Hin 18 mánaða gamla, 70 kílóa Hima var flutt inn af Qi, sem hélt henni sem gæludýri á heimili sínu í einu af dýrari hverfum höfuðborgarinnar Phnom Penh. Yfirvöld komust á snoðir um Himu eftir að myndbönd af Qi leika við ljónið birtust á TikTok.
Ljónið var gert upptækt 27. júní síðastliðinn og flutt í dýraathvarf fyrir villt dýr.
Nokkrum dögum seinna fór myndband í dreifingu af heimsókn Qi í athvarfið. Þar sást Hima láta vel að eigandanum á meðan hann ljóninu að borða. Í kjölfarið hóf almenningur að kalla eftir því á samfélagsmiðlum að parið yrði sameinað á ný.
Á sunnudagskvöld greindi forsætisráðherrann Hun Sen frá því á Facebook að Qi fengi gæludýrið til baka, að því gefnu að hann smíðaði búr til að tryggja að ljónið yrði ekki öðrum að skaða. Þá sagði hann að ef Qi hefði verið sektaður, ætti hann að fá sektina endurgreidda.
Qi sagðist í samtali við fjölmiðla alsæll að hafa endurheimt Humu en hvað varðar inngrip forsætisráðherrans hefur verið bent á að Hun Sen hefur löngum verið afar hliðhollur Kína, sem hefur veitt gríðarlegum fjármunum inn í hagkerfi Kambódíu.