Rúnar: Snérist um að verja markið Ester Ósk Árnadóttir skrifar 5. júlí 2021 22:55 Rúnar var ánægður með baráttuandann í sínum mönnum. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var glaður með sína menn eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á Dalvíkurvelli í kvöld. KR-ingar voru manni færri í rúmar 70 mínútur. „Ég er bara gríðarlega ánægður með góðan en mjög torsóttan sigur. Það að koma hingað og sækja þrjú stig, við gerum þetta ofboðslega vel. Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70. mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi, þeir fengu slatta af þeim en við vörðumst fimlega og Beitir varði það sem kom á markið,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir frábæran 1-2 sigur á KA mönnum á Dalvík í dag. Beitir var frábær í marki KR í dag. „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið. Við vorum ofboðslega skipulagðir og þeir lokuðu svæðum KA manna mjög vel. Það voru fyrirgjafir utan af kanti sem við vildum frekar fá heldur en skot í og við vítateig. Auðvitað datt boltinn einstaka sinnum fyrir þá og þeir fá fín færi en mér fannst við flottir.“ Kristján Flóki Finnabogason fékk rautt spjald á 20. mínútu. KR-ingar þéttuðu raðirnar og náðu að halda KA mönnum í skefjum. „Það var eiginlega ekkert annað í boði en fá þá bara á okkur. Við leiddum með einu marki og okkur leið ágætlega í þessu kerfi sem við vorum að verjast í einum færri og ná svo einni og einni skyndisókn, þeim fór samt fækkandi eftir því sem leið á leikinn. Við gerðum skiptingar til að hressa aðeins upp á þetta og þær heppnuðust ágætlega. Heilt yfir þá snérist þetta um að verja markið sitt og halda búrinu hreinu í seinni hálfleik og það heppnaðist.“ Rúnar vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerðist hér í dag. Við æsum okkur yfir mörgu hér á hliðarlínunni og verðum pirraðir. Þetta var erfiður leikur að dæma og það voru mistök á báða bóga. Bæði lið voru að gera mistök og dómarinn hefði mögulega geta tekið öðruvísi á einhverjum hlutum en það er bara eins og það er. Maður var ekkert alltaf sáttur og ég efast um að KA menn hafi alltaf verið sáttir en þetta er bara hluti af þessum leik, svo framalega sem að Þorvaldur sem var á hliðarlínunni og er ánægjulegt að sjá aftur í dómgæslunni hélt okkur í skefjum. Hann var rólegur og yfirvegaður og passaði upp á okkur. Það voru smá læti inn á milli.“ Kennie Chopart átti að vera í byrjunarliði en var tæpur fyrir leikinn. „Hann var tæpur fyrir leikinn. Við ákváðum á stilla honum upp því hann taldi sig vera heilann en svo í upphitunni þá tók þetta sig upp. Það var ekkert annað í stöðunni en að setja Theódór Elmar inn í liðið í staðinn. Við vorum búnir að æfa þessa stöðu með okkur. Við vorum með plan b sem gekk upp. Chopart gæti verið frá í einhverja daga í viðbót, mesta lagi 10 daga. Vonandi verður hann heill í næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður með góðan en mjög torsóttan sigur. Það að koma hingað og sækja þrjú stig, við gerum þetta ofboðslega vel. Við vorum með stórkostlegan markmann í markinu sem er gott þegar maður er manni færri í 70. mínútur, það var erfitt en mér fannst strákarnir mínir leysa það ofboðslega vel. Það var viðbúið að KA myndi fá einhver færi, þeir fengu slatta af þeim en við vörðumst fimlega og Beitir varði það sem kom á markið,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir frábæran 1-2 sigur á KA mönnum á Dalvík í dag. Beitir var frábær í marki KR í dag. „Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag og eins og bara allt liðið. Við vorum ofboðslega skipulagðir og þeir lokuðu svæðum KA manna mjög vel. Það voru fyrirgjafir utan af kanti sem við vildum frekar fá heldur en skot í og við vítateig. Auðvitað datt boltinn einstaka sinnum fyrir þá og þeir fá fín færi en mér fannst við flottir.“ Kristján Flóki Finnabogason fékk rautt spjald á 20. mínútu. KR-ingar þéttuðu raðirnar og náðu að halda KA mönnum í skefjum. „Það var eiginlega ekkert annað í boði en fá þá bara á okkur. Við leiddum með einu marki og okkur leið ágætlega í þessu kerfi sem við vorum að verjast í einum færri og ná svo einni og einni skyndisókn, þeim fór samt fækkandi eftir því sem leið á leikinn. Við gerðum skiptingar til að hressa aðeins upp á þetta og þær heppnuðust ágætlega. Heilt yfir þá snérist þetta um að verja markið sitt og halda búrinu hreinu í seinni hálfleik og það heppnaðist.“ Rúnar vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem gerðist hér í dag. Við æsum okkur yfir mörgu hér á hliðarlínunni og verðum pirraðir. Þetta var erfiður leikur að dæma og það voru mistök á báða bóga. Bæði lið voru að gera mistök og dómarinn hefði mögulega geta tekið öðruvísi á einhverjum hlutum en það er bara eins og það er. Maður var ekkert alltaf sáttur og ég efast um að KA menn hafi alltaf verið sáttir en þetta er bara hluti af þessum leik, svo framalega sem að Þorvaldur sem var á hliðarlínunni og er ánægjulegt að sjá aftur í dómgæslunni hélt okkur í skefjum. Hann var rólegur og yfirvegaður og passaði upp á okkur. Það voru smá læti inn á milli.“ Kennie Chopart átti að vera í byrjunarliði en var tæpur fyrir leikinn. „Hann var tæpur fyrir leikinn. Við ákváðum á stilla honum upp því hann taldi sig vera heilann en svo í upphitunni þá tók þetta sig upp. Það var ekkert annað í stöðunni en að setja Theódór Elmar inn í liðið í staðinn. Við vorum búnir að æfa þessa stöðu með okkur. Við vorum með plan b sem gekk upp. Chopart gæti verið frá í einhverja daga í viðbót, mesta lagi 10 daga. Vonandi verður hann heill í næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira