Ari hafði bara fengið tólf mínútur en var svo maður leiksins Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2021 14:31 Valdimar Þór Ingimundarson og Ari Leifsson eru liðsfélagar hjá Strömsgodset og voru áður leikmenn Fylkis. Instagram/@stromsgodsetfotball Eftir að hafa þurft að gera sér að góðu að sitja á varamannabekknum nánast alla þessa leiktíð fékk miðvörðurinn Ari Leifsson tækifæri hjá Strömsgodset í gær sem hann nýtti í botn. Ari og félagar gerðu 1-1 jafntefli við Vålerenga og hafa því ekki tapað leik á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Gengið á útivelli hefur verið mun verra en Strömsgodset er núna í tólfta sæti af sextán liðum, með tólf stig eftir tíu leiki. Ari hafði bara fengið að spila 12 mínútur á þessari leiktíð, í leik gegn Bodö/Glimt sem var löngu tapaður þegar Ari kom inn á, þegar hann fékk loks sæti í byrjunarliðinu í gær. Ari var valinn maður leiksins hjá Strömsgodset. Einn af hápunktum leiksins var þegar að Ari kom til bjargar í seinni hálfleik, eftir að aðstoðardómari missti af því að Henrik Udahl hjá Vålerenga væri rangstæður. Udahl virtist sloppinn aleinn gegn markverði en Ari elti hann uppi og renndi sér í boltann á síðustu stundu. Dagens SIF-gutt: ARI LEIFSSON pic.twitter.com/wx4fiIypPP— Strømsgodset Fotball (@godset) July 4, 2021 „Það var gott að geta snúið aftur og spilað 90 mínútur. Ég er ánægður með það. Ég var kannski pínulítið ryðgaður í byrjun en ég er mjög ánægður með hvernig til tókst. Svona er þetta þegar maður hefur svona góða menn með sér í liði til að hjálpa sér að komast inn í þetta,“ sagði Ari í viðtali við heimasíðu Strömsgodset en hann lék við hlið fyrirliðans Gustav Valsvik í leiknum. Ari kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðustu leiktíð en ekki náð að festa sig í sessi í liðinu auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn: „Auðvitað hefur það á vissan hátt verið svekkjandi. [Gustav] Valsvik og Niklas [Gunnarsson] hafa hins vegar verið að spila vel. Þegar ég var ekki að spila vel þá verðskulduðu þeir að spila. Síðan þarf maður bara að vera þolinmóður því það er alltaf erfitt að vera ekki að spila,“ sagði Ari. Valdimar Þór Ingimundarson, sem kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðasta tímabil líkt og Ari, sat á bekknum allan leikinn í gær. Hann hefur byrjað fjóra leiki á tímabilinu og alls spilað sjö deildarleiki í sumar. Viðar Örn Kjartansson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Vålerenga. Norski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Sjá meira
Ari og félagar gerðu 1-1 jafntefli við Vålerenga og hafa því ekki tapað leik á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Gengið á útivelli hefur verið mun verra en Strömsgodset er núna í tólfta sæti af sextán liðum, með tólf stig eftir tíu leiki. Ari hafði bara fengið að spila 12 mínútur á þessari leiktíð, í leik gegn Bodö/Glimt sem var löngu tapaður þegar Ari kom inn á, þegar hann fékk loks sæti í byrjunarliðinu í gær. Ari var valinn maður leiksins hjá Strömsgodset. Einn af hápunktum leiksins var þegar að Ari kom til bjargar í seinni hálfleik, eftir að aðstoðardómari missti af því að Henrik Udahl hjá Vålerenga væri rangstæður. Udahl virtist sloppinn aleinn gegn markverði en Ari elti hann uppi og renndi sér í boltann á síðustu stundu. Dagens SIF-gutt: ARI LEIFSSON pic.twitter.com/wx4fiIypPP— Strømsgodset Fotball (@godset) July 4, 2021 „Það var gott að geta snúið aftur og spilað 90 mínútur. Ég er ánægður með það. Ég var kannski pínulítið ryðgaður í byrjun en ég er mjög ánægður með hvernig til tókst. Svona er þetta þegar maður hefur svona góða menn með sér í liði til að hjálpa sér að komast inn í þetta,“ sagði Ari í viðtali við heimasíðu Strömsgodset en hann lék við hlið fyrirliðans Gustav Valsvik í leiknum. Ari kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðustu leiktíð en ekki náð að festa sig í sessi í liðinu auk þess sem meiðsli hafa sett strik í reikninginn: „Auðvitað hefur það á vissan hátt verið svekkjandi. [Gustav] Valsvik og Niklas [Gunnarsson] hafa hins vegar verið að spila vel. Þegar ég var ekki að spila vel þá verðskulduðu þeir að spila. Síðan þarf maður bara að vera þolinmóður því það er alltaf erfitt að vera ekki að spila,“ sagði Ari. Valdimar Þór Ingimundarson, sem kom til Strömsgodset frá Fylki fyrir síðasta tímabil líkt og Ari, sat á bekknum allan leikinn í gær. Hann hefur byrjað fjóra leiki á tímabilinu og alls spilað sjö deildarleiki í sumar. Viðar Örn Kjartansson er enn frá vegna meiðsla og lék ekki með Vålerenga.
Norski boltinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Sjá meira