Markalaust var í hálfleik í viðureign Hollendinga og Tékka. Matthijs de Ligt fékk að líta beint rautt spjald í liði Hollendinga á 52. mínútu og Tékkar gengu á lagið.
Tomas Holes skoraði fyrsta mark leiksins á 68. mínútu og lagði svo upp fyrir félaga sinn Patrik Schick tíu mínútum fyrir leikslok.
Portúgal mun ekki verja Evrópumeistaratitilinn eftir 1-0 tap gegn Belgum sem sitja í efsta sæti styrkleikalista FIFA.
Thorgan Hazard skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig.
Mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.