Ingó sér ekki um brekkusönginn á Þjóðhátíð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júlí 2021 11:45 Ingó Veðurguð mun ekki annast brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Stöð 2 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd ÍBV. Í tilkynningunni segir að ákvörðun nefndarinnar svari fyrir sig sjálf og verði ekki rædd frekar af hálfu nefndarinnar. Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingó á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingó sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að ekkert sé til í frásögnunum og sagðist upplifa umræðuna sem árás. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna,“ sagði Ingó og sagðist hafa mestar áhyggjur af sínum nánustu í tengslum við umræðuna. Hann segist þegar vera farinn að leita réttar síns. „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða vel hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“ Eins og áður segir hófst umræðan á TikTok en hefur fært sig yfir á fleiri samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur verið um málið á Twitter og hafa einhverjir rifjað upp kvartanir foreldra árið 2013 eftir að Ingó spilaði klúra útgáfu lagsins Hókí pókí á barnajólaballi. Yfirlýsing Þjóðhátíðarnefndar ÍBV í heild sinni er hér að neðan: Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu. MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45 Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd ÍBV. Í tilkynningunni segir að ákvörðun nefndarinnar svari fyrir sig sjálf og verði ekki rædd frekar af hálfu nefndarinnar. Undanfarna daga hafa gengið sögur um meint kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu Ingó á samfélagsmiðlinum TikTok og víðar. Sögurnar birtust á TikTok reikningi hópsins Öfga en þær eru allar nafnlausar. Þar segir að meintir þolendur skuldi engum að stíga fram undir nafni. Ingó sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að ekkert sé til í frásögnunum og sagðist upplifa umræðuna sem árás. „Þetta er farið að hafa áhrif atvinnulega og aðallega er þetta leiðinlegt fyrir fólkið sem þekkir mann, að þurfa að standa í þessu. Þetta er orðið svo gróft núna,“ sagði Ingó og sagðist hafa mestar áhyggjur af sínum nánustu í tengslum við umræðuna. Hann segist þegar vera farinn að leita réttar síns. „Í stuttu máli verður þessu öllu svarað eftir réttum leiðum. Svona á ekki að vera hægt að gera gagnvart einstaklingi og ég á eftir að skoða vel hvað ég geri. Ég mun leita réttar míns og er byrjaður á því.“ Eins og áður segir hófst umræðan á TikTok en hefur fært sig yfir á fleiri samfélagsmiðla. Mikil umræða hefur verið um málið á Twitter og hafa einhverjir rifjað upp kvartanir foreldra árið 2013 eftir að Ingó spilaði klúra útgáfu lagsins Hókí pókí á barnajólaballi. Yfirlýsing Þjóðhátíðarnefndar ÍBV í heild sinni er hér að neðan: Það skal upplýst að Ingólfur Þórarinsson – Ingó veðurguð – mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð né koma fram á hátíðinni í ár. Þessi ákvörðun nefndarinnar svarar fyrir sig sjálf og verður ekki rædd frekar af hennar hálfu.
MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Mál Ingólfs Þórarinssonar Tengdar fréttir Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45 Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08 Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ingó leitar réttar síns: „Ég veit hver ég er og hvað ég hef gert“ „Það er ekkert til í þessu,“ segir Ingólfur Þórarinsson Veðurguð um sögur yfir tuttugu kvenna sem greint hafa frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hans hálfu á samfélagsmiðlinum Tik Tok. 3. júlí 2021 16:45
Ingó í stærra hlutverki en venjulega á Þjóðhátíð Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun stýra Brekkusöngnum í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðhátíð. 2. júlí 2021 08:08
Segjast hafa staðfest alla sendendur Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna. 4. júlí 2021 08:47