„Talandi um Beckham, ég held við séum með stuðningsmenn dagsins,“ sagði Guðmundur Benediktsson, annar af þáttastjórnendum, er myndir af fyrrum knattspyrnumanninum David Beckham við hlið tónlistarmannsins Ed Sheeran birtust á skjánum.
Munnsvipur David Seaman, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, sást einnig á myndinni en Seaman hlaut ekki sömu ást og Beckham.
„Ég verð samt að grípa inn í sem eina konan í þessu setti. Beckham, hann eldist vel,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hún stýrir þættinum með Gumma Ben. Í kjölfarið færðist umræðan að hárinu á Beckham.
„Ég er búinn að heyra – við erum fjórir sköllóttir hérna inni – að hann er búinn að fara í tvær hárígræðslur. Vissuð þið af því?“ spurði Aron Einar.
„Já ókei, það er von,“ svaraði Jóhannes Ásbjörnsson, hinn gestur EM í dag að þessu sinni á meðan Gummi og Ólafur Kristjánsson spurðu í kór „hjá hverjum er hann?“
Aron stakk upp á að hringja í Björgólf Thor Björgólfsson, góðvin Beckham, og fá úr því skorið hvar hann lætur lappa upp á hárið á sér.
Þetta skondna innslag má sjá í spilaranum hér að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.