld stendur heimurinn frammi fyrir heimsfaraldri. Lönd heimsins hafa brugðist á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Á Norðurlöndum hefur okkur almennt gengið vel. Fáir hafa látist vegna veirunnar og hagkerfi flestra Norðurlanda virðast ætla að komast í gegnum kreppuna án mikilla áfalla. Við getum verið stolt af því. Við sjáum ljós við enda ganganna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sýnt fram á að við á Norðurlöndum erum ekki nógu vel sett hvað varðar þróun og framleiðslu bóluefna og upp á aðra komin, en það þarf ekki endilega að vera raunin til framtíðar. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir öflugum lyfjageira og hátt menntunarstig okkar veitir aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Opinberu velferðarkerfin í löndunum okkar hafa kappkostað að skapa sem mestan samfélagslegan ávinning í stað þess að einblína einungis á sem mestan gróða. Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, sænski viðskipta- og iðnaðarráðherrann Ibrahim Baylan og Anna Hallberg utanríkis- og samvinnuráðherra hafa lagt til að Norðurlöndin sameinist um að koma á fót og fjármagna þróun og framleiðslu sameiginlegs norræns bóluefnis. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því sama. Við í flokkahópi jafnaðarmanna sjáum fram á mikinn ávinning í því og vonum því að öll Norðurlöndin styðji tillöguna. Það er nefnilega mikilvægt að skilja að við þurfum að búa okkur undir það að Covid-19 getur verið eitthvað sem við munum búa við í mörg ár. Þrátt fyrir að flestir íbúar Norðurlandanna verði fljótlega full bólusettir, getur vírusinn stökkbreyst í afbrigði sem bóluefnin virka ekki vel á. Þess vegna verður áframhaldandi þörf á að þróa ný bóluefni sem geta virkað gegn nýjum stökkbreytingum veirunnar. Við á Norðurlöndum stefnum að því metnaðarfulla markmiði að vera samofnasta svæðið í heiminum. Vinnumarkaðir okkar og velferðarkerfi eru svo svipuð að náið samstarf væri mikill styrkur og fyrirmynd margra um allan heim. Þess vegna verðum við líka að gera það sem við getum til að tryggja að við þurfum ekki að loka landamærunum endurtekið vegna nýrra stökkbreytinga veirunnar. Við verðum að standa saman og nýta styrkleika hvors annars svo við getum þróað og framleitt nægilegt bóluefni og getum fljótt og örugglega bólusett íbúa Norðurlandanna þegar þörf krefur. Í framtíðinni gæti heimurinn þurft að loka aftur vegna nýrra stökkbreytinga, en á Norðurlöndum viljum við vera í stakk búin til að bólusetja íbúana fljótt svo við getum að minnsta kosti opnað lönd okkar hvert fyrir öðru. Við þær aðstæður gætum við kannski ekki farið í frí til Spánar eða Ítalíu en við gætum farið til Grænlands, Finnlands eða Danmerkur. Það mun einnig veita aukið öryggi fyrir fyrirtæki og fyrir fólk sem ferðast milli landanna vegna vinnu eða náms. Á sama tíma munum við á Norðurlöndum enn og aftur geta sýnt fram á að samstarf nágranna er styrkur fyrir okkur öll. Höfundur er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Norðurlandaráð Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði: Heimsfaraldurinn hefur valdið truflunum í daglegu lífi margra, bæði almennings og fyrirtækja þvert á landamæri Norðurlanda. Þess vegna er mikilvægt að við á Norðurlöndum sameinumst í þróun og framleiðslu bóluefna, svo að við séum tilbúin til að opna samfélögin okkar fljótt næst þegar við stöndum frammi fyrir útbreiðslu hættulegrar farsóttar. Í fyrsta skipti í heila öld stendur heimurinn frammi fyrir heimsfaraldri. Lönd heimsins hafa brugðist á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Á Norðurlöndum hefur okkur almennt gengið vel. Fáir hafa látist vegna veirunnar og hagkerfi flestra Norðurlanda virðast ætla að komast í gegnum kreppuna án mikilla áfalla. Við getum verið stolt af því. Við sjáum ljós við enda ganganna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sýnt fram á að við á Norðurlöndum erum ekki nógu vel sett hvað varðar þróun og framleiðslu bóluefna og upp á aðra komin, en það þarf ekki endilega að vera raunin til framtíðar. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir öflugum lyfjageira og hátt menntunarstig okkar veitir aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Opinberu velferðarkerfin í löndunum okkar hafa kappkostað að skapa sem mestan samfélagslegan ávinning í stað þess að einblína einungis á sem mestan gróða. Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, sænski viðskipta- og iðnaðarráðherrann Ibrahim Baylan og Anna Hallberg utanríkis- og samvinnuráðherra hafa lagt til að Norðurlöndin sameinist um að koma á fót og fjármagna þróun og framleiðslu sameiginlegs norræns bóluefnis. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því sama. Við í flokkahópi jafnaðarmanna sjáum fram á mikinn ávinning í því og vonum því að öll Norðurlöndin styðji tillöguna. Það er nefnilega mikilvægt að skilja að við þurfum að búa okkur undir það að Covid-19 getur verið eitthvað sem við munum búa við í mörg ár. Þrátt fyrir að flestir íbúar Norðurlandanna verði fljótlega full bólusettir, getur vírusinn stökkbreyst í afbrigði sem bóluefnin virka ekki vel á. Þess vegna verður áframhaldandi þörf á að þróa ný bóluefni sem geta virkað gegn nýjum stökkbreytingum veirunnar. Við á Norðurlöndum stefnum að því metnaðarfulla markmiði að vera samofnasta svæðið í heiminum. Vinnumarkaðir okkar og velferðarkerfi eru svo svipuð að náið samstarf væri mikill styrkur og fyrirmynd margra um allan heim. Þess vegna verðum við líka að gera það sem við getum til að tryggja að við þurfum ekki að loka landamærunum endurtekið vegna nýrra stökkbreytinga veirunnar. Við verðum að standa saman og nýta styrkleika hvors annars svo við getum þróað og framleitt nægilegt bóluefni og getum fljótt og örugglega bólusett íbúa Norðurlandanna þegar þörf krefur. Í framtíðinni gæti heimurinn þurft að loka aftur vegna nýrra stökkbreytinga, en á Norðurlöndum viljum við vera í stakk búin til að bólusetja íbúana fljótt svo við getum að minnsta kosti opnað lönd okkar hvert fyrir öðru. Við þær aðstæður gætum við kannski ekki farið í frí til Spánar eða Ítalíu en við gætum farið til Grænlands, Finnlands eða Danmerkur. Það mun einnig veita aukið öryggi fyrir fyrirtæki og fyrir fólk sem ferðast milli landanna vegna vinnu eða náms. Á sama tíma munum við á Norðurlöndum enn og aftur geta sýnt fram á að samstarf nágranna er styrkur fyrir okkur öll. Höfundur er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun