Hnífurinn sem ráðherra sér ekki Björn Leví Gunnarsson skrifar 2. júlí 2021 16:31 Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefði ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að það kom á óvart í þetta skipti er vegna þess að Alþingi afgreiddi tvær samgönguáætlanir á kjörtímabilinu. Fyrst samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 (ásamt 15 ára áætlun) og svo var samgönguáætlun uppfærð fyrir árin 2020 – 2024 (ásamt 15 ára áætlun). Mikið var gert úr því í fyrri samgönguáætluninni að hún væri fullfjármögnuð, eða eins og forsætisráðherra sagði í atkvæðagreiðslu um málið: „Ég tek undir með þeim sem fagna því að hér liggur fyrir fullfjármögnuð samgönguáætlun.“ Sú fullyrðing stóðst nú ekki lengi því strax á næsta þingi var lögð fram ný samgönguáætlun með innbyggðri vanfjármögnun. Eða eins og samgönguráðherra sagði í framsögu sinni: „Á árunum 2022–2024 er þó gert ráð fyrir að útgjöld til nýframkvæmda á vegakerfinu verði 1,5 milljarðar kr. umfram ramma fjármálaáætlunar. Við þurfum sem sagt meira fé.“ Vandamálinu ýtt fram yfir kosningar Þetta ætti ekki að vera neitt vandamál því ríkisstjórnin átti eftir að leggja fram nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 og enn fremur síðustu fjármálaáætlun sína fyrir árin 2022 – 2026. Það var því nægur tími fyrir ríkisstjórnina til þess að fjármagna þessa samgönguáætlun sína. Það sem gerðist áður en næsta fjármálaáætlun var lögð fram á þingi var heimsfaraldur. Þannig að í stað þess að leggja fram fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 strax um vorið 2020, til þess að sýna fram á hvernig stjórnvöld ætluðu að beita opinberum fjármálum út úr faraldrinum, þá frestuðu stjórnvöld því fram á haust. Fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 var því ekki samþykkt fyrr en í desember 2020, ásamt fjárlögum. Það sem vantaði í þá fjármálaáætlun var að fjármagna uppfærða samgönguáætlun. Það má segja sem svo að þingið hafi verið ansi upptekið við að sinna viðbrögðum við faraldrinum í desember 2020 þannig að ég man ekki eftir því að neinn hafi verið að leita að því hvort samgönguáætlun hafi verið fullfjármögnuð í nýrri fjármálaáætlun. Að minnsta kosti eru engar umsagnir sem fjalla um þetta nýja fé sem vantar né kom það fram í kynningu samgönguráðuneytisins. Vegagerðin minnir ekki á þetta í fjármálaáætlunarferlinu heldur. Engar vísbendingar um að sú áætlun sem þingið samþykkti sé áfram ófjármögnuð. Samt er talað um stórátak í samgöngumálum – sem er svo sem alveg satt, það er bara ófjármagnað um 1,5 milljarð á ári frá og með næsta ári. Það er að segja, eftir kosningar. Nú gæti einhver sagt, og talsmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa svo sem sagt það líka, að það sé bara verkefni næstu ríkisstjórnar að skipuleggja ríkisfjármálin. Á meðan það er auðvitað satt og rétt, þá skipulagði þessi ríkisstjórn líka ófjármagnaðar samgönguframkvæmdir á næsta kjörtímabili og kallar það stórátak. Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu. Það er ekki bæði hægt að skipuleggja framkvæmdir og sleppa því að fjármagna þær – varpa bara ábyrgðinni á því að fjármagna skipulag þessarar ríkisstjórnar yfir á næstu ríkisstjórn. Upplýsingaflækja Í hádegisfréttum Bylgjunnar svarar samgönguráðherra frétt RÚV um að það vanti 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á tilsettum tíma. Þessar upplýsingar komu fram á fundi fulltrúa Múlaþings með Vegagerðinni. Á nokkurn veginn sama tíma er Vegagerðin að tilkynna umhverfis- og samgöngunefnd að samgönguáætlun sé vanfjármögnuð um 1,5 milljarða árin 2022 – 2024. Allt þetta er mjög óljóst því ég skildi það sem svo að það vantaði 1,5 milljarð samtals fyrir árin 2022 – 2024 á fundi samgöngunefndar, en samgönguáætlun segir að það vanti 1,5 milljarð á ári. Það er mjög algengt að svona upplýsingar séu ekki settar nægilega skýrt fram en málið er auðvitað þeim mun alvarlegra ef það vantar þremur milljörðum meira en ég taldi hafa komið fram á fundinum. Til viðbótar við þetta bætast svo 4 milljarðar vegna gangnaframkvæmda – sem ég átta mig heldur ekki á hvernig virkar því samkvæmt samgönguáætlun á að fara milljarður í verkefnið á hverju ári frá 2022 til 2024. Hvers vegna það vantar þá 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á áætlun árið 2022 er því ofar mínum skilningi. Þá kemur að svari samgönguráðherra í þessari upplýsingaflækju og ekki bætir það svar neinu við málið til þess að auka skýrleika þess. Þar segir samgönguráðherra að kannski byrji framkvæmdir árið 2023 en bætir við að „það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt“ og enn fremur að „undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ Það getur vel staðist að verklok verði samkvæmt áætlun en það mun óhjákvæmilega verða erfiðara að standa við það ef framkvæmdir hefjast ekki fyrr en ári seinna, og þá bara kannski. Þar sýnist mér ráðherra vera að lofa ansi miklu upp í ermina, sérstaklega af því að hann svarar engu um það hvort það sé rétt, að það vanti 4 milljarða í verkefnið. Við það bætast svo þeir 4,5 milljarðar sem eru ófjármagnaðir fyrir árin 2022 – 2024, eða hvað? Klúður er það samt Hvað þýðir þetta allt saman? Allur þessi upplýsingaþvælingur, milljarðar hingað og þangað – fleiri í samgönguáætlun en fjármálaáætlun. Þetta þýðir að ríkisstjórnin sem ætlar að halda áfram að vinna saman eftir næstu kosningar (fái hún til þess nægilega mörg atkvæði) ætlar að redda því sem hún gat ekki reddað á þessu kjörtímabili. Það hlýtur að vera ansi stór spurning um það hvernig í ósköpunum sú ríkisstjórn ætlar að leysa þennan vanda þá ef hún getur það ekki núna? Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki svarað því á neinn hátt nema að það verði áskoranir næstu ríkisstjórnar að leysa þann vanda sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað leyst. Þar skilur ríkisstjórnin eftir sig vanfjármagnaða samgönguáætlun, neyðarástandíheilbrigðiskerfinu og banka sem var seldur á útsöluverði svo eitthvað klúður sé nefnt frá hverjum stjórnarflokk. Ef eitthvað er samgönguáætlunin þó minnsta klúðrið, það var allavega bætt töluvert í framkvæmdir þrátt fyrir vanfjármögnun – svo einhverrar sanngirni sé gætt. En klúður er það nú samt að skipuleggja framkvæmdir en geta svo ekki fjármagnað eigið skipulag. Verkefnin fram undan eru fjölmörg en til að byrja með þarf að finna þennan hníf sem stendur í kúnni en samgönguráðherra virðist ekki sjá. Ég held að hnífurinn sé í raun núverandi ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Samgöngur Alþingi Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefði ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að það kom á óvart í þetta skipti er vegna þess að Alþingi afgreiddi tvær samgönguáætlanir á kjörtímabilinu. Fyrst samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 (ásamt 15 ára áætlun) og svo var samgönguáætlun uppfærð fyrir árin 2020 – 2024 (ásamt 15 ára áætlun). Mikið var gert úr því í fyrri samgönguáætluninni að hún væri fullfjármögnuð, eða eins og forsætisráðherra sagði í atkvæðagreiðslu um málið: „Ég tek undir með þeim sem fagna því að hér liggur fyrir fullfjármögnuð samgönguáætlun.“ Sú fullyrðing stóðst nú ekki lengi því strax á næsta þingi var lögð fram ný samgönguáætlun með innbyggðri vanfjármögnun. Eða eins og samgönguráðherra sagði í framsögu sinni: „Á árunum 2022–2024 er þó gert ráð fyrir að útgjöld til nýframkvæmda á vegakerfinu verði 1,5 milljarðar kr. umfram ramma fjármálaáætlunar. Við þurfum sem sagt meira fé.“ Vandamálinu ýtt fram yfir kosningar Þetta ætti ekki að vera neitt vandamál því ríkisstjórnin átti eftir að leggja fram nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 og enn fremur síðustu fjármálaáætlun sína fyrir árin 2022 – 2026. Það var því nægur tími fyrir ríkisstjórnina til þess að fjármagna þessa samgönguáætlun sína. Það sem gerðist áður en næsta fjármálaáætlun var lögð fram á þingi var heimsfaraldur. Þannig að í stað þess að leggja fram fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 strax um vorið 2020, til þess að sýna fram á hvernig stjórnvöld ætluðu að beita opinberum fjármálum út úr faraldrinum, þá frestuðu stjórnvöld því fram á haust. Fjármálaáætlun fyrir árin 2021 – 2025 var því ekki samþykkt fyrr en í desember 2020, ásamt fjárlögum. Það sem vantaði í þá fjármálaáætlun var að fjármagna uppfærða samgönguáætlun. Það má segja sem svo að þingið hafi verið ansi upptekið við að sinna viðbrögðum við faraldrinum í desember 2020 þannig að ég man ekki eftir því að neinn hafi verið að leita að því hvort samgönguáætlun hafi verið fullfjármögnuð í nýrri fjármálaáætlun. Að minnsta kosti eru engar umsagnir sem fjalla um þetta nýja fé sem vantar né kom það fram í kynningu samgönguráðuneytisins. Vegagerðin minnir ekki á þetta í fjármálaáætlunarferlinu heldur. Engar vísbendingar um að sú áætlun sem þingið samþykkti sé áfram ófjármögnuð. Samt er talað um stórátak í samgöngumálum – sem er svo sem alveg satt, það er bara ófjármagnað um 1,5 milljarð á ári frá og með næsta ári. Það er að segja, eftir kosningar. Nú gæti einhver sagt, og talsmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa svo sem sagt það líka, að það sé bara verkefni næstu ríkisstjórnar að skipuleggja ríkisfjármálin. Á meðan það er auðvitað satt og rétt, þá skipulagði þessi ríkisstjórn líka ófjármagnaðar samgönguframkvæmdir á næsta kjörtímabili og kallar það stórátak. Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu. Það er ekki bæði hægt að skipuleggja framkvæmdir og sleppa því að fjármagna þær – varpa bara ábyrgðinni á því að fjármagna skipulag þessarar ríkisstjórnar yfir á næstu ríkisstjórn. Upplýsingaflækja Í hádegisfréttum Bylgjunnar svarar samgönguráðherra frétt RÚV um að það vanti 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á tilsettum tíma. Þessar upplýsingar komu fram á fundi fulltrúa Múlaþings með Vegagerðinni. Á nokkurn veginn sama tíma er Vegagerðin að tilkynna umhverfis- og samgöngunefnd að samgönguáætlun sé vanfjármögnuð um 1,5 milljarða árin 2022 – 2024. Allt þetta er mjög óljóst því ég skildi það sem svo að það vantaði 1,5 milljarð samtals fyrir árin 2022 – 2024 á fundi samgöngunefndar, en samgönguáætlun segir að það vanti 1,5 milljarð á ári. Það er mjög algengt að svona upplýsingar séu ekki settar nægilega skýrt fram en málið er auðvitað þeim mun alvarlegra ef það vantar þremur milljörðum meira en ég taldi hafa komið fram á fundinum. Til viðbótar við þetta bætast svo 4 milljarðar vegna gangnaframkvæmda – sem ég átta mig heldur ekki á hvernig virkar því samkvæmt samgönguáætlun á að fara milljarður í verkefnið á hverju ári frá 2022 til 2024. Hvers vegna það vantar þá 4 milljarða til þess að hefja framkvæmdir á áætlun árið 2022 er því ofar mínum skilningi. Þá kemur að svari samgönguráðherra í þessari upplýsingaflækju og ekki bætir það svar neinu við málið til þess að auka skýrleika þess. Þar segir samgönguráðherra að kannski byrji framkvæmdir árið 2023 en bætir við að „það er ekkert sem bendir til þess að neitt sem hefur komið upp í þessu ferli seinki framkvæmdartímanum eða lokum verksins. Ekki neitt“ og enn fremur að „undirbúningurinn er á algerlega eðlilegum hraða.“ Það getur vel staðist að verklok verði samkvæmt áætlun en það mun óhjákvæmilega verða erfiðara að standa við það ef framkvæmdir hefjast ekki fyrr en ári seinna, og þá bara kannski. Þar sýnist mér ráðherra vera að lofa ansi miklu upp í ermina, sérstaklega af því að hann svarar engu um það hvort það sé rétt, að það vanti 4 milljarða í verkefnið. Við það bætast svo þeir 4,5 milljarðar sem eru ófjármagnaðir fyrir árin 2022 – 2024, eða hvað? Klúður er það samt Hvað þýðir þetta allt saman? Allur þessi upplýsingaþvælingur, milljarðar hingað og þangað – fleiri í samgönguáætlun en fjármálaáætlun. Þetta þýðir að ríkisstjórnin sem ætlar að halda áfram að vinna saman eftir næstu kosningar (fái hún til þess nægilega mörg atkvæði) ætlar að redda því sem hún gat ekki reddað á þessu kjörtímabili. Það hlýtur að vera ansi stór spurning um það hvernig í ósköpunum sú ríkisstjórn ætlar að leysa þennan vanda þá ef hún getur það ekki núna? Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki svarað því á neinn hátt nema að það verði áskoranir næstu ríkisstjórnar að leysa þann vanda sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki getað leyst. Þar skilur ríkisstjórnin eftir sig vanfjármagnaða samgönguáætlun, neyðarástandíheilbrigðiskerfinu og banka sem var seldur á útsöluverði svo eitthvað klúður sé nefnt frá hverjum stjórnarflokk. Ef eitthvað er samgönguáætlunin þó minnsta klúðrið, það var allavega bætt töluvert í framkvæmdir þrátt fyrir vanfjármögnun – svo einhverrar sanngirni sé gætt. En klúður er það nú samt að skipuleggja framkvæmdir en geta svo ekki fjármagnað eigið skipulag. Verkefnin fram undan eru fjölmörg en til að byrja með þarf að finna þennan hníf sem stendur í kúnni en samgönguráðherra virðist ekki sjá. Ég held að hnífurinn sé í raun núverandi ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun