Binni Glee spáði reyndar Þýskalandi áfram en Bassi Maraj benti honum góðfúslega á að „öll bestu liðin eru í Englandi.“
„Horfir þú á þýsku deildina?“ spurði Patrekur Jaime í kjölfarið. „Ég elska bara Berlín svo mikið,“ sagði Brynjar um ákvörðun sína og Patrekur tók undir en viðurkenndi einnig að hann elski London.
Patrekur spurði svo í kjölfarið hvort Binni eða Bassi þekktu einhverja leikmenn í enska landsliðinu.
„Já, Mason Greenwood og Phil Foden,“ svaraði Binni um hæl. „Hvað heitir aftur gaurinn sem var með ilmvötnin og konan hans var í Spice Girls?“ spurði Bassi.
Varðandi leik Svíþjóðar og Úkraínu voru þeir Æðisdrengir sammála um að Svíþjóð myndi fljúga áfram en upphófst mikil umræða hvernig Svíþjóð væri skrifað. Þetta kostulega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan.
Við þurfum svo bara að bíða þangað til leikjum dagsins er lokið til að sjá hversu forspáir þeir drengir eru en þeim hefur gengið nokkuð vel hingað til.
Leikur Englands og Þýskalands hefst klukkan 16.00 á meðan Svíþjóð og Úkraína mætast klukkan 19.00.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.