Maðurinn segist hafa „fundið fyrir sting í klofsvæðinu“ áður en hann leit niður og sá 1,6 metra langa kyrkislöngu ofan í klósettinu.
Maðurinn þurfti læknisaðstoð vegna smávægilegra áverka.
Slangan er talin hafa komist í klósett mannsins í gegn um pípulagnir en 24 ára gamall nágranni mannsins heldur 11 slöngur og hefur játað að eiga slönguna. Lögreglan hefur hann undir rannsókn grunaðan um að hafa valdið líkamsmeiðingum af gáleysi.
Skriðdýrasérfræðingur fangaði slönguna, þreif hana og skilaði henni til eiganda síns.
Slangan er kyrkislanga af tegundinni malayopython reticulatus en þær geta orðið allt að níu metra langar og eru stærstu slöngur í heiminum.