Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð.
Verði ykkur að góðu!
Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati
- Uppskrift:
-
- 1 kg flanksteik (hægt að panta hjá Kjötkompaníinu)
- SPG-kryddblandan eða salt og pipar
- 200 g rjómaostur
- 100 g spínat
- Grillpinnar eða kjötsnæri
Aðferð:
- Kyndið grillið í 150 gráður.
- Smyrjið rjómaosti á kjötið og setjið vel af spínati. Vefjið þétt upp í rúllu, stingið grillpinna eða bindið upp svo steikin haldist saman.
- Setjið olíu á kjötið og kryddið með SPG eða salti og pipar.
- Setjið kjötið á óbeinan hita þar til það nær 49 gráðum í kjarnhita.
- Kyndið grillið í botn og setjið á beinan hita. Brúnið þar til kjötið nær 54 gráðum í kjarnhita. Hvílið í tíu mínútur.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.
Úrbeinað fyllt lambalæri
Surf’n’turf