Fasteignafélag stofnað utan um húsnæði Háskóla Íslands Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 11:40 Jón Atli Benediktsson og Bjarni Benediktsson við undirritun stofnsamnings um nýtt fasteignafélag. Stjórnarráðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, gengu í gær formlega frá stofnun sérstaks fasteignafélags um eignarhald og umsjá fasteigna sem nýttar eru í starfsemi skólans. Fasteignir skólans verða nú færðar í fasteignafélag sem mun rukka skólann um leigu fyrir afnot fasteignanna. Miðað verður við að leigan verði hóflegt endurgjald eða jafnvel raunkostnaður. Með þessu er verið að uppfylla þau grunnsjónarmið sem koma fram í lögum um opinber fjármál um sérhæfða eignaumsýslu og fjárhagslegt gagnsæi við húsnæðisrekstur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að stofnun félagsins síðastliðin tvö ár. „Lögð var rík áhersla á að rekstur fasteigna undir starfsemi Háskólans yrði sem næst stjórnsýslu hans enda hefur verið staðið vel að uppbyggingu fasteigna undir starfsemina allt frá stofnun skólans. Af þessum sökum óskaði Háskólinn eftir því að stofnað yrði sérstakt félag utan fasteignirnar og er það mjög ánægjulegt að stjórnvöld hafi orðið við þeirri beiðni háskólans með stofnun þessa félags,“ segir hann. Fasteignasafnið þjóni sem best hagsmunum Háskólans Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi markvisst verið unnið að því að byggja upp miðlæga og faglega umsýslu á eignasafni ríkisins ásamt því að auka fjárhagslegt gagnsæi við rekstur fasteigna. Með stofnun fasteignafélags um fasteignir Háskóla Íslands sé mikilvægt skref stigið í þá átt að ljúka þeirri vinnu. Breyttu fyrirkomulagi er ætlað að tryggja að nauðsynleg sérþekking sé til staðar í tengslum við viðhald og umsýslu sérhæfðra eigna háskólans sem eru nátengd starfseminni og koma í veg fyrir að viðhaldsskuld geti myndast í fasteignarekstrinum. „Með stofnun fasteignafélagsins er tryggt að kostnaður við rekstur fasteignanna verður sýnilegur án þess að það komi niður á fjárhagslegri getu háskólans til veita þá þjónustu sem honum er ætlað að veita. Þetta skapar fjárhagslegt aðhald og hvata til hagræðingar í rekstri húsnæðis, bæði með betri nýtingu og með þróun fasteignasafnsins þannig að það þjóni sem best hagsmunum háskólans,“ segir Bjarni Benediktsson um stofnun fasteignafélagsins. Háskólinn er um hundrað þúsund fermetrar Háskóli Íslands nýtir um 100 þúsund fermetra af húsnæði fyrir starfsemi sína í dag í nokkrum tugum bygginga. Til viðbótar leigir háskólinn um fimm þúsund fermetra. Til samanburðar þá nýtir Landspítalinn um 162 þúsund fermetra undir sína starfsemi og Ríkiseignir eru með yfir 500 þúsund fermetra í sinni umsýslu víðsvegar um landið. Háskólar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fasteignir skólans verða nú færðar í fasteignafélag sem mun rukka skólann um leigu fyrir afnot fasteignanna. Miðað verður við að leigan verði hóflegt endurgjald eða jafnvel raunkostnaður. Með þessu er verið að uppfylla þau grunnsjónarmið sem koma fram í lögum um opinber fjármál um sérhæfða eignaumsýslu og fjárhagslegt gagnsæi við húsnæðisrekstur. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er þakklátur öllum þeim sem komið hafa að stofnun félagsins síðastliðin tvö ár. „Lögð var rík áhersla á að rekstur fasteigna undir starfsemi Háskólans yrði sem næst stjórnsýslu hans enda hefur verið staðið vel að uppbyggingu fasteigna undir starfsemina allt frá stofnun skólans. Af þessum sökum óskaði Háskólinn eftir því að stofnað yrði sérstakt félag utan fasteignirnar og er það mjög ánægjulegt að stjórnvöld hafi orðið við þeirri beiðni háskólans með stofnun þessa félags,“ segir hann. Fasteignasafnið þjóni sem best hagsmunum Háskólans Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi markvisst verið unnið að því að byggja upp miðlæga og faglega umsýslu á eignasafni ríkisins ásamt því að auka fjárhagslegt gagnsæi við rekstur fasteigna. Með stofnun fasteignafélags um fasteignir Háskóla Íslands sé mikilvægt skref stigið í þá átt að ljúka þeirri vinnu. Breyttu fyrirkomulagi er ætlað að tryggja að nauðsynleg sérþekking sé til staðar í tengslum við viðhald og umsýslu sérhæfðra eigna háskólans sem eru nátengd starfseminni og koma í veg fyrir að viðhaldsskuld geti myndast í fasteignarekstrinum. „Með stofnun fasteignafélagsins er tryggt að kostnaður við rekstur fasteignanna verður sýnilegur án þess að það komi niður á fjárhagslegri getu háskólans til veita þá þjónustu sem honum er ætlað að veita. Þetta skapar fjárhagslegt aðhald og hvata til hagræðingar í rekstri húsnæðis, bæði með betri nýtingu og með þróun fasteignasafnsins þannig að það þjóni sem best hagsmunum háskólans,“ segir Bjarni Benediktsson um stofnun fasteignafélagsins. Háskólinn er um hundrað þúsund fermetrar Háskóli Íslands nýtir um 100 þúsund fermetra af húsnæði fyrir starfsemi sína í dag í nokkrum tugum bygginga. Til viðbótar leigir háskólinn um fimm þúsund fermetra. Til samanburðar þá nýtir Landspítalinn um 162 þúsund fermetra undir sína starfsemi og Ríkiseignir eru með yfir 500 þúsund fermetra í sinni umsýslu víðsvegar um landið.
Háskólar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira