Ástæða vöktunarinnar er Safetravel dagurinn árlegi, þar sem hvatt er til góðrar og ábyrgar ferðahegðunar á vegum og utan þeirra. Ásamt tiltali verður ökumönnum afhentur poki með fræðsluefni og glaðningum um leið og hvatt er til slysalauss sumars.

Dagurinn markar jafnframt upphaf hálendisvaktar björgunarsveita en næstu tvo mánuði verða björgunarsveitir með viðveru á þremur stöðum á hálendinu: Landmannalaugum, Nýjadal og Drekagili. Á síðustu árum hefur verið full ástæða fyrir slíkri vöktun en að meðaltali hafa björgunarsveitir þurft að takast á við 1.400 til 2.000 verkefni á hálendisvaktinni á því tímabili.