Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2021 12:01 Tsíkanúskaja sagði þvingunaraðgerðir gegn stjórn Lúkasjenka nauðsynlegar en þær leysi vandann ekki einar og sér. Vísir/Arnar Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. Tsíkanúskaja tók við forsetaframboði eiginmanns hennar þegar hann var fangelsaður á síðasta ári. Andstæðingar Alexanders Lúkasjenka forseta, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu, flykktust á bak við hana. Svo fór, samkvæmt landskjörstjórn, að Lúkasjenka náði endurkjöri en alvarlegir vankantar þykja hafa verið á framkvæmd kosninganna og hefur Lúkasjenka verið sakaður um svindl, ekki í fyrsta skipti. Mikil fjöldamótmæli tóku við og fjöldi pólitískra handtaka. Tsíkanúskaja flúði til Litáens og hefur þaðan verið helsti málsvari lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús. Leita að bandamönnum „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ segir Tsíkanúskaja um markmið heimsóknar sinnar hingað til lands. Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota og segir Tsíkanúskaja þörf á alþjóðlegum þrýstingi. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim,“ segir Tsíkanúskaja. Nú þurfi bæði Hvít-Rússar og alþjóðasamfélagið að sýna samstöðu. Frekar verður rætt við þau Tsíkanúskaju og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í kvöldfréttum. Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Tsíkanúskaja tók við forsetaframboði eiginmanns hennar þegar hann var fangelsaður á síðasta ári. Andstæðingar Alexanders Lúkasjenka forseta, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu, flykktust á bak við hana. Svo fór, samkvæmt landskjörstjórn, að Lúkasjenka náði endurkjöri en alvarlegir vankantar þykja hafa verið á framkvæmd kosninganna og hefur Lúkasjenka verið sakaður um svindl, ekki í fyrsta skipti. Mikil fjöldamótmæli tóku við og fjöldi pólitískra handtaka. Tsíkanúskaja flúði til Litáens og hefur þaðan verið helsti málsvari lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús. Leita að bandamönnum „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ segir Tsíkanúskaja um markmið heimsóknar sinnar hingað til lands. Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota og segir Tsíkanúskaja þörf á alþjóðlegum þrýstingi. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim,“ segir Tsíkanúskaja. Nú þurfi bæði Hvít-Rússar og alþjóðasamfélagið að sýna samstöðu. Frekar verður rætt við þau Tsíkanúskaju og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í kvöldfréttum.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12