Segir Marek sitja heilan heilsu inni á geðdeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júní 2021 19:00 Lögmaður mannsins sem dæmdur var til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg síðasta sumar segir hann sæta ómannúðlegri meðferð á réttargeðdeild. Sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Þann 3. júní kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm þar sem Marek Moszczynski, pólskur maður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. „Við höfum sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar. Þar sem hann var ekki dæmdur til refsingar heldur á öryggisgeðdeild þá þarf að sækja um formlegt leyfi til að áfrýja málinu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Marek. Þeir hafi ekki verið sáttir með niðurstöðu héraðsdóms. „Það eru atriði þarna í þessu sem við teljum að hafi ekki verið fullrannsökuð og rétt að fá frekara álit á og skoðun þeirra sem betur til þekkja, sérfræðinga.“ Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hefur sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar.VÍSIR/SIGURJÓN Nokkrum dögum fyrir daginn örlagaríka hafi Marek verið á spítala með magasár og tekið ákveðin lyf. Stefán segir að geðtruflanir séu meðal hugsanlegra aukaverkana af lyfjunum sem Marek hafði tekið á spítalanum. Þetta hafi ekki verið rannsakað sérstaklega undir rekstri málsins. „Ef þetta var manía af völdum lyfja þá hefði það væntanlega þýtt að ástandið sem slíkt var ekki varanlegt heldur tímabundið og þá hefði hann ekki þurft að vistast á geðdeild,“ segir Stefán Karl. Marek fái hvorki meðferð né lyf Marek dvaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um eitt ár þar til dómur féll og hefur verið á Kleppi síðan. „Og staðan er einfaldlega sú í dag að hann er ekki í neinni lyfjameðferð, hann er ekki í neinni meðferð, hann situr í rauninni bara heill heilsu inni á geðdeild og þetta er í mínum huga ekki neitt annað en ómannúðleg meðferð og bara fangelsisrefsing,“ segir Stefán Karl. „Það er algjörlega ljóst í mínum huga að þarna er maður sem var alvarlega veikur, veikindaástæðan sem hrjáði hann er ekki fyrir hendi lengur, hann er vistaður inni á sjúkrastofnun fyrir alvarlega veika einstaklinga án þess að honum sé veitt nein meðferð. Bara með því að segja þetta upphátt áttar maður sig á því hversu vitlaust þetta er,“ segir Stefán Karl. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þann 3. júní kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm þar sem Marek Moszczynski, pólskur maður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. „Við höfum sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar. Þar sem hann var ekki dæmdur til refsingar heldur á öryggisgeðdeild þá þarf að sækja um formlegt leyfi til að áfrýja málinu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Marek. Þeir hafi ekki verið sáttir með niðurstöðu héraðsdóms. „Það eru atriði þarna í þessu sem við teljum að hafi ekki verið fullrannsökuð og rétt að fá frekara álit á og skoðun þeirra sem betur til þekkja, sérfræðinga.“ Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hefur sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar.VÍSIR/SIGURJÓN Nokkrum dögum fyrir daginn örlagaríka hafi Marek verið á spítala með magasár og tekið ákveðin lyf. Stefán segir að geðtruflanir séu meðal hugsanlegra aukaverkana af lyfjunum sem Marek hafði tekið á spítalanum. Þetta hafi ekki verið rannsakað sérstaklega undir rekstri málsins. „Ef þetta var manía af völdum lyfja þá hefði það væntanlega þýtt að ástandið sem slíkt var ekki varanlegt heldur tímabundið og þá hefði hann ekki þurft að vistast á geðdeild,“ segir Stefán Karl. Marek fái hvorki meðferð né lyf Marek dvaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um eitt ár þar til dómur féll og hefur verið á Kleppi síðan. „Og staðan er einfaldlega sú í dag að hann er ekki í neinni lyfjameðferð, hann er ekki í neinni meðferð, hann situr í rauninni bara heill heilsu inni á geðdeild og þetta er í mínum huga ekki neitt annað en ómannúðleg meðferð og bara fangelsisrefsing,“ segir Stefán Karl. „Það er algjörlega ljóst í mínum huga að þarna er maður sem var alvarlega veikur, veikindaástæðan sem hrjáði hann er ekki fyrir hendi lengur, hann er vistaður inni á sjúkrastofnun fyrir alvarlega veika einstaklinga án þess að honum sé veitt nein meðferð. Bara með því að segja þetta upphátt áttar maður sig á því hversu vitlaust þetta er,“ segir Stefán Karl.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira