Rifjar upp leikinn í Nice: Lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2021 07:01 Aron Einar Gunnarsson í baráttunni við Jack Wilshere, við hvern Tómas Þór stendur í þakkarskuld, á EM 2016. Getty Images/Dan Mullan Tómas Þór Þórðarson var gestur EM í dag í gærkvöld þar sem hann rifjaði upp sína helstu EM-minningu líkt og hefð er fyrir. Hugur hans leitaði til leiks Íslands og Englands á EM 2016. Tómas Þór vann sem blaðamaður í kringum mótið 2016 og datt ekki í hug að Ísland myndi mæta Englandi á mótinu. Hann fór því á leik Englands og Slóvakíu til að sjá enska liðið spila. „Ég var svo heppinn að eiga persónulegt augnablik frá EM 2016 þar sem ég var að elta strákana okkar sem blaðamaður. Auðvitað er búið að segja margar hliðar frá þessum Englandsleik en þetta augnablik sem ég og Elvar Geir [Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net] sálufélagi minn eigum í stúkunni í Hreiðrinu í Nice á sínum tíma finnst mér kristalla hvar England var og hvar England er.“ „Þetta er litla sagan af Jack Wilshere. Hann er valinn í hópinn 2016, hafði bara spilað 100 mínútur alla ensku úrvalsdeildina, og eins og þú veist Gummi þá er hann eini leikmaðurinn sem varð alltaf betri þegar hann var meiddur, eftir því sem hann var meira meiddur, varð hann alltaf betri og betri og betri.“ sagði Tómas Þór. „Svona svipað og Gummi,“ skaut Björn Hlynur Haraldsson, leikari, þá inn í. „Okkur datt ekki í hug að við myndum nokkurn tíma mæta þeim, svo við fórum sjö saman á England - Slóvakía þar sem þeir gerðu 0-0 jafntefli og gátu ekki neitt. Jack Wilshere var svo lélegur að ég hef aldrei séð annað eins, hann var ömurlegur í þessum leik.“ Svo var komið að leiknum, milli Íslands og Englands, nokkrum dögum síðar. „Svo vorum við 2-1 yfir í hálfleik. Svarið hans Roy Hodgson til að komast í gegnum íslenska múrinn sem Lalli og Heimir höfðu byggt, er Jack Wilshere. Ég man að ég og Elvar litum í augun á hvorum öðrum, en ég vildi bara ekki skrifa þetta á einhvern opinberan miðil þá, en við vissum að við myndum vinna þennan leik.“ „Þeir höfðu ekki lifandi hugmynd hvað þeir voru að gera greyið mennirnir. Þetta er bara einhver lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti.“ sagði Tómas Þór og bætti við: „En ég er ekkert að kenna honum um þetta en mér fannst þetta bara svo kristala hvar þeir voru. Enda mætti hann bara á næsta blaðamannafund og sagði takk fyrir mig og bless. En upprisa þeirra hefur verið svakaleg og kann ég Jack Wilshere bara ævarandi þakkir fyrir að hafa komið inn á þennan völl. Því hann bara gat ekki neitt.“ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. Að neðan má sjá upprifjun Tómasar. Klippa: Tómas Þór EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Einu sinni var... EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Tómas Þór vann sem blaðamaður í kringum mótið 2016 og datt ekki í hug að Ísland myndi mæta Englandi á mótinu. Hann fór því á leik Englands og Slóvakíu til að sjá enska liðið spila. „Ég var svo heppinn að eiga persónulegt augnablik frá EM 2016 þar sem ég var að elta strákana okkar sem blaðamaður. Auðvitað er búið að segja margar hliðar frá þessum Englandsleik en þetta augnablik sem ég og Elvar Geir [Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net] sálufélagi minn eigum í stúkunni í Hreiðrinu í Nice á sínum tíma finnst mér kristalla hvar England var og hvar England er.“ „Þetta er litla sagan af Jack Wilshere. Hann er valinn í hópinn 2016, hafði bara spilað 100 mínútur alla ensku úrvalsdeildina, og eins og þú veist Gummi þá er hann eini leikmaðurinn sem varð alltaf betri þegar hann var meiddur, eftir því sem hann var meira meiddur, varð hann alltaf betri og betri og betri.“ sagði Tómas Þór. „Svona svipað og Gummi,“ skaut Björn Hlynur Haraldsson, leikari, þá inn í. „Okkur datt ekki í hug að við myndum nokkurn tíma mæta þeim, svo við fórum sjö saman á England - Slóvakía þar sem þeir gerðu 0-0 jafntefli og gátu ekki neitt. Jack Wilshere var svo lélegur að ég hef aldrei séð annað eins, hann var ömurlegur í þessum leik.“ Svo var komið að leiknum, milli Íslands og Englands, nokkrum dögum síðar. „Svo vorum við 2-1 yfir í hálfleik. Svarið hans Roy Hodgson til að komast í gegnum íslenska múrinn sem Lalli og Heimir höfðu byggt, er Jack Wilshere. Ég man að ég og Elvar litum í augun á hvorum öðrum, en ég vildi bara ekki skrifa þetta á einhvern opinberan miðil þá, en við vissum að við myndum vinna þennan leik.“ „Þeir höfðu ekki lifandi hugmynd hvað þeir voru að gera greyið mennirnir. Þetta er bara einhver lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti.“ sagði Tómas Þór og bætti við: „En ég er ekkert að kenna honum um þetta en mér fannst þetta bara svo kristala hvar þeir voru. Enda mætti hann bara á næsta blaðamannafund og sagði takk fyrir mig og bless. En upprisa þeirra hefur verið svakaleg og kann ég Jack Wilshere bara ævarandi þakkir fyrir að hafa komið inn á þennan völl. Því hann bara gat ekki neitt.“ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. Að neðan má sjá upprifjun Tómasar. Klippa: Tómas Þór EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Einu sinni var... EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti